Líka langoftast einn maður í bíl á þjóðvegunum.

Tölur í könnunum sýna víst að að meðaltali er rúmlega ein persóna á ferð í hverjum bíl í borgarumferðinni. 

Því miður hefur ekki verið gerð nema ein könnun á þjóðvegunu, að vísu dálítið gróf en niðurstaðan samt sláandi. 

Það var þegar ég fór á reiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur í hitteðfyrra. 

Ég mætti á að giska tvö þúsund bilum á leiðinni og hafði góðan tíma til að sjá hve margir væru um borð í bílunum. 

Þetta var seint í ágúst og ferðamönnum að byrja að fækka, en gróf niðurstaða varð sú að í innan við 20 prósent bílanna væri setið í báðum framsætunum, líkast til aðeins í 15% tilfella. 

Ég upplifði hrun nokkurra fordóma þegar ég fór yfir í það að fara sem mest af öllum ferðum mínum bæði innanbæjar og út um land á rafreiðhjóli og Honda PCX 125 cc vespuhjóli, sem eyðir aðeins 2,2-2,5 lítrum á hundraðið og kemst samt um allt á hámarks leyfðum þjóðvegahraða. 

Fordómarnir voru meðal annars þessir: 

1.

Ég á heima austast í Grafarvogshverfi. Á meðan ég átti heima á Háaleitisbrautinni voru oftast farnar stuttar vegalengdir en vegalengdirnar eru of langar úr Spönginni í Grafarvogi.

Þetta reyndist rangt. Ég gleymdi einu: Því lengra sem ég hjólaði á þessu hjóli, þeim mun meiri varð sparnaðurinn. Svo að rafreiðhjólið var ekki selt eins og upphaflega ætlunin var. 

2.

Það er of óhagstætt veður og færð.

Ó, nei, þetta reyndust líka fordómar, rafreiðhjólið var notað oft í hverri einustu viku allt árið. Þegar Honda vespuhjólið bættist við rafreiðhjólið var það líka notað í hverri einustu viku ársins og líka í ferðum út á land. 

3.

Hjólanotkunin tekur of langan tíma.

Líka rangt. Að vísu tapast nettó um þrjár mínútur við að komast af stað á hjólunum en á móti kemur tímasparnaðurinn við að verða aldrei stopp í umferðarteppum og þurfa aldrei að leita að bílastæði. Á vespuhjólinu er maður ALLTAF styttri tíma á leiðinni en á bíl, hvert sem farið er. Á rafhjólinu tapast að vísu um mínúta á kílómetra á lengri innanbæjarleiðum, en á móti kemur, að vegna notkunar fótanna að hluta má færa þessar mínútur yfir á nauðsynlegan tíma við að halda sér í góðu líkamlegu formi.  


mbl.is Fleiri hjóli og velji bíllaust líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðu mikill munur á milli skoðanakannana.

Það er furðu mikill munur á milli tveggja skoðanakannana á svipuðumm tíma ef Vinstri græn fá 30% fylgi í annarri en tæplega 22ja% fylgi í hinni. 

Og að Samfylking fái 13% fylgi í annarri en 8% í hinni. 

Fyrirbærið er að vísu gamalkunnugt. 

Þannig fékk Sjálfstæðisflokkurinn alltaf minna í kosningum en í skoðanakönnunum hér áður fyrr hjá Gallup en í könnunum DV. 

Kannanir DV voru yfirleitt réttari. 

Ástæðan þá var sú, að í könnun DV var spurt nánar út í það hvern fólk myndi kjósa, ef það kysi ekki Sjálfstæðisflokkinn og óákveðnir spurðir hver væri líklegastur til að fá atkvæði þeirra.  


mbl.is Vinstri grænir með 21,8% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Dauð atkvæði" eru þriðji stærsti flokkurinn.

Þeir flokkar, sem myndu koma mönnum á þing samkvæmt nýjustu skoðanakönnun, hafa rúmlega 90 prósent atkvæða samanlagt. 

9,4% atkvæða yrðu svonefnd "dauð" atkvæði, þar sem 5% "þröskuldurinn" meinaði þessum kjósendum að fá fulltrúa. 

Ef enginn þröskuldur væri, myndu 1,6% atkvæða duga til að koma manni á þing, og Viðreisn og Björt framtíð fengju tvo þingmenn hvor flokkur. 

En þeir fengju engan þingmann í stað fjögurra. 

Hvert framboð, sem fengi þingmann, myndi hins vegar ekki þurfa nema um 1,5% atkvæða á bak við hvern þingmann sinn. 

Þetta myndi líka þýða, að ný stjórn myndi ekki þurfa nema um 45% atkvæða til þess að vera meirihlutastjórn

Svona er nú íslenska lýðræðið. 


mbl.is VG með tæp 30% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

21. öldin, öld umhverfismálanna. AGS og Alkirkjuráðið leggjast á sveifina.

Smám saman en samt allt of hægt, er að ljúkast upp fyrir æ fleirum, að umhverfismál verða höfuðviðfangsefni 21.aldarinnar og því brýnni sem lengra líður á öldina. 

Nú hefur ekki aðeins Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagst opinberlega eindregið á sveif þeirra, sem kalla eftir róttækri stefnubreytingu hjá þjóðum heims, heldur verður höfuðviðfangsefni fundar Alkirkjuráðsins (World Council of Churches) sem verður haldið hér á landi næstu daga, umhverfisvandi mannkyns og nauðsyn á frið mannsins við jörðina.

Það verður í fyrsta skipti sem þetta alþjóðlega og virta ráð gerir þessi málefni að aðalviðfangsefni sínu á fundi sínum. 


mbl.is AGS varar við loftlagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband