Yfirvegun, tillitssemi og drengskapur hjá Gylfa.

Þegar leikmaður skiptir um lið eða starfsmaður um fyrirtæki, er ekkert óeðlilegt við það að hjá nýjum húsbónda í samkeppni við hinn eldri, sýni viðkomandi leikmaður eða starfsmaður fyllsta metnað og leggi sig fram, ef því er að skipta, um að sanna fyrir eldri félögum hvað þeir hafi misst frá sér. 

Enginn hefði sagt neitt við því þótt Gylfi Þór Sigurðsson hefði fagnað glæsilegu marki sínu gegn gömlum félögum í gærkvöldi. 

En hann stillti sig um það og sendi með því skýr skilaboð:

Að sjálfsögðu legg ég mig allan fram hjá nýju félagi við að gagnasst þvi af fremsta megni, þótt það verði jafnvel liður í því að senda gamla félaga mína niður úr deildinni. 

Á hinn bóginn þarf "fagn" ekki endilega að verða liður í þvi, þótt hinum nýju félögum mínum og stuðningsmönnum nýja félagsins þyki það kannski skrýtið. Ég mun að sjálfsögðu leggja mig fram til hins ítrasta á alla lund við að þjóna þeim og nýja félaginu.  


mbl.is „Ætlaði aldrei að fagna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband