Nei, heyrðu nú !

Við erum þjóð sem tók það oft nærri sér þegar útlendingar héldu að við byggjum í snjóhúsum og töluðu um okkar á niðrandi hátt.  

Halda hefði mátt að við gætum sýnt útlendu gestum okkur sæmilega kurteisi.   

Mannshvarfsmálið er nógu sorglegt þótt við fótumtroðum ekki það grundvallaratriði réttarfars okkar að hver maður skal talinn sýkn saka nema sekt hans sé sönnuð, heldur bætum gráu ofan á svart með því að láta ekki þar við sitja heldur láta þá sem liggja ekki undir neinum grún og hafa ekkert af sér gert, verða fyrir barðinu á hreinum nornaofsóknum. 

Þetta er þjóðinni til skammar. 

 


mbl.is Grænlendingar mæti óvild hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannsheilarnir fylgja ekki tölvubyltingunni.

Darwin fann það út að þeir hæfustu lifðu frekar af en hinir. Hæfnin gat falist í einstaklingsgreind og líkamsburðum, en einnig í hæfileikanum til að ná árangri með samvinnu. 

Þótt tölurnar sýni að menntunarstig þjóða fari hækkandi og nái æ meiri útbreiðslu virðist ekki þar með sagt að hegðun og siðfræði taki framförum, heldur sé aukin tækni og þekking oft þvert á móti notuð furðu oft á bæði heimskulegan og skaðlegan hátt hjá sumu langskólagengnu fólki.

Þótt greind hjá tölvum fari hratt fram virðist annað gilda um mannsheilana. 

Sætir oft undrum sú steypa sem vellur upp úr hámenntuðu fólki á sama tíma sem aðrir komast býsna vel af sem láta hið svokallaða brjóstvit ráða.

Til dæmis fer ekki miklum sögum af afburða gáfum vefnaðarvörukaupmanns frá Missouri að nafni Harry S. Truman, sem varð gjaldþrota og eyddi næstu áratugum eftir það til að koma undir sig fótum á ný.

Hann fór út í pólitík og þótti standa sig það vel í störfum fyrir sérstaka nefnd, sem sett var á fót til að endurbæta meðferð Bandaríkjahers á ríkisframlögum og varð síðan fyrir duttlunga örlaganna meðal merkari forseta Bandaríkjanna.   


mbl.is Greindarvísitala lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég átti ekki neitt og held mestu af því eftir."

Ofangreint svar gaf öreigi nokkur og lágtekjumaður þegar hann var spurður eftir Hrunið, hvernig hann hefði farið út úr því. 

Það fylgdi svarinu að hann skuldaði ekki neitt og héldi líka mestu af því eftir. 

Á mælikvarða þeirra, sem ákváðu hvernig skyldi bæta fólki "forsendubrestinn" sem Hrunið olli, var því sjálfsagt mál að lágtekjumaður þessi fengi ekki neitt, þótt forsendubresturinn bitnaði af fullum þunga á honum í stórhækkaðri húsaleigu, sem hann þurfti að borga húseiganda, sem var hátekjumaður og fékk miklar bætur. 

Á sama hátt mátti það verða fyrirsjáanlegt að þessar höfuðstólsleiðréttingar fasteignaveðlána myndu skila langmestum peningum til tekjuhæsta hluta landsmanna, sem höfðu tekið hæstu lánin. 

"Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti" var einhvern tíma sagt. 


mbl.is Tekjuhæstu 10% fengu 22 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband