Reynslan í vestursýslunni plús mikið meira.

Eyjafjallajökull var "fjallið mitt" þegar ég var fimm ára í sveit á vesturbakka Þjórsár og sýndist þetta tignarlega eldfjall standa á bakkanum handan við ána. Öræfajökull fjær.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér á leið austur að Öræfajökli í dag. 

Hvílík tign og fegurð, sú sem hæst nær á Íslandi!  

En nú er komið upp svipað ástand og var þegar Eyjafjallajökull byrjaði að rumska við sér 1999 og farið var í það að gera viðbragðsáætlanir. 

Menn bjuggu að vísu að gerð viðbragðsáætlana vegna Kötlugoss, sem fyrst var byrjað að föndra við tveimur áratugum fyrr, en það sem gerast kann við gos í Kötlu er margfalt stærra og flóknara. Öræfajökull sigk. Hnúkurinn

Nú hefur Öræfajökull byrjað að rumska við sér og enn þarf að drífa í gerð viðbragðsáætlunar og nú nægir ekki að kópíera áætlanirnar í vestursýslunni, heldur að bæta við í samræmi við stærð fjallsins og þess hættulega eðlis, sem það lumar á, og olli mannskaða og eyðingu blómlegs héraðs 1362. 

Á efstu myndinni er horft yfir til þessa mikla eldfjallsl yfir Skeiðarársand, en Lómagnúpur er vinstra megin á myndinni.

Á næstu mynd fyrir neðan er horft yfir öskjuna efst á fjallinu í átt til Hvannadalshnjúks, og sést móta vel nær okkur fyrir hringnum utan um nýja sigketilinn, að hluta til bogadregnar sprungur. Öræfajökull sigk. RAX

Á neðstu myndinni er horft til suðurs og ef "súmmað er inn á hægri hluta sigketilsins sést að þar er flugél sem Ragnar Axelsson flýgur með Tómas Guðbjartsson sem farþega. 

Í fréttatíma Sjónvarpsins klukkan 19:00 stendur til að sýna nýjar myndir af Öræfajökli, sem teknar voru í dag.  

 


mbl.is Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband