Hvar standa flugvirkjar erlendis í samanburði við aðrar stéttir?

Ótal dæmi eru um það úr flugsögunni, að ein flugvirkjamistök, sem jafnvel virtust smávægileg, kostuðu tugi eða jafnvel hundruð mannslífa. 

Svipað má segja um flugmenn og há laun þessara stétta markast meðal annars af þessari gríðarlegu ábyrgð og tal um "fordæmi" gagnvart öðrum stéttum, sem ekki hafa þessa sérstöðu, getur því verið ómálefnalegt. 

Það vantar alveg í umræðuna hér á landi upplýsingar og samburð á kjörum flugvirkja hér á landi og erlendis og hver staða flugvirkja sé í samanburði við aðrar stéttir séu. 


mbl.is „Þeirra er ábyrgðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skautað létt yfir flókið mál.

Það er hálf fáfengilegt þegar leikmenn fella harða dóma yfir jafn flóknu kerfi og heilbrigðiskerfið er.

Þó vitum við að til þess að við séum samkeppnisfær við nágrannalöndin þurfum við að eiga að minnsta kosti eitt stórt og fullkomið hátæknisjúkrahús vegna þess, að mörg af nýjustu og öflugustu tækjunum og lyfja- læknismeðferð af nýjustu gerð, eru firnadýr og þar að auki hraðfjölgar elsta fólkinu í landinu. 

Og vitað er, að reisa á með bútasaumi fokdýrt sjúkrahús á áratuga gömlum forsendum í stað algerlega nýs sjúkrahúss, sem er hannað frá grunni til þess að bjóða upp á hagfellda og árangursríka heilbrigðisþjónustu, sem stenst samaburð við slík sjúkrahús erlendis, svo sem sjúkrahúsið í Osló. 

Að öðru leyti þarf að leita til færustu erlendra sérfræðinga í þessum málum til að endurskipuleggja kerfið frá grunni, en ekki aðeins að leita til sérfræðinga í "bútasaumi" eins og gert hefur verið hingað til. 


mbl.is „Feginn að þú ert ekki forstjóri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö atriði, sem hverfa oftast í skuggann, súrnun sjávar og orkuskipti.

Í hinni umfangsmiklu umræðu um loftslagsmál yfirskyggja deilur um það hvort loftslag fari hlýnandi og þó sérstaklega hvort hlýnun þess sé af mannavöldum nánast allt annað.

Þetta hentar þeim einkar vel sem vilja úthrópa Parísarsamkomulagið sem rugl 40 þúsund fífla. 

En þessir ófrægingarmenn loftslagsvísindanna eiga ekkert svar við mælingum á súrnun sjávar og því síður á þeirri staðreynd að olían, sem olíuöldin verður síðar kennd við, er takmörkuð auðlind og að orkuskipti eru óhjákvæmileg. 

Bæði þessi atriði, súrnun sjávar, sem stafar af mesta koltvíildi í andrúmsloftinu í 800 þúsund ár og orkuskiptin, sem þegar eru að banka á dyrnar, eru eins og sér full ástæða til þess að grípa til ráða gegn útblæstri svonefndra gróðurhúsalofttegunda. 

Fyrir okkkur Íslendinga eru þessi tvö atriði sérlega mikilvæg og því full ástæða til að halda við höldum þeim hátt á lofti. 

Ef það er ekki gert, er það í þágu ófrægingaraflanna.  


mbl.is Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband