Meiri kröfur vegna óvandvirkni fyrirtækja og stofnana.

Úrskurður Hæstaréttar í umferðarlagabrotsmáli er athyglisverður. Lögregluembættið, sem stóð að því að sekta mann um 100 þúsund krónur á staðnum og ljúka málinu þannig. 

Maðurinn hélt að málinu væri þar með lokið, en þá kom til hans tilkynning um að málalokin væru "fjarstæðukennd" hvað snerti það að hann væri ekki sviptur ökuréttindum, og skyldi það nú verða gert. 

Maðurinn fór með þessi nýju málalok fyrir dóm og vann það á endanum fyrir Hæstarétti, sem féllst ekki á það að greiðsla hinnar háu sektar án sviptingar ökuréttinda hefðu verið fjarstæðukennd málalok. 

Málið er að ýmsu leyti merkilegt, því að allt of oft gerist það að "mistök" hjá fyrirtækjum og stofnunum eru keyrð til baka eftir að viðskiptavinurinn, í þessu tilfelli bíl ökumaðurinn telur sig í góðri trú geta treyst málalokunum. 

Ekki er til dæmis langt síðan, að lífeyrisþegar fengu bakreikning frá hinu opinbera þess efnis að þeir hefðu fengið of hátt greitt og væru því skyldir til að borga það til baka. 

Þessi ögn hærri lífeyrir var þó það lágur samt, að ef eitthvað var fjarstæðukennt var það þvert á móti hve lágur hann var samt. 

Ég flutti fyrir áratug inn minnsta Mini í heimi í gám með öðrum litlum bíl og fékk hann fyrir slikk vegna tilbúins ofurgengis krónunnar. 

Bíllinn stóð lengi óafgreiddur inni í gáminum hjá Atlantsskipum vegna blankheita. 

Skipafélagið fór síðan á hausinn og var auglýst, að þegar sá dagur rynni, yrði allt sem væri óafgreitt hjá Tollinum á svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn, gert upptækt. 

Ég skrapaði fyrir gjöldum og fór niður í Toll til að sjá hvort ég gæti bjargað bílnum, sem annars yrði jafnvel fargað. 

Þegar niðureftir kom, kom í ljós að ég átti nákvæmlega nógu mikið til þess að leysa málið, greiddi það, fékk pappíra upp á fullkomin skil og þeysti suðureftir. 

Náði bílnum út og var kominn langleiðina til Reykjavíkur þegar ég fékk upphringingu frá Tollinum þar sem sagt var, að útreikningurinn á gjöldunum hefði verið rangur, og að mér yrði bannað að taka bílinn, sem yrði í staðinn tekinn traustataki og gerður upptækur. 

Ég sagðist vera með kvittun fyrir því að greiðslu gjaldanna, og að þeir gætu ekki kyrrsettt bílinn, því að ég væri búinn að fá hann afgreiddan suðurfrá og kominn með hann til Reykjavíkur. Ekki kæmi til greina að fara með bílinn aftur suðureftir og eða að hann yrði gerður upptækur. 

Mig munaði mikið um það hvort ég fengi að halda bílnum eða ekki og sömuleiðis um þær nokkrar tugþúsundir króna sem nú var krafist að ég borgaði tafarlaust en ég væri ekki í bili aflögufær uma að greiða. 

Ekki fékkst lausn í málinu fyrr en yfirmaður kvað upp úr með það, að ég yrði að borga alla fjárhæðina, annað væri "fjartæðukennt". Hins vegar gæti ég fengið ríflegan greiðslufrest og skiptingu greiðslunnar. 

Málalyktirnar urðu því þær að ég "greiddi keisaranum það sem keisarans var" þótt "keisarinn" slyppi við það að taka afleiðingunum af eigin mistökum. 

En hefði kannski verið hægt að fara í hart út af þessum málalokum?

 

 

 

 


mbl.is Ekki fjarstæðukennt að greiða bara sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband