Misstórir "jafningjar."

Sem efnahagsveldi stendur Rússland að baki Spáni, og Kalifornía ein og sér er miklu meira efnahagsveldi en Rússland. 

En það er ekki allt sem sýnist. Vladimir Pútín hefur spilað vel úr sínum spilum. Enn sem fyrr bera Bandaríkin höfuð og herðar yfir önnur kjarnorkuveldi og Pútín hefur eflt rússneska herinn það mikið og beitt honum af þvílíkri hagsýni og lagni, að hann hefur náð því markmiði sínu að standa Bandaríkjamönnum alveg á sporði á aðal átakasvæðunum í Sýrlandi og Írak. 

Trump og hans fylgismenn hafa gagnrýnt harðlega framgöngu Bandaríkjamanna á þessu svæði, vegna þess hve lítinn árangur hún hefur borið, og miðað við það sem nú er í gangi, virðist svo sem stefna Trumps sé sú að skárra sé að hafa samvinnu við Rússa á svæðinu og láta þá vinna með Bandaríkjamönnum gegn ISIS heldur en að vera í erfiðri samkeppni við þá með hættu á árekstrum. 


mbl.is Berjast saman gegn Ríki íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður þá framhaldið?

Stundum hafa ríkisstjórnir hér á landi verið með feikna mikið fylgi í upphafi ferils síns en síðan hrunið í fylgi eftir því sem liðið hefur á starfstíma þeirra. 

Gunnar Thoroddsen hafði til dæmis miklu meira fylgi innan kjósenda Sjálfstæðisflokksins þegar hans stjórn tók við völdum 1980 heldur en svaraði til fjölda þeirra Sjalla-þingmanna en sem studdu hana.

En fylgið dalaði mikið þegar á leið.

Svipað er að segja um síðustu tvær ríkisstjórnir, sem höfðu góðan meirihluta í skoðanakönnunum í upphafi ferils síns, en döluðu niður undir það fylgi sem nýja ríkisstjórnin hefur nú.

Ef framhaldið verður núna með svipaðu fylgistapi og var hjá síðustu ríkisstjórnin verður það lægri prósentutala en hefur nokkurn tíma sést áður.

Það verður því óvenju spennandi að fylgjst með því hvernig framhaldið verður.

Ef stjórnin verður í vandræðum vegna tæps meirihluta og óánægju baklands eins eða fleiri stjórnarflokkanna vegna lítils fylgis, sem fer enn neðar,  getur margt gerst, því að það gæti orðið vafasamt að leita til Framsóknar um hlutleysi eða stuðnings vegna þessa sama baklands.    


mbl.is Lítill stuðningur við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur að fjöldi fulltrúa sé línulegt hlutfall af mannfjölda.

Það er gegnumgangandi misskilingur í umræðum um fjölda þingmanna og fjölda í sveitarstjórnum að miða þennan fjölda beint við mannfjölda ríkja og sveitarfélaga. 

Væri svo myndi einn þingmaður nægja á Bandaríkjaþingi og hann væri samt hærra hlutfall af mannfjölda þess ríkis heldur en 63 þingmenn eru af mannfjölda Íslendinga. 

Þetta er vegna þess að fjöldi viðfangsefna í samræmi við lög og reglugerðir fylgir ekki mannfjöldanum línulega. 

Til dæmis er regluverkið, sem óbein aðild okkar að ESB í gegnum EES, jafnflókið fyrir Íslendinga og fyrir Evrópuþjóðir sem  eru meira en hundrað sinnum fjölmennari. 

Þegar verkefnin í borgarstjórn Reykjavikur eru skoðuð sést, að borgarfulltrúarnir eru greinilega of fáir til þess að þeir komist yfir öll þau verkefni sem borgarstjórn og nefndir borgarinnar þurfa að sinna. 

Þetta kallar á hættu á fúski jafnframt því að það er heilmikil vinna fólgin í því að vera samviskusamur varaborgarfulltrúi og heppilegra að slíkur fulltrúi hafi bein tengsl við kjósendur eins og aðalfulltrúi. 

Til er erlend regla um fjölda fulltrúa, sem sýnir þetta og þar er fjöldinn ekki línulegur miðað við íbúafjölda.  Hún sýnir einnig það að Alþingismenn eru ekki of margir, þótt þeir séu hlutfallslega fleiri en þingmenn hjá hundrað sinnum stærri þjóðum. 

Á árunum 1978-1986 ríkti asnaleg togstreita í borgarstjórn Reykjavíkur um fjölda borgarfulltrúa þar sem fulltrúunum var fjölgað og fækkað á víxl. 

En það ætti að nægja að setja skaplegt lágmark fulltrúa í lög, til dæmis 21 fulltrúa og leyfa borgarstjórn síðan að fjölga þeim og standa reikningsskil fyrir því á eðlilegan og lýðræðislegan hátt í kosningum. 

15 fulltrúar er sama tala og hefur verið frá því fyrir um átta áratugum þegar borgarbúar voru aðeins fjórðungur af því sem þeir eru nú, sem er raunar ekki aðalatriðið, heldur það að verkefnin, til dæmis í frumskógi laga og reglugerða nútíma þjóðfélags, hafa margfaldast að fjölda og umfangi.


mbl.is Afnema sjálfvirka fjölgun fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvannadalshnjúkur og Öræfajökull. Ekki Grímsfjall í Vatnajökli.

Eins og sést á meðfylgjandi korti í frétt mbl.is af Vatnajökli, þar sem Öræfajökull er eins eins og rani sem gengur suður úr Vatnajökli, er Grímsfjall nokkra tugi kílómetra frá þeim stað, sem myndin með fréttinni er tekin á, þar sem sést yfir Freysnes upp til Öræfajökuls og Hvannadalshnjúk. Það er í skásta falli afar langsótt að setja sem titil undir þessa mynd: "Vatnajökull."

Það er skárra að birta enga mynd en þessa, því að þetta landslag er í engu líkt Grímsvötnum og svona álíka að birta mynd af Henglinum og setja sem undirtitil "Reykjanesskagi" í frétt af óhappi á Keili. Kverkfjöll. Herðubreið

Það hefði verið upplagt að setja hér inn mynd af hinu raunverulega Grímsfjalli, en af því að ég er staddur á Akureyri, láðist mér að taka með mér harðan disk sem ég á fyrir sunnan með myndum af því. 

En ef leið ævintýramannsins liggur um Kverkfjöll í norðurjaðri Vatnajökuls, set ég hér inn mynd af Kverkfjöllum, með Herðubreið í baksýn og hina flötu ísbreiðu Vatnajökuls í forgrunni. 


mbl.is „Harðneitar að koma til byggða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband