"Þar sem er snjór og landi hallar..."

"Þar sem snjóar og landi hallar getur fallið snjóflóð" sagði norskur snjóflóðasérfræðingur, sem var fenginn til þess árið 1994 til að gefa ráð varðandi snjóflóðahættu í Skutulsfirði eftir snjóflóð, sem féll á Seljalandsdal og fór alla niður í Tungudal og olli mannskaða. 

Því miður var ekki tekið nógu mikið mark á Norðmanninnum varðandi aðra staði en Seljalandsdal. 

Það er til marks um hve orð Norðmannsins voru gild, að á þessum snjóflóðaárum féll meira að segja snjóflóð úr aflíðandi brekku í malarbakka.  

Það varð snjóflóðsslys í Bláfjöllum hér um árið, umferð fólks hefur stóraukist í nágrenni Reykjavíkur, og því er liðin sú tíð að eingöngu þurfi að gefa út snjóflóðaaðvaranir úti á landi og nýta til þess sérfræðiþekkingu sem til er í landinu. 


mbl.is Mat á snjóflóðahættu „löngu tímabært“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipað konar óraunsæi og var í "Arabíska vorinu".

Donald Trump hefur gagnrýnt þá utanríkisstefnu Bandaríkjamanna sem birtist í því að aðstoða og hleypa lausum alls kyns andófshópum í Líbíu og Sýrlandi gegn alræðisstjórnum í þessum löndum, án þess að gera sér grein fyrir því hverju var hleypa lausu, þess á meðal einhverjum verstu glæpa- og hryðjuverkasamtökum allra tíma. 

Mönnum sást yfir það mikla og djúpa hatur þessara þjóða á fyrrum nýlenduveldum, sem hefur kynt undir þessum öflum. 

Nú er það hins vegar skoðun Trumps að það sé akkur í því að svara mismunun og kúgun, sem víða er í múslimskum ríkjum, með því að taka upp harða og einstrengingslega mismunun á grundvelli trúarbragða og uppruna. 

Með því að taka upp slíkt og efla margfalt lögregluríki og njósnir margfalt mun Trump innleiða það, sem alræðis- og öfgaöfl erlendis þrá að komist á í vestrænum lýðræðisríkjum frelsis og mannréttinda.

Í bloggpisti á blog.is í dag er talað um að múslimar aðlagist betur rússnesku þjóðfélagi harðrar stjórnar Pútíns heldur en þjóðfélögumm þar sem er meira lýðræði og mannréttindi eru betur virt.

Nefndar eru tölur því sambandi, hlutfallslega margfalt fleiri múslimar í Rússlandi en í Bandaríkjunum, og samt sé minni hryðjuverkahætta í Rússlandi en vestra.

Þarna er alveg skautað yfir tvennt: Hættuna á því að egna til meiri andúðar múslimskra þjóða á Vesturlöndum en verið hefur og því, að með hvers kyns ósanngjörnum aðgerðum og mismunum gegn saklausu fólki séu hryðjuverkamenn einmitt að ná fram því takmarki að eyðileggja frið, einstaklingsfrelsi og mannréttindi, sem hafa ríkt í lýðræðisríkjum heimsins.  


mbl.is „Gerir illt verra ef fólki er mismunað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómkirkjan, Hallgrímskirkja, Árnasafn og Þingvellir í anda "Kaupthinking?

Hugmyndir Viðskiptaráðs um að selja kirkjur landsins og lögreglustöðvar til einkaaðila hljóma líkt og þegar þetta ráð setti á flot ýmsar hugmyndir í anda ársins 2007 á sínum tíma um að forðast að sækja neinar efnahaglegar hugmyndir til Norðurlandanna, af þvi að við Íslendingar stæðum þeim svo langt framar í hagstjórn og efnahagsmálum. 

Í framhaldinu var þetta svo þróað beint með nýjum íslenskum efnahagsaðgerðum, sem var einna best lýst í hinni eftirminnilegu rándýru auglýsingu með einum af þekktustu leikurum Breta þar sem fjálglega var lýst nýju íslensku hagfræði- og viðskiptalögmáli: "Kaupthinking", borið fram "Káphthinking" og hinni "gargandi snilld,- Icesave".  

22 kirkjurnar Viðskiptaráðs eru líklega bara upptakturinn á því að eftir vel heppnaða sölu þeirra, líka á kirkjum sem ríkið á alls ekki, komi að sjálfsögðu verðmætustu kirkjurnar, Dómkirkjan, Hallgrímskirkjurnar, Akureyrarkirkja og síðan á eftir þeim í eðlilegri framþróun: Árnastofnun, handritin og Þingvellir. 

Og ef eitthvað skortiri á að ríkið eigi allar kirkjurnar, verður hægur andi að taka Hrafnseyrarkirkju og aðrar slíkar eignarnámi og selja þær síðan. 

Um Þingvelli gilda að vísu sérstök lög frá 1928, sem voru mjög merk á þeim tíma, því að þau kváðu um að Þingvellir væru þjóðareign sem aldrei mætti veðsetja né selja. 

En þessi hugsun er eitt af því sem var útvíkkað í tillögu stjórnlagaráðs um hliðstætt almennt ákvæði í stjórnarskrá varðandi íslenska náttúru og vakti einna hörðust viðbrögð þeirra, sem aðhyllast algerlega andstæða hugsun Viðskiptaráðs. 

Af því að Þingvallalögin eru bara venjuleg lög en ekki tengd stjórnarskrá, verður létt verk eftir sölu Árnastofnunar, Höfða, Dómkirkjunnar og Hallgrímskirkju að breyta þessum hræðilegu Þingvallalögum og selja þá eins hratt og hægt er á spottprís. 

Í skemmtilegum umræðum í tengslum við facebook-síðu Baldvins Jónssonar komu fram hugmyndir um sölu á þeim textum sem lesnir eru eða sungnir í kirkjum:  "Víst ertu Jesús kóngur klár, - Hestamannafélagið Fákur," "Legg þú á djúpið, þú sem enn ert ungur, - Fiskikóngurinn, Sogavegi eitt,"  "Eilíf sæla í himnaríki, - Toyota, mig grunaði það," enda var það þannig þegar Reykjavíkurborg seldi hátíðarhöldin á sjálfan Þjóðhátíðardaginn í kringum 2007 til Og Vodafone, að það á næsta þjóðhátíðardegi yrði búið að selja þjóðsönginn, svo að hann yrði sunginn svona á 17. júní:  "Ó, Guð vors lands, Og Vodafone! / vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!" 


mbl.is Ríkið selji kirkju sem það á ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband