5.7.2007 | 23:58
MUNURINN Á ÍSLENDINGUM OG HOLLENDINGUM.
Myndirnar af tveimur sams konar atvikum, annars vegar í hollensku knattspyrnunni og hins vegar í þeirri íslensku, sem sýndar voru í 14:2 þætti Sjónvarpsins í kvöld, segja meira en allt sem sagt hefur verið og sýnt af atvikinu á Akranesi. Í Hollandi sést samskonar langspyrna og á Akranesi eftir innkast, sem ratar í mark. Í Hollandi gefur markskorarinn eins vel og honum er unnt er það til kynna með látbragði og orðum að hann biðjist innilega afsökunar á atvikinu., - þetta hafi verið óvart.
Leikmenn halda ró sinni, enginn gengur að öðrum, ekkert rifrildi í gangi.
Menn ræða æsingalaust saman, Yfirveguð niðurstaða og samkomulag siðmentaðra íþróttamanna næst og boltanum er síðan leikið mótspyrnlaust í gagnstætt mark, - málið dautt.
Engin eftirmál eftir leikinn, - engin leiðindi hjá fjölskyldum,venslafólki og velunnurum knattspyrnunnar eins og hér heima.
Við öllum þeim, sem hafa séð á kvikmynd atvikin á Akranesi, blasir við gerólík hegðun leikmanna og þjálfara, bæði í leiknum og eftir hann, sem er íslenskri knattspyrnu til skammar.
Fyrir bragðið hafa ýmis viðbrögð og ummæli eftir leikinn og áfram í viðtölum allt fram á kvöldið í kvöld aukið enn á lágkúru þessa máls og þurfti talsvert til.
Er ekki hægt að læra eitthvað af þessu til þess að maður geti sungið "Skagamenn skoruðu mörkin" án þess að það minni á þessa framkomu leikmanna Keflvíkinga og Skagamanna?
Við þurfum að kafa dýpra í málið og finna það út hvað það er í svonefndum "þjóðarkarakter" og uppeldi sem gerir mismun hegðunar íþróttamanna svo ólík í Hollandi og á Íslandi.
![]() |
Bjarni þurfti lögreglufylgd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.7.2007 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)