HS orka / Ross Beaty fer hamförum víða um land.

Þegar farið er í gegnum og rakið eignarhald og tengsl aðila að virkjanaframkvæmdum á Reykjanesskaga, Vestfjörðum og Norðausturlandi kemur í ljós að vestur í Kanada situr auðkýfingurinn Ross Beaty sem virðist eiga sér það takmark eitt að standa fyrir eins miklum virkjaframkvæmdum á Íslandi og hann kemst upp með. 

Þegar Magma Energy málið komst í hámæli og tengslin við Ross þennan urðu ljós, fannst mörgum nóg um hvað verið var að gera á Reykjanesskaga í nafni HS orku. 

Á virkjanasvæðum Svartsengis- og Reykjanesvirkjunar hefir land þegar sigið um allt að 18 sentimetra, sjór gengið á land í Staðarhverfi og orka minnkað um fimmtung vegna rányrkju gufuaflsvirkjananna þar sem verið er að soga burt gufuaflið, sem getur ekki endurnýjað sig vegna skammtímagræðgi vikjanamanna.

Hin magnaða gígaröð Eldvörp er næst á aftökulistanum í forkastanlegri aðgerð, sem fengist hefur framkvæmdaleyfi fyrir og er ætlað að gera allt svæðið frá Svartsengi suður í Staðarhverfi vestan Grindavíkkur að samfelldu iðnaðar / virkjanasvæði. 

Fyrirætlanirnar eru forkastanlegar vegna þess að undir Eldvörpum og Svartsengi er sameiginlegt orkuhólf, þannig að með auknum krafti í uppdælingu er einfaldlega verið að pissa í skó sinn og klára orkuna á endanum fyrr en ella. 

En þetta er ekki nóg fyrir Ross Beaty og íslenska skósveina hans, enda verður að bæta upp hnignun virkjananna með því að leita fanga úti á landi. 

Nú beinist sókn þessara manna að Vestfjarðahálendinu og vatnasvæði í Bárðardal. 

Á báðum svæðunum er sótt fast fram til að komast í þá aðstöðu að eyðileggja möguleika á annarri nýtingu þeirra á sviði náttúruverndar og veiða sem fyrst svo að ekki verði aftur snúið.  

Hvað vatnasvið Svartár og Suðurár áhrærir er þar um að ræða eitt best varðveitta leyndarmál íslenskrar náttúru. 

Árnar báðar eru ein landslagsheild og gefur þetta svæði Laxá í Aðaldal ekkert eftir nema síður væri. 

Þegar ég fór um þetta svæði 1992 til myndatöku fyrir þáttaröðina Aðeins ein jörð óraði mig ekki fyrir að nokkurn tíma myndi myndi það koma til umræðu, hvað þá framkvæmda, að ráðst gegn þessu vatnasvæði. 


mbl.is Hætta á „algjörri eyðileggingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöggt dæmi um sálfræðilegan sigur.

Samkeppnis- og átakasaga liðinna alda og árþúsunda geymir ótal dæmi um það að liðsheildir, sem virtust á pappírnum búa yfir yfirburðum hvað snerti líkamsburði og búnað, urðu að lúta í lægra haldi fyrir andstæðingum sem höfðu betri samvinnu, skipulag og sálarástand. 

Ef leikmönnum í leik Íslendinga og Englendinga voru gefnar einkunnir fyrir leikinn, var samanlögð tala Englendinga mun hærri. 

En þegar Englendingar ráku sig á samtakamátt, baráttuanda og betra skipulag og samvinnu í íslenska liðinu, brotnuðu þeir smám saman sálarlaga vegna þess hve þessi staða kom á óvart og léku undir getu. 

Í orrustunni við ´Cannae hafði rómverski hershöfðinginn Terrentinus yfirburða liðsafla en baið samt beiskan ósigur fyrir samhentari herafla Hannibals sem skipað var fram á þann hátt, að nýta sér eitt elsta bragð hernaðarsögunnar, að koma andstæðingnum á óvart, nákvæmlega eins og Íslendingar gerðu í knattspyrnuleiknum við Englendinga. 

Á meðan fótgönguliðasveitirnar sóttu fram hvor á móti annarri og menn Hannibals hörfuðu skipulega undan ofurefli Rómverja þeysti riddaralið Hannibalsl báðu megin meðfram vígvellinum og kom aftan að rómverska hernumm á leið hans framávið. 

Framsókn Rómverjanna hafði leitt þá í gildru, þeir voru umkringdir.  

Við þetta myndaðist ringulreið hjá Rómverjum, sem fundu ekki skipulega leið til að berjast samtímis bæði fram fyrir sig og aftur fyrir sig. 

Orrustan við Cannea er enn kennd sem grundvallaratriði í flestum herskólum heims. 

Þegar Bretar sóttu inn í Belgíu á móti Þjóðverjum í maí 1940 gengu þeir í svipaða og margfalt stærri gildru. 

Þýski skriðdrekaherinn sótti hratt fram um Ardennafjöll á sama tíma, en þar höfðu bandamenn talið óhugsandi að komast með skriðdreka og höfðu því litlar varnir þar. 

Skriðdrekasveitirnar sóttu allt til Atlantshafsins, lokuðu breska herinn af og ráku fleyg á milli hans og hers Frakka. 

Í byrjun þessa stríðs á Vesturvígstöðvunum höfðu Frakkar og Bretar samanlagt yfirhöndina tölulega gagnvart Þjóðverjum í hermannafjölda og herbúnaði. Her Frakka var þá á pappirnun stærsti landher heims. 

En herbragðið stóra kom bandamönnum í opna skjöldu og þeir misstu bæði kjark og skipulag við mótlætið. 

Þegar Churchill flaug til Parísar til þess að stappa stálinu í Frakka hitti hann fyrir bugaða menn. 

Nöfn frægra staða í hernaðarsögunni þar sem svipað gerðist, eru mörg, Úkraína 1941, Singapúr 1942 og Stalingrad 1942.  

 

 


mbl.is Englendingarnir voru hræddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Carter náði árangri 1994.

Jimmy Carter mistókst margt í forsetatíð sinni, var líka óheppinn og tapaði af þessum sökum fyrir Ronald Reagan 1980.

En hann virðist hafa verið laginn samningamaður á persónulegum fundum, til dæmis í deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna og í ferð sinni á vit Kim Il sung  þar sem hann fékk hinn mikla "landsföður" Norður-Kóreumanna til þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína. 

En við fráfall Kim Il-sung kom þar að eftirmenn hans töldu sig ekki bundna af þessu samkomulagi. 

Carter veit að til þess að hann geti endurtekið leikinn frá 1994 verður hann að ergja Trump sem minnst og fá hann ekki upp á móti sér. 

Mjög mikið er í húfi, og það gerir tilboð Carters áhugaverðara en ella, einkum vegna fyrri árangurs hans á sviðið alþjóðlegra samningaviðræðna. 


mbl.is Býðst til að fara til Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband