Vaktaskipti geta skipt máli. Gát er best í málinu.

Þekkt er að á íslenskum togurum eru vaktaskipti á áhöfnum, þegar skipin koma í höfn. Menn fara í land í frí og aðrir koma um borð og þannig koll af kolli. 

Þetta gerir málið sennilega flóknara en ella og því verður fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr dúrnum þegar skipið er komið í höfn. 

Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum greip einstök hugaræsing þjóðina og gerði þau mál öll miklu erfiðari og verri en vera þurfti. 

Gríðarleg umræða fór fram meðal almennings sem aldrei rataði í samfélagsmiðla, sem ekki voru komnir þá.

En þeim mun meiri var umræðan og fór út um víðan völl.  

Nú er afar mikilvægt að fara með gát og forðast að slíkt gerist aftur, því að nún, á tímum samfélagsmiðlanna, verður æsingur allur mikið sýnilegri og fer hraðar og víðar en áður var. 

Til dæmis er afar mikilvægt að líta ekki á neinn sem sakborning á meðan aðeins er um mannshvarf að ræða. 

Dæmi er um að Íslendingur, sem hvarf erlendis var úrskurðaður látinn, en kom síðan fram sprelllifandi hér á landi tólf árum síðar. 


mbl.is Tveir menn sjást koma úr rauða bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar enn hraðhleðslustöðvarnar og ekinn er "sauðárkrókur."

Gott er að sjá að sú þjóð, sem auðveldast á með að framkvæma óhjákvæmileg orkuskipti skuli vera komin í annað sæti Evrópuþjóða í rafvæðingu bílaflotans. 

Landið verður samt ekki raunverulegt rafbílaland fyrr en hægt verður að komast á milli landshluta á rafbílum, en það er engan veginn hægt að segja að það sé hægt. 

Sjá hefur mátt auglýsingar um tilboð til þess að setja upp hleðslustöðvar í hverju sveitarfélagi, en þar er ekki um hraðhleðslustöðvar að ræða heldur venjulega hleðslu, sem yfirleitt tekur 4-7 klukkustundir. 

Hraðhleðslustöð gerir hins vegar kleyft að hlaða bílinn á hálftíma upp í 80% af hleðslunni, og væru slíkar stöðvar til dæmis á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur með minnst 100 kílómetra millibili, væri hægt að tala um að rafbílavæða þá leið. 

En einungis er stöð í Borgarnesi og önnur á Sauðárkróki! Og það er sannkallaður sauðárkrókur sem lagður er á leiðina með því að þurfa að aka yfir Þverárfjall 25 kílómetrum lengri leið en ef ekið væri um þjóðveg númer eitt.Drægi rafbíla

Á milli Borgarness og Sauðárkróks eru 225 kílómetrar og eins og sést á súluriti, sem sett verður hér á síðuna, sést að allir núverandi rafbílar í bílaflotanum eru langt frá því að komast þessa leið á einni hleðslu.

Tölurnar eru í mílum, og sá sem á eftir að komast lengst kemst 380 kílómetra, en hinir flestir eru neðan við 150 kílómetra. 

Því er enn ekki búið að efna loforð landsfeðra fyrir nær þremur árum um rafbílavæðinguna. 

Bíllinn sem lengst kemst á þessu súluriti, er Chevrolet Bolt / Opel Ampera-e er enn ekki komninn í sölu og verður nokkuð dýr.

Tesla hefur verið langdrægust fram að þessu en er dýr lúxusbíll.

Við hornið eru öflugri rafhlöður og Renault Zoe, sem er með ódýrari rafbílum, verður senn boðinn með 41 kílóvattstunda rafhlöðu sem gefur honum næstum tvöfalt meiri langdrægni en hingað til hefur verið í boði.

Þess má geta, að lofthiti hefur mikil áhrif á drægni á öllum rafknúnum farartækjum, og sem dæmi má nefna að vinur minn, sem á Nissan Leaf, hefur þurft að sýna lagni til þess að komast rúmlega 100 kílómetra vegalengd frá heimili sínu á Reykjavíkursvæðinu austur í sumarbústað milli Hellu og Hvolsvallar. 

Sá bíll var með 24 kílóvattstunda rafhlöðu en býðst nú með 30 kílóvattstuna rafhlöðu. 

Rétt er að taka það fram að það var lofsvert framtak fólgið í því að setja upp góða hleðslustöð á Sauðárkróki. 

Þess slappara er það að ekki sjáist enn hraðhleðslustöðvar á mörg hundruð kílómetra köflum á helstu þjóðvegum landsins. 

Fyrir "litla manninn" er hins vegar möguleiki á að minnka kolefnisfótspor sitt verulega eða meira en 60% með um það bil einnar milljónar fjárfestingu, eins og ég er nú að framkvæma, meðal annars með hringferð um landið á vespuhjólinu síðastliðið sumar og alls 3500 kílómetra ferðum um landið í haust: 

1. Rafknúið reiðhjól til ferða innan borgar. 250 þús. 

2. Létt 125 cc vespuhjól til ferða um allt land á þjóðvegahraða fyrir brot af þeim kostnaði sem bíll hefur í för með sér. 450 þús.

3. Notaður lítill bíll til ferða sem hjólin geta ekki afgreitt, þar sem fleiri eru samferða eða farangur með í för. 300 þús króna fjárfesting. 

Eða samnýting á bíl makans, ódýrasta og einfaldasta bílnum á markaðnum. 

  


mbl.is Ísland annað mesta rafbílaríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þessi tækni hefði verið komin árið 1974...?

Það er áhugavert að íhuga hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin hefðu þróast árið 1974 ef núverandi myndavélatækni og farsímatækni hefði verið komin þá. 

Í báðum tilfelllum hefði verið hægt að sjá feril farsíma þessara manna, hefðu þeir haft slikan á sér eins og langlíklegast er að þeir hefðu haft, miðað við það sem nú tíðkast. 

Hægt hefði verið að sjá eftir á hvort Guðmundur fór að Hamarsbraut, og hvort sem slökkt hefði verið á síma hans eða ekki og svipað má segja um feril Geirfinns Einarssonar. 

Raunar er ómögulegt að láta sér detta í hug allar þær breytingar á gangi rannsóknar þessara mála, sem núverandi tækni hefði getað haft í för með sér.

Eins og máli Birnu Brjánsdóttur er háttað núna, er það vafalaust rétt hjá lögreglunni að skilgreina málið ekki enn sem sakamál, heldur sem mannshvarf, sem hægt sé að beita svipuðum aðferðum við að upplýsa og ef það væri sakamál.

Meðan Birna finnst ekki er enn ekkert fast í hendi um saknæmt athæfi, frekar en var í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, þar sem aldrei fundust nein lík né hugsanleg morðvopn.

Í bloggpistli á undan þessum er líkleg niðurstaða sú, byggð á veðurathugunum, að einhver í landi hafi lagt niður skó Birnu við Hafnarfjarðarhöfn eftir klukkan 18:00 síðastliðið mánudagskvöld, þegar grænlenski togarinn Polar Nanuq hafði verið tvo sólarhringa á sjó á leiðinni til Grænlands.

Sá, sem það gerði "veit meira og hefur ekki gefið sig fram" eins og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn orðar það.

Og kannski eru fleiri, sem vita meira en hafa ekki gefið sig fram.  


mbl.is „Einhver sem veit meira“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband