Aurburðurinn vex miklu meira en vatnsrennslið.

Áætlað var að í Hálslón rynnu  10 milljón tonn af auri á hverju sumri og myndi hinn 25 kílómetra langi og 180 metra djúpi dalur fyllast af auri á bilinu 100-200 árum.Hálslón. Landsvirkjun 

En Ljóst að aurburðurinn verður miklu meiri en þessar tölur sögðu til um og hugsanlega tvöfalt til  þrefalt meiri. Þetta veit hins vegar enginn og enginn hefur áhuga á því að vita það, því að það hefur ævinlega farið hljótt um aurburðinn. 

Á áróðursmyndum Landsvirkjunar fyrir Kárahnjúkavirkjun var lónið sýnt á tölvugerðri mynd frá svipuðu sjónarhorni og mynd RAX er tekin, og það sýnt svo blátært, að það sést til botns við þessa nýju miðstöð útilífs, ferðamennsku og náttúruskoðunar. Hálslón fullt

Hið rétta er að skyggnið í drullunni í vatninu er innan við 10 sentemetrar!

Ég hef fylgst með setinu í gili Kringilsár í áratug, en þetta gil er um 150 metra djúpt fremst og í því voru nokkrir fossar auk mangnaðra stuðlabergshvelfinga á báða bóga. 

Brekkurnar voru grasi grónar fremst í gilinu sem fékk heitið Stuðlagátt á þeim tíma sem náttúruunendur gengu þar um á árunum fyrir virkjun. 

Fullyrt var í mati á umhverfisáhrifum það myndi taka 100 ár að fylFólk í sandi v.Kringilsá, sem er efst í því. 

En á aðeins tveimur árum eftir myndun lónsins hafði gilið fyllst upp, allt upp að fossinum! 

Á mynd hér við hliðina sést fólk á gangi í eyðimörk þar sem áður var þykkur gróður á bökkum Stuðlagáttar. Þessi aur er frá sumrinu áður, em vegna lágrar stöðu í lóninu þekur hann meirihluta þess í sumarbyrjun. 

Síðustu tvö árin fyrir myndun lónsins sagði ferðafólk mér það að menn frá Landsvirkjun segðu að fossinn myndi aldrei fara á kaf. 

En strax á fyrsta ári eftir að lónið var myndað komhið sanna í lLeirfok, Kárahnjúkarjós, að fossinn kaffærist þegar lónið er fullt, og ekki bara það, heldur fer lónið nokkra kílómetra upp fyfir fossinn!

Set inn myndir af þessu svæði teknar snemmsumars. 

Á neðstu myndinni er horft yfir Stuðlagátt upp að Töfrafossi í júníbyrjun 2009 og er gilið fagra sokkið í aurinn sem Kringilsá hefur borið í það og nær upp að Töfrafossi. Kringilsá. Vor 2010.

En verði aurburðurinn margfaldur á við það sem spáð var, mun Hjalladalur og lónstæðið fyllast upp af auri á 50 til 100 árum og gera erfitt fyrir um vatnsmiðlun með tilheyrandi aflminnkun Kárahnjúkavirkjunar. 


mbl.is Loftslagsáhrifin á við 100 MW virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki jafn auðvelt að falsa veðurfarsskýrslur áratugi aftur í tímann.

Í þættinum 60 mínútur um daginn sá ég að á hverju ári birtust um 800 merkar og flóknar vísindagreinar um lyfjameðferð við krabbameini og að augljóst væri að enginn sérfræðingur á því sviði hefði tíma til að kynna sér þær allar. 

Þess vegna hefði verið búinn til róboti með slikri gervigreind, að hann gæti lesið þær allar og metið þær betur en nokkur einstakur maður. 

Það er auðveldara að falsa niðurstöður og staðreyndir við slikt heldur en að falsa veðurfarsmælingar og mælingar á sjó, í lofti, á landi og á jöklum og gróðurfari.

Hvað þá að falsa myndir af minnkandi jöklum sem milljónir manna berja augum á gegnum tíðina.  

Á Íslandi hafa verið stundaðaðar veðurmælingar samfellt í Stykkishólmi í meira en 160 ár og myndi því stór hópur vísindamanna hafa tekið þátt í þessu langvarandi misferli, ef það væri staðreynd. 

En það er einmitt vísindalegt misferli í loftslagsvísindum sem hefur komist í hámæli eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti skar upp herör gegn veður- og gróðurfarsvísindamönnum heims og taldi vísindalegt misferli þeirra svo alvarlegt, að skipta þyrfti um þá yfir línuna og ráða "alvöru vísindamenn sem komast að réttum niðurstöðum." 

Ekki þarf að fara í grafgötut um það hvers koonar niðurstöður það yrðu, því að undanfarin hár og alveg sérstaklega í ár hafa erlendir og íslenskir skoðanbræður Trumps birt "niðurstöður  "alvöru" vísindamanna sem eru einfaldlega svo gersamlega ólíkar því sem birst hefur hingað til, að um stórfellt og saknæmt atferli veður- og loftslagsvísindamanna heims hlýtur að hafa verið að ræða fram að þessu. 

Ég hef áður rakið hér á síðunni fullyrðingar um niðurstöður á borð við stórfelldan vöxt hafísbreiðunnar í Íshafinu sem "réttar myndir" sýndu glögglega, fækkandi og smækkandi fellibylji í Karíbahafi og lækkandi sjávarhita þar við ströndina, auk fullyrðingarinnar fyrir fjórum árum um "hratt kólnandi loftslag á jörðinni." 

Allt var þetta stutt með því að birta "ný og réttari gögn" myndir og fleira, unnin af virtum vísindamönnum.  

Svo sannfærðir eru íslenskir fylgjendur hinna nýju og réttu vísinda, að einn þeirra sakaði veðurfræðing RÚV um stórfelldar rangfærslur varðandi hita sjávar við suðurströnd Bandaríkjanna. 

Einhverjir kuna að kvarta yfir því að margir pistlar mínir um þetta efni sýni þráhyggju mína og síbylju. En þegar síbyljan byrjar ævinlega hjá hinum nýju vísindapámönnum og er viðhaldið stanslaust til þess að hamla gegn aðgerðum í stærsta viðfangsefni mannkynsins, er hætta á þvi að þögn sé skoðuð sem samþykki eða uppgjöf. 

 


mbl.is Sekir um vísindalegt misferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband