Spurning hvort Sigurður Ingi ætlar "að taka Óla Jó á þetta".

Sigurður Ingi Jóhannsson getur í raun verið í firna góðri aðstöðu til þess að verða forsætisráðherra. Það mátti meðal annars ráða af orðum hans eftir fund með forseta Íslands þar sem hann minnti á möguleikana á því að mynda stjórn frá miðju nógu langt yfir til vinstri og hægri, þ. e. miðjustjórn. 

Rétt er að minna á það í því samhengi að það hefur aldrei gerst í fullveldissögu Íslands í 99 ár að formaður flokks yst á vinstri hafi orðið forsætisráðherra. 

1947 varð Stefán Jóhann Stefánsson formaður minnsta þingflokksins forsætisráðherra. 

Enn óvæntari varð útkoman 1978 þegar Framsóknarflokkurinn beið mesta ósigur sinn fram að því ásamt Sjálfstæðisflokknum, en þessir flokkar höfðu verið saman í stjórn. 

Ljóst varð því að samstjórn þessara flokka kom ekki til greina, þótt hún hefði áfram meirilhluta, vegna þess að Ólafur Jóhanesson, formaður Framsóknarflokksins ákvað frekar að nýta sér oddaaðstöðu flokksins og fara frekar í vinstri stjórn. 

Hann leyfði Benedikt Gröndal og Lúðvíki Jósepssyni að sprikla við stjórnarmyndunartilraunir, og kom síðan eins og svartur hestur inn á sviðið og myndaði stjórn. 

Spurningin er hvort Sigurður Ingi ætlar "að taka Óla Jó á þetta". 


mbl.is Sigurður vill líka fá umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gölluð kosningalöggjöf skemmir fyrir.

Gallar kosningalöggjafarinnar sýnast ekki stórir þegar um er að ræða einn þingmann til eða frá eins og hjá Framsókn og Samfylkingu þar sem sá flokkurinn, sem fær meira fylgi fær færri þingmenn. 

En einn plús einn eru samt tveir og það hefur sitt að segja þegar þingmennirnir eru ekki margir. 

Svipað er að segja um fimm þingmanna hrun hjá Sjálfstæðisflokknum frá því í fyrra. Þetta hefur sitt að segja, og fylgishrunið var ekki svona mikið, heldur einfaldlega vegna gallaðrar kosningalöggjafar. 

Sjálfstæðisflokkkurinn fékk einum til tveimur þingmönnum fleiri í fyrra en samsvaraði atkvæðatölunni, -  en núna fær hann nokkurn veginn rétta tölu.   

Og enn einu sinni sést eitt af meira en hundrað atriðum í stjórnarskrá stjórnlagaráðs þar sem bætt hefði verið úr þessum galla.  


mbl.is Tveir valkostir fyrir forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalkunnug "lím"staða Framsóknar?

Á árunum 1971-1991, eða í 20 ár, varð niðurstaðan sú í kosningum, að engu skipti hvað kjósendur kusu, þeir kusu í raun alltaf Framsóknarflokkinn, sem var samfellt í ríkisstjórn þessi 20 ár, nema þá fjóra mánuði haustið 1979, sem minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sat með atbeina Sjálfstæðisflokksins. 

Frá 1995-2007, eða í tólf ár, gerðist þetta aftur, þannig að í 45 ár samtals, var Framsókn í stjórn í 37 ár. 

Sigurður Ingi Jóhannsson orðar þetta þannig nú, að "Framsókn sé límið í íslenskum stjórnmáljum."

Í stjórnarmyndun fyrir ári var Björt framtíð með þessa lykilstöðu og með því að líma sig við Viðlreisn réði hún því í raun að akki var mynduð miðju-vinstristjórn heldur miðju-hægri stjórn. 

Þá var Framsókn með SDG innanborðs hálfgert eitrað peð í stjórnarmyndunarviðræðum, en núna gæti Framsókn með SDG utanborðs verið "lím" og Sjálfstæðisflokkurinn eitrað peð, að vísu ansi stórt pað - en fimm þingmönnum minna peð en síðast.  


mbl.is Útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband