Rödd 21. aldarinnar.

Miðað við mannfjöldaspár er mikill meirihluti jarðarbúa á 21. öld enn ófæddur. Enginn málaflokkur mun eiga eftir að skipta þennan manngrúa meira máli en umhverfismál, og þau eiga eftir að verða æ mikilvægari eftir því sem líður á öldina. 

Þetta skynjar Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir, sem fær kosningarétt í dag, greinilega í viðtali við hana á mbl.is. 

Hún skynjar líka það ástand sem íslenska orðtakið að fljóta sofandi að feigðarósi túlkar og á því miður að miklu leyti við um þann hugsunarhátt skammsýni og skammtímagræðgi sem enn hefur allt of mikil völd. 

Í rökræðu um þetta efni í fyrra á þessari bloggsíðu notaði einn andmælandi réttinda komandi kynslóða þau orð, að núlifandi fólki kæmi óbornar kynslóðir ekkert vil, af því að þær væru ekki til!  

Eitthvað hefði þessi maður sagt um forföður sinn, ef hann hefði á sínum tíma í einu og öllu hagað sér í samræmi við þetta hugarfar gagnvart þá ófæddum afkomendum sínum. 


mbl.is Vill ekki skammsýni í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilfinningar skipta líka máli. Við erum ekkert án tilfinninga og minninga.

Í löngum umræðum í sjónvarpssal í gærkvöldi byrjaði umræðan og stóð nánast allan tímann um peninga og aftur peninga, milljarða og milljarðatugi. 

Fróðlegt væri að vita hve margar upphæðir voru nefndar, sumar aftur og aftur. 

Víst er það rétt, að sagt er að peningar séu afl þeirra hluta sem gera skal, og í neyslusamfélagi nútímans vill það verða að upphafi og endi alls. 

Hin hliðin á þessari umræðu og hugsunarhætti er að líta niður á tilfinningar og allt að því fyrirlíta þær og telja þær ekki krónu virði. 

Eða þá að meta allt til peninga og tilfinningar sem tengjast þeim, þeirra á meðal græðgi, til hins eina sanna mælikvarða, peninga. 

Það var því kærkomin tilbreyting í sjónvarpskappræðunum í gærkvöldi að einn þátttakandinn skyldi sýna djúpar tilfinningar sem fylgja því að vera settur út í horn í þjóðfélaginu eins og annars eða þriðja flokks þegnar, sem eigi engan rétt eða möguleika á því að taka þátt þjóðlífinu eins og aðrir. 

Erlendir ferðamenn, sem nú halda uppi mikilli peningalegri auðsæld koma fyrst og fremst til landsins til að upplifa, til að fyllast mikilsverðum tilfinningum. 

En þegar langstærstu óafturkræfu umhverfisspjöll Íslansssögunnar voru framkvæmd, var því slegið föstu að öll hin stórkostlegu og einstæðu náttúruverðmæti sem eyðilögðu voru um alla framtíð væru ekki krónu virði. 

Á sama tíma er útsýni yfir ósköp venjulegan fjörð, Kollafjörð, metin til milljarða króna ef um er að ræða háar íbúðablokkir við Skúlagötu. 


mbl.is Beygði af í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband