Minnihlutastjórnir eins og í nágrannalöndum?

Íslensk stjórnmál hafa alla tíð, allt frá þriðja áratug síðustu landar, flokkast sem "átakastjórnmál." Myndaður er stjórnarmeirihluti á þingi sem valtar yfir minnihlutann, sem á það eina varnarúrræði oft á tíðum að beita málþófi. 

Að vísu fjallar ein grein þingskapa um það hvernig hægt sé að aflétta málþófi, en enginn flokkur þorir að beita því af ótta við að hann sjálfur verði hugsanlega beittur því ef hann lendir í minnihluta. 

Í nágrannalöndunum í norðanverðri Evrópu hafa minnihlutastjórnir lengi verið algengar. Þeim fylgir, að til þess að koma málum í gegn á þingi þarf góðan og vandaðan undirbúning mála og víðtæka umræðu um þau. 

Með þessu færist meiri ró yfir stjórnmálin og stjórn landsins en hér er. 

Minnihlutastjórnir hafa aðeins verið hér um skamma hríð 1942, 1959, 1979 og 2009. 

Stjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar í fyrra var eins konar minnihlutastjórn og það gekk ágætlega. 

Minnihlutastjórn Emils Jónssonar 1959 leysti tveggja áratuga deilu um kjördæmaskipan og kosningalög og hélt sjó eftir efnahagsófarir haustsins 1958. 

1942 til 1944 var utanþingsstjórn, sem að mörgu leyti laut svipuðum lögmálum og minnihlustastjórn, því að Alþingi gat fellt hana hvenær sem var með því að samþykkja vantraust á hana, em gerði það ekki, af því að enginn möguleiki var til að mynda meirihlutastjórn fyrr en haustið 1944. 

Ef marka má skoðanakannanir gæti skásti kosturinn eftir kosningar verið minnihlutastjórn sem hluti af svipuðu stjórnarfari og hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. 

Það yrði forvitnilegur kostur og kannski ekkert verri en upphlaupastjórnmálin síðasta eitt og hálft ár. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband