SDG yfirvegaður á RÚV, en ótrúlegt ef flokkurinn hefur enga umhverfismálastefnu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komst nokkuð vel frá viðtalinu við hann á sjónvarpinu í kvöld og náði fyrir bragðið að varpa ljósi á ýmsar hugmyndir sínar, til dæmis varðandi dótturbanka Landsbanka Íslands, sem lánaði aðallega venjulegum einstaklingum og litlum fyritækjum án þess að hagnast á lánveitingunum.

Í Þýskalandi hefur lengi starfað slíkur banki og átt mikinn þátt í því að jafna fjárhagslega aðstöðu borgaranna.

Hugmynd um svipaðan banka hér á landi er því mjög athyglisverð.

Það góða við viðtalið í kvöld var, að líklega var það fyrsta viðtalið síðan viðtalið fræga var tekið við hann í þætti Gísla Marteins hér um árið, þar sem hann fór loksins út úr því fari sem hann komst í í þeim þætti og áfram eftir það að fara í eins konar baklás, hafa allt á hornum sér og skipta um hlutverk við spyrilinn.

Sigmundur Davíð virkaði yfirvegaður og skipulagður í þessu viðtali og það er ævinlega ánægjulegt þegar umræður, spurningar og svör um umdeild mál, verða skýrari fyrir bragðið. 

En áfram er þó auðvitað ýmislegt sem orkar tvímælis í stefnu flokksins eða þarf að skýra betur út, og bagalegt er, ef rétt er, að í stefnuskrá hans sé nákvæmlega ekkert að finna um umhverfismál. 

Umhverfismál verða jú helsta viðfangsefni þjóða heims á þessari öld. 

Mbl.is nefnir það að engin svör hafi fengist hjá Miðflokknum um umhverfismál, og á fund í Norræna húsinu um daginn komu fulltrúar allra annarra framboða en Miðflokksins. 

 

 


mbl.is Hvað skal gera í umhverfismálum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú getur ekki sigrað þá, gakktu í lið með þeim.

Viðskiptasaga allra tíma geymir mörg dæmi um það þegar breytt tækni eða breyttar aðstæður felldu viðskiptarisa eða gengu nærri þeim. 

Kodak hafði yfirburði á ljósmyndamarkaðnum þar til stafræn tækni ruddi sér til sér til rúms.

Ford verksmiðjurnar framleiddu meira en helminga allra bíla í heiminum á tímabili en voru nálægt því að verða gjaldþrota eftir seinni heimsstyrjöldina vegna tregðu til að tileinka sér nauðsynlegar tækninýjungar. 

Sumt í bílum þeirra var 14 árum á eftir tímanum, svo sem þverfjaðrirnar. 

Hugsanlega bjargaði hergagnaframleiðslan í stríðinu verksmiðjunum. 

Japanskir bílaframleiðendur urðu sigursælir á markaðnum á árunum 1970-1990 með því að ráðast fyrst inn á markað fyrir ódýrustu bílana. 

Dæmi um rangan hugsunarhátt Kananna var að Ford Falcon 1960 var seldur eins ódýrt og hægt var með þvi að eyða sem minnstu af efni og nostri í hann og setja markið ekki hærra en það að hann entist að meðatali í 2-4 ár. 

Japanirnir höfðu bílana sína hins vegar miklu minni í fyrstu en vönduðu svo mjög til þeirra að ending þeirra var sú mesta í bransanum öllum og bilanatíðnin minnst. 

Þannig bjuggu þeir til stækkandi hóp fólks, sem hélt tryggð við japönsku merkin, og japönsku bílaframleiðendurnir gættu þess vel að bjóða æ stærri bíla eftir því sem kaupendahópurinn, sem var stærstur í bandaríska skólakerfinu, varð eldri og efnaðist. 

"Let´s beat them at their own game" er orðtak sem erfitt er að þýða, en íslenska máltækið að "fella menn á eigin bragði" nær því að hluta. 

Eftir því sem jarðefnaeldsneyti fara að ganga til þurrðar á þessari öld og útskipti á orkugjöfum vaxa, þurfa olíufélögin að passa sig á því að verða ekki of sein til að bregðast við breyttu umhverfi. 

Þau gætu þurft að sækja inn á nýjan markað fyrir aðra orkugjafa en bensín og gasolíu og fyrir þjónustu við farartæki, sem nota aðra orkugjafa en bensín og dísilolíu. 

 


mbl.is Bensínsala N1 minnkar um tæp 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mývatn Rússlands?

Hernaðurinn gegn landinu, sem Laxness fjallaði um í frægri blaðagrein árið 1970 er háður á óteljandi stöðum um allan heim. 

Núna eru til dæmis 57 umtalsverðar virkjanir á dagskrá hér á landi og sem dæmi um aðför að einstæðu djásni má nefna hernaðinn gegn Mývatni og umhverfi þess, sem ekkert lát er enn á. 

Ein af ástæðum þess að Nikita Krústjoff var hrakinn frá völdum í Sovétríkjunum um miðjan sjöunda áratugum var, að hann beitti sér einkum í landbúnaðarmálum og hrikalegum framkvæmdum sem voru framkvæmdar meira af kappi en forsjá og höfðu hörmulegar afleiðingar. . 

Örlög Aralvatns og stórfellt jarðvegstjón vegna vatnaflutninga eru dæmi um þá meðferð, sem olli stórfelldum umhverfisspjöllum, sem enn sér ekki fyrir endann á. 

Nú er sjálfu Bajkalvatni, eitnu stærsta ferskvatnsforðabúri heims ógnað og var ekki á fyrri ófarir bætandi.  


mbl.is Ógn steðjar að dýpsta vatni heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband