Vörnin vegna varnarveggjarins brast.

Greinilegt var þegar Ólafur Guðmundsson taldi í upphafi veggjamálsins við Miklubraut, að þeir væru ekki boðlegir, heldur jafnvel slysagildrur, að meðal aðstandenda veggjanna var farið í öfluga vörn. 

En hún brast endanlega þegar fréttakona RUV stikaði níu metra fyrir framan myndavélina á þann einfalda og skýra hátt, að á nokkrum sekúndum brustu allar málsvarnir. 

Nú hefur álit Ólafs Guðmundssonar hlotið staðfestingu og það er vel. 

Bara að úrbæturnar komi ekki of seint.  


mbl.is Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak og ekki seinna vænna. "Gætum fossa og flúða...!"

Umræðan um "Hjarta landsins", stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands, hefur að sönnu verið afar mikilvæg. hjarta-vestfjarda

En þegar litið er á landakort sést, að Ísland er í raun tvær eyjar sem tengjast með aðeins sjö kílómetra breiðu hafti á milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar. 

Minni eyjan er Vestfjarðakjálkinn, sem er með einum jökli í hjarta þessa landshluta og býr yfir fágætum ósnortnum víðernum. 

Þegar farin var ferð á litlu vespuvélhjóli á fjórum dögum í trúbador kynningar- og hljómleikaferð til að kynna safnplötuna Hjarta landsins í sumar, var ferðin ekki hringferð, heldur frekar "áttuferð" þar sem stafurinn átta var búinn til úr tveimur hringjum, sem farnir voru í 2000 kílómetra rykk, fyrst stóri hringurinn og síðar Vesfjarðahringurinn. DSC00138

Það var til að minna á að það er til annað hálendi en miðhálendið, hálendi Vestfjarða.

Það er dásamlegt framtak hjá Tómasi Guðbjartssyni og Ólafi Má Björnssyni að gefa út Fossadagatalið 2018 og Fossabæklinginn.   

Flest erindin í laginu "Hjarta landsins" eiga við Vestfjarðahálendið, allt frá upphafserindinu: 

 

"Gætum garðsins, 

yndisarðsins

og unaðar mannsins!

 

Gætum fossa og flúða

með fegursta regnbogaúða, 

sem bylgjast um bergrisa prúða

og breiður af rósanna skrúða!"....

 

Einn af fossunum, sem á að drepa með Hvalárvirkjun, er rétt ofan við bæjarhúsin í Ófeigsfirði og sést frá veginum þangað, sjá mynd sem ég hyggst setja hér inn. DSC00022

Og tvö af helstu örnefnunum í þessu fossafjallendi minna á þá nautn sjónar og heyrnar, sem það býður upp á með því sem Þorsteinn Erlingsson kallaði "fossaróminn" þegar hann var fjarri fósturjarðar strondum, staddur á Sjálland, og orti: 

 

"Þá væri Sjáland sælla hér, - 

sumarið þitt og blómin, -

ef þú gætir gefið mér 

gamla fossaróminn."

 

Jóna Hallgrímsson orti líka einu sinni um áhrif nærliggjandi jökuls á sig, þar sem hann naut náttúrunnar, kyrðar og friðar á víðernum Arnarvatnsheiðar, þar jökullinn líkt og stendur vörð um víðernin: 

 

"Á enginum stað ég uni

eins vel og þessum, mér. 

Ískaldur Eiríksjökull

veit allt sem talað er hér."

 


mbl.is Fossadagatalið rýkur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband