"Meiriháttar þorrablót."

Sennilega finnst mörgum útlendingum það manndómsraun að smakka í íslenskan þorramat, enda lítur hann ekkert sérlega vel út. 

Miðað við það hvað maður er mikil skræfa við að leggja í að borða framandi erlendan mat er ekki hægt annað en að dást að þeim útlendingum, sem leggja sér íslenska "viðbjóðinn" til munns. 

Þegar Mike Tyson mátti búast við að fara í fangelsi fyrir að bíta stykki úr eyra Evanders Holyfields 1997 lagði ég til að honum yrði veitt landvist á Íslandi með eftirtöldum rökum. 

Ef Tyson til Íslands náum við nú í vetur, - 

því norpandi´í fangelsi er ævi hann ill, - 

á þorrablótum hér getur hann bætt um betur

og borðað eins marga svarta hausa´og hann vill. 

 

En nú var þorraþræll í gær og ég kveð þorrann á facebook með laginu "Þetta er meiriháttar þorrablót" sem líka má finna á Youtube undir mínu nafni.


mbl.is Smökkuðu þorramat (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað voru margir skotnir í Svíþjóð og í Bandaríkjunum í gær?

Ætli það séu ekki um 50 manns skotnir á hverjum degi að jafnaði í Bandaríkjunum án þess að það þyki nokkur frétt. Enda eru 250 milljónir skotvopna í landinu.  Hvað eru margir skotnir í Svíþjóð? Hverjir voru þeir, sem Trump Bandaríkjaforseti segir að hafi verið skotnir þar í gær?

Á hvaða mælikvarða sem er,  er tíðni drápa með skotvopnum í Bandaríkjunum og skotvopnaeign sú langhæsta á Vesturlöndum, drápa á hverja þúsund íbúa eða drápa í heild. 

Það kannast enginn við að neinn hafi verið skotinn í Svíþjóð í fyrrakvöld á sama tíma sem forseti Bandaríkjanna heldur því fram að það hafi verið gert í þeim mæli að hann hrópi upp á stórum útifundi:  "Sjáið þið hvað gerðist í Svíþjóð í gærkvöldi!" 

Og heldur því fram að hann sé að gera Bandaríkin miklu öruggari. Hann hefur fundið upp nýjan veruleika, sem er hinn eini rétti. Allt annað eru "falsfréttir" og "falsveruleiki."


mbl.is „Sjáið hvað gerðist í Svíþjóð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband