UNDRIÐ HIÐ ELDVIRKA ÍSLAND.

Öll sjö undrin sem kynnt voru í dag eru mannvirki. Í svipaðri könnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar í fyrra var þetta blanda og Ísland var eitt af undrunum sjö. Í nýrri bók um 100 undur veraldar eru 27 í Evrópu, þar af sex náttúrufyrirbæri. Þegar bókin er opnuð koma norsku firðirnir fyrst og síðan hinn eldvirki hluti Íslands.

Í bókinni er frægasti þjóðgarður heims Yellowstone ekki á blaði frekar en í könnun ABC. Samt segja Íslendingar að allt sé í lagi að umturna þessu undri vegna þess hve fáir hafi séð virkjunarsvæðin.

En Bandaríkjamenn mun aldrei snerta einn einasta hver í Yellowstone og friðun fyrir djúpborunum utan þjóðgarðsins nær yfir svæðið Greater Yellowstone sem álíka stórt og allt Ísland.


mbl.is Tilkynnt um ný sjö undur heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁLIÐ EKKI LENGUR MÁLIÐ Í FLUGINU.

Í heilsíðuauglýsingu Alcoa á sínum tíma og í áróðri íslenskra álsinna hefur mjög verið haldið fram mikilvægi áls í flugvélum og bílum og að álframleiðslan fari einkum í þetta tvennt. Ekkert af þessu rétt. Álið fer að mestu í dósir og umbúðir sem Bandaríkjamenn henda í stað þess að endurvinna með broti af orkunni sem þarf í álverksmiðjunum. Ef Kanarnir endurynnu álið sem fer í umbúðirnar samsvarar það endurnýjun alls flugflota þeirra fjórum sinnum á ári.

Í raun viljum við hjálpa Könunum við að bruðla svona áfram og viljum fórna okkar náttúrugersemum til þess að þeir geti varðveitt sams konar gersemar með því að leggja álver niður og byggja í staðinn hér á landi og fá meira að segja íslensk umhverfisverðlaun fyrir.

Forstjóri Boeing-verksmiðjanna hefur sagt að koltrefjaefnin muni ryðja álinu burt. Mest selda einkaflugvél heims er úr koltrefjaefnum.

Bílaverksmiðjur hafa aðeins efni á að hafa ál að einhverju ráði í dýrustu bílunum en þar sækja koltrefjaefnin líka á.


mbl.is 35 nýjar pantanir i Boeing 787 Dreamliner
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband