Um 20 prósent styðja stjórnina en ekki flokkana í henni.

Ofangreind staðreynd, sem lesa má úr þjóðarpúlsi Gallups, er athyglisverð, því að hún sýnir glögglega hve kjósendur voru orðnir þreyttir á því umróti og óvissu, sem ríkt hafði allt frá því í apríl 2016 og fólst meðal annars í því, að frá mars 2016 til loka þessa árs sátu þrír forsætisráðherrar hér á landi. 

Það virðist líka ljóst að kjósendur ætla að gefa ríkisstjórninni svigrúm og nokkurs konar hveitibrauðsdaga til þess að sanna sig, og margir sjá því greinilega í gegnum fingur sér þótt sum kosningaloforðin, svo sem niðurfelling virðisaukaskatts og aðgerðir fyrir aldraða, öryrkja og barnafólk frestist eitthvað. 

Vandamálum stjórnarinnar verður hins vegar ekki vikið til hliðar mjög lengi, og þessi vandamál felast í því að á mjög morgum stöðum í stjórnarsáttmálanum er úrlausn stórra ágreiningsmála frestað með þeim ódýra hætti að setja á blað að það verði skipaðar nefndir og starfshópar til að athuga þau og finna lausnir á þeim. 

Þótt núna sé hægt að nýta tímabundna uppsveiflu í þjóðarbúskapnum til að friða kjósendur á svipaðan hátt og ríkisstjórnir hér á landi og erlendis hafa gert á uppgangstímum, samanber ríkisstjórnir Íhaldsflokksins í Bretlandi í kringum 1960: "Þið hafið aldrei haft það eins gott", þá er óvíst hvort það endist, - ekki fremur en stjórn Íhaldsmannanna bresku, sem hneykslismál og fleira felldu áður en áratugurinn var liðinn. 

 


mbl.is Þrír af hverjum fjórum styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver maður á hjóli býr til rými fyrir einn aukabíl á götunum.

Maður, sem fer um á hjóli en ekur ekki bíl, lætur einum ökumanni bíls í té ónotað rými í bílaumferðinni. Hjól Skóla-vörðustíg

Ég játa fúslega, að ég hafði ekki hugsað út í þetta af alvöru fyrr en ég fór sjálfur að nota tvenns konar hjól eftir atvikum, rafreiðhjól á styttri leiðum innanborgar, og létt nett Honda PCX vespuhjól úti á vegum og á lengri leiðum innanborgar eða þegar ég þurfti á meiri hraða að halda en á rafreiðhjólinu. 

Fyrir 55 árum hafði ég áttað mig á því að ef meðallengd bíla minnkaði að meðaltali um einn metra, myndu tugir kílómetra verða auðir á götunum, sem bílar þektu ella. Tazzari. Volvo X90

Nú á tímum er til dæmis um að ræða 100 þúsund bíla á dag á Miklubrautinni einni, en ef meðallengdin væri 3,60 metrar en ekki 4,60 metrar, myndu 100 kílómetrar samtals verða auðir á dag sem nú þarf að þekja með bílum. 

Meðalfjöldi um borð í einkabílum er 1,1 maður og bíll með þægilegu rými fyrir tvo í sætum væri því langoftast nóg. 

Tazzari rafbíllinn, sem ég er nú kominn á þegar það hentar, er 2,88 á lengd og með kappnóg rými fyrir tvo sem sitja hlið við hlið, hvað þá fyrir þann eina mann, sem langoftast má sjá um borð í bíl, sem er tveimur metrum lengri. 

Fjórir slíkir rafbílar sem eru á ferð, losa samtals rými fyrir einn bíl á stærð við Yaris. 


mbl.is Reiðhjólasalan líflegri á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband