168 ára gamall draumur Jóns, landsfeðra, Sveins og Gunnars Thor.

1949 dreymdi Jón Sigurðsson um nýja stjórnarskrá fyrir Ísland, ritaða af Íslendingum sjálfum. Danakonungur vildi sjálfur gera stjórnarskrána og lét slíta stjórnlagaþingi Íslendinga (Þjóðfundinum) 1851 til að koma í veg fyrir að draumur Jóns og þjóðfundarmanna rættist. 

1874 "gaf" konungur Íslendingum stjórnarskrá, sem var skrifuð af Dönum og draumur Jóns var saltaður.  

1944 lofuðu forystumenn þingflokkanna að eftir lýðveldisstofnun skyldi draumur Jóns Sigurðssonar verða að veruleika en andstæðingar breytinga á kosningafyrirkomulaginu, Framsóknarmenn, komu í veg fyrir það. Börðust hatrammlega um það í kosningum 1942 og 1959, og þurfti tvennar kosningar hvort ár til að koma á umbótum. 

Í nýjársávarpi 1949 brýndi Sveinn Björnsson forseti Íslands þingmenn til að láta drauminn rætast, en allt sat áfram við sama. 

1955 gerðu Danir nýja stjórnarskrá fyrir sig en Íslendingar sátu áfram í gíslingu Framsóknarflokksins. 

1980 gerði Gunnar Thorodssen úrslitatilraun til að láta hálfrar aldar gamlan draum sinn um íslenska stjórnarskrá gerða af Íslendingum rætast, en enn strandaði á svipuðu og fyrr, að það nægði að fulltrúar eins flokks hefðu neitunarvald.  

2012 var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu með yfirgnæfandi meirihluta að láta hinn 159 ára gamlan draum Jóns Sigurðssonar rætast, en þingmenn klúðruðu málinu næstu fimm árin. 

Nú er draumur Jóns orðinn 168 ára gamall. Á þetta að halda svona áfram í 168 ár í viðbót, alls 336 ár, allt til ársins 2186? 

Reynslan eftir 1944, að æ ofan í æ hefur neitunarvald í stjórnarskrárnefndum komið í veg fyrir gerð nýrrar stjórnarskrá,  sýnir, að þinginu er fyrirmunað að vinna þetta verk, enda um hagsmuni og vinnuskilyrði þeirra sjálfra að ræða.

Þess vegna var stjórnlagaþingið (þjóðfundurinn) 1851 kosið í sérstökum kosningum. 

Þá stöðvaði Danakonungur málið en eftir það einstakir flokkar á þingi. 

Þetta er orðin 74 ára gömul reynsla. Á aldrei að læra af henni? 


mbl.is Hvað á að gera við stjórnarskrána?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar sigurvegari í kosningum og verðandi samgönguráðherra fékk far.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra er ekki fyrsti og kannski ekki heldur síðasti samgönguráðherrann sem lendir í því að komast ekki með áætlunarflugi á áríðandi fund. 

Í kosningunum 1971 vann Hannibal Valdimarsson afgerandi sigur í kosningum, dró með sér Karvel Pálmason kennara í Bolungarvík á þing og réði úrslitum um myndu vinstri stjórnar og síðan um slit hennar. 

En þegar halda átti umræður í Sjónvarpssal um úrslitin þar sem Hannibal yrði aðalmaðurinn, brá svo við að Flugfélagið tilkynnti að ófært væri til og frá Ísafirði. 

Ég rauk til og athugaði skilyrðin og sá að þetta var afsökun sem átti sér enga forsendu, heldur hafði flug til Akureyrar verið láta hafa forgang. 

Með leyfi fréttastjóra stökk ég því upp í tveggja hreyfla vél og flaug vestur til þess að sækja Hannibal, svo að hann rétt slyppi inn í umræðurnar. 

En þetta var afar pínlegt fyrir flugfélagið í aðdraganda þess, hver yrði næsti samgönguráðherra. 


mbl.is Samgönguráðherra fékk ekki far til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð = svört framtíð?

Slagorð og nöfn stjórnmálaflokka geta oft falið í sér varasamar mótsagnir. Fyrir kosningarnar 1979 voru Sjálfstæðismennn með kjörorðið "Leiftursókn gegn verðbólgu!" 

Kjörorðið var einstaklega vel við eigandi, ekki vantaði það, því að þá hafði mikil verðbólga, allt að 25% um meira en eins árs skeið og þetta var stærsta pólitíska vandamálið. 

En það leyndist hætta í þessu slagorði vegna þess að á þýsku er leiftursókn blitzkrieg og hafði á sér einhvert versta yfirbragð sem hugsast gat vegna tengslanna við hernað nasista. 

Ólafur Ragnar Grímsson nýtti sér þetta fyrir Alþýðubandalagið og sneri slagorðinu upp í "leiftursókn gegn lífskjörum!" og ef ég mann rétt, gengu hann og fylgismenn Alþýðubandalagsins meira segja um með kröfuspjöld með nafni Sjálfstæðisflokksins og þessu slagaorði. 

Flokkurinn stóð að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins og úrslit kosninganna urðu vonbrigði fyrir Sjalla og krata. 

Þegar flokkurinn Björt framtíð var stofnaður með að mörgu leyti ágæta stefnuskrá sló nafn flokksins hins vegar mig vegna þess að það rímaði við nafnið "svört framtíð". 

Fannst mér sem gamall skemmtikraftur og vitandi um ýmsa möguleika fyrir púka á fjósbitum vera tekin viss áhætta með nafninu. 

Ráðherrar flokksins, einkum Björt Ólafsdóttir, hafa staðið sig ágætlega, og Besti flokkurinnn, annað foreldri flokksins, hafði farið með himinskautum í fylgi.

En rétt eins og við nafngiftina var tekin ákveðin áhætta með því að slíta stjórnarsamstarfinu á þann fljótlega hátt sem það var gert. 

Alþýðuflokkurinn gerði svipað 1979 og fór ekki vel út úr því í kosningunum sem á eftir fóru. 

Nú virðist fylgi Bjartrar framtíðar vera í öndunarvél samkvæmt nýjustu skoðanakönnun, jafnvel komið niður fyrir "pilsner"tölu.

Það kom sér illa fyrir hann að einn af helstu feðrumm hans, Jón Gnarr, skyldi ganga úr honum og vera núna þátttakandi í því að Samfylkingin er á siglingu upp á við. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband