Á þjóðarskömmin við Geysi engan endi að taka?

Ástandið við tvær af þekktustu náttúruperlum Íslands, Gullfoss og Geysi, er lýsandi fyrir það stig, sem við höfum verið á varðandi meðferð á íslenskum náttúruverðmætum, og stingur gersamlega í stúf við það sem er helst hliðstætt erlendis. 

Ef notað hefur verið orðið "ófremdarástand" við Gullfoss, sem verið sé að laga, er erfitt að finna rétt orð fyrir Geysissvæðið, sem er miklu merkara, en samt verr leikið af mannavöldum. 

Í "landi frelsisins", Bandaríkjunum, var 9000 ferkílómetra svæði tekið frá fyrir 147 árum og gert að þjóðgarði og þjóðareign. Á svæðinu eru um 10 þúsund hverir, þar af frægasti virki goshver í heimi, "Old Faithful." 

Allir goshverir heims bera hins vegar heiti Geysis í Haukadal.

"Old Faithful" er skilgreindur sem "Geysir." 

Þjrár milljónir ferðamanna koma í þjóðgarðinn, sem ber heitið "Yellowstone", á hverju ári, og hægt er að aka inn í hann  á fjórum stöðum. Þar eru hlið og mannvirki, þar sem seldir eru "náttúrupassar" fyrir alla þjóðgarða í Bandaríkjunum. Náttúrupassi. Your America

Á náttúrupassanum eru áletranirnar "Proud partner" og "discover your America."

Hver sá sem kaupir sig inn er skilgreindur sem stoltur þáttakandi í því að upplifa nátturuverðmæti Ameríku og varðveita þau óspjölluð fyrir allt mannkynið .

Á Íslandi var hins vegar hrópað um svona hugmyndina að svipuðu fyrirbæri: "Niðurlæging!" "Auðmýking." Náttúrupassi í BNA

Um áratuga skeið hafa landeigendur hagnast á hverasvæðinu við Geysi með byggingu hótels, verslunar og veitingastaðar. En allan tímann og enn í dag er svæðið hrein þjóðarskömm vegna vanrækslu. 

Í Ameríku þjóðareign, ekkert vandamál, engin spjöll, ekki eitt einasta karamellubréf, ekki eitt einasta fótspor. 

Á Íslandi þjóðarskömm, einkaeign en þó hefur ríkið átt hluta og deilur um eignarhlutana staðið áratugum saman.

Endalausar deilur um það, ekkert gert sem komi í veg fyrir það að svæðið vaðist út og stórskemmist.

Erlendis Íslandsvinir tárast við að sjá þetta og allar útskýringar á þessu ástandi eru þeim gersamlega óskiljanlegar og gera málið bara verra, því að undrast er hve lengi pattstaðan varðandi eignarhaldið hefur varað. 

Á þetta engan enda að taka? Hvenær lifir maður það að þurfa ekki að skrifa endalausa pistla um þessi ósköp?  Sennilega ekki úr þessu.   

 


mbl.is „Ófremdarástand“ við Gullfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

35% atkvæða nægðu 1931.

Í Alþingiskosningunum 1931 hlaut Framsóknarflokkurinn 35% atkvæða á landsvísu en það nægði til að flokkurinn fengi meirihluta þingmanna, 23 af 42, eða fjögurra atktvæða meirihluta á Sameinuðu Alþingi.

Þetta gerðist vegna mikils misvægis atkvæða í þéttbýli og dreifbýli. 

Framsóknarflokknum hélst hins vegar ekki á þessum sigri og neyddist til að fara í samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum 1932. 

Þótt kosningar séu að sjálfsögðu ekki það sama og skoðanakannanir, er það veikleikamerki fyrir núverandi ríkisstjórn að hafa aðeins um 35% fylgi til handa ríkisstjórn, sem hefur aðeins eins atkvæðis meirihluta á þingi. 

Svo er að heyra að sumum þingmönnum þyki það ankannalegt ef stjórnin getur komið fram stjórnarfrumvörpum með hjálp nógu margra stjórnarandstöðuþingmanna, án þess að allir stjórnarþingmenn styðji þau, svo sem frumvarpinu um jafnlaunavottun. 

En þetta er svipað og það, sem margar minnihlutastjórnir í nágrannalöndum okkar hafa gert í áratugi, vegna þess að valið stendur á milli stöðugleika og óstöðugleika við stjórn landsins. 

Það er atkvæðatalan sem kemur upp við talningu á þingfundum, sem ræður úrslitum. 

Nú bregður svo við að þrír stjórnarandstöðuflokkar, Píratar, Framsókn og Samfylking hafa álíka mikið fylgi í skoðanakönnun, eða rúmlega tíu prósent. 

Og ef kosningar nú færu á þennan veg gætu Vinstri græn hugsanlega myndað meirhlutastjórn með Pírötum og Samfylkingu. 

En þetta er skoðanakönnun en ekki kosningar. 


mbl.is VG áfram með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Járntjöld og múrar rísa .

Það vill svo til að við hjónin áttum leið frá Íslendingaslóðum í Manitoba til Íslendingaslóða í Mountain í Norður-Dakota á bíl sumarið 1999. 

Það var varla hægt að segja að maður yrði var við það að vera að fara á milli landa, svo opin voru landamærin við Emerson á þessum tíma.

En nú er öldin að verða önnur ef marka má nýjustu fréttir af þessum landamærum.

Og svipað hefur verið að gerast í Evrópu. Á ferðum okkar í fyrra voru margra klukkstunda tafir á landamærum Frakklands og Bretlands um vorið og á landamærum Austurríkis og Þýskalands um haustið.

5.mars 1946 flutti Winston Churchill eina af frægustu ræðum sínum í Fulton í Missouri, heimaríki Trumans forseta. "Járntjald hefur fallið um þvera Evrópu" sagði hann í ræðunni, en það orð heyrðist fyrst í þessari ræðu sem bar heitið "Sinews of Peace." 

Er ræðan, þar sem orðið "Járntjald" varð í fyrsta sinn opinbert og var oftast nefnd "Fulton-ræðan" eða "Járntjaldsræðan", talin hafa markað upphaf Kalda stríðsins, þar sem Berlínarmúrinn varð að stóru tákni 1961. 

Nú er talað um annað Járntjald, eða bandarískan Berlínarmúr, sem rísa skuli á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, og í Miðausturlöndum hafa Ísrealsmenn reist múr á milli sín og Palestínumanna. 

Það eru 1946 og 1961 í loftinu á ný nema í Suður-Afríku þar sem múrar Aðskilnaðarstefnunnar féllu árið 1991, en Berlínarmúrinn hafði þá fallið tveimur árum fyrr.

Fyrir 72 árum var Járntjaldið meginatriðið hjá alræðisstjórnum kommúnista í Austur-Evrópu og Berlínarmúrinn var uppfinning þeirra, og sem var fyrirlitin og fordæmd af vestrænum þjóðum. 

Nú virðist öldin önnur. Járntjöld og múrar, svo sem tollamúrar, eru eftirlæti þeirra, sem í mest mæra frelsi, ef um frelsi auðstéttarinnar er að ræða. 


mbl.is Flúðu frá Bandaríkjunum til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sum stef valdafíknar eru algengust.

Nokkur stef er að finna sem eru algengust hjá þeim sem sækjast eftir miklum völdum og auði, sem oft endar með harðstjórn og einræði. 

Nefna má fjögur: 

1. Að finna sameiginlegan óvin fyrir alla þjóðina, svo að hún fylki sér að baki einræðisherranum og sætti sig við harðstjórn hans. Að virkja þjóðerniskenndi og tortryggni gagnvart útlendingum til hins ítrasta, enda væri kjörorðið: "Deutschland uber alles". Hitler fann sameiginlegan óvin í alþjóðlegu samsæri Gyðinga og þeim, sem stóðu að Versalasamningunum.

Eftir að hafa heyrt afar vel gerðan útvarpsþátt Veru Illugadóttur í fyrrakvöld um harðstjórn Ceausescu-hjónanna í Rúmeníu, sem var á pari við harðstjórnina í Norður-Kóreu, horfði ég á tvær áhrifamiklar heimildarmyndir um þau á YouTube, myndir sem kynnu að eiga vaxandi erindi næstu misserin.  

Ceausescu spilaði á sterka þjóðerniskennd Rúmena með því að lýsa á árlegum útifundi í Búkarest 1968 yfir andstöðu við innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Að öðru leyti lýsti hann yfir fullri tryggð við að framkvæma kommúnismann vægðarlaust og kom þannig í veg fyrir að Bresnéf sendi her inn í landið.

Pútín hefur verið laginn við að spila á þjóðerniskennd Rússa og finna ógnandi óvini sem geri hann að hinum "sterka leiðtoga" til að verjast erlendri ágengni, og Donald Trump boðar að á næstu árum muni koma til óhjákvæmilegs stríðs við Kínverja og styrjaldar í Miðausturlöndum, enda séu Kínverjar og fleiri þjóðir ógn við það takmark að "gera Bandaríkin mikilfengleg á ný" og að kjörorðið sé "America first!" 

2. Að skapa öryggisleysi, svo að þjóðin fylki sér á bak við þann, sem lofar aðgerðum til að "skapa öryggi" og "bægja óvinum þjóðarinnar frá."

Þetta gera til dæmis Erdogan Tyrklandsforseti, Pútín Rússlandsforseti og Kim Jong-un í Norður-Kóreu, og er sá síðastnefndi kominn langlengst.

Til að "tryggja öryggi" eru leyniþjónusta og lögregla margefld í boði stofnana eins og þeim, sem Gestapo, STASI, KGB og Securitatis, leyniþjónusta Ceausescus, voru.  

Donald Trump hefur lofað að margefla Leyniþjónustu Bandaríkjanna og lögregluna til þess að fást við 1., 2., og 3. kynslóð múslima í Bandaríkjunum. 

3. Að búa til mikilfenglega og rándýra viðburði, byggingar, mannvirki og framkvæmdir sem gleðji lýðinn og skapi samstöðustemningu auk þess að gylla nafn foringjans.

Þetta kunnu Ceausescu-hjónin öðrum betur og gerðu linnulítið á valdatíma sínum.

Gífurlegum fjármunum fátækrar þjóðar var eytt í stærstu og íburðarmestu þjóðhöfðingjahöll veraldar og rosalegar byggingar og breytingar á miðborg Búkarest á sama tíma og þjóðin leið skort, sult, kulda, rafmagnsleysi og kúgun.

Kim Jong-un stundar þetta á svipaðan hátt.

Hitler komst kannski lengst í stórfenglegum viðburðum í Nurnberg og víðar, sem og Stalín og Mao.  

Donald Trump er ennþá bara á stigi stórfenglegra útifunda og þess að eiga stóran skýjakljúf og fleira, sem ber nafn hans. Pútín og Erdogan eiga ekki slíkar eyrnamerktar byggingar eða mannvirki. En múrinn mikli á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verður mikilfenglegur. 

4. Að búa til "alternate facts" eða "alternate truth" sem hinn sterki leiðtogi boðar og kynnir. auk þess að hamast gegn fjölmiðlum, sem séu "óvinir þjóðarinnar" og flytji aðeins "falsfréttir" og búi til "falsveruleika" og Trump kallar það.

Kannski finnst ýmsum það óviðeigandi að nefna Donald Trump í þessum pistli og rétt er að taka það skýrt fram, að hann er aðeins rétt að byrja feril sinn og alls óvíst um framhaldið og það hve mikil alvara honum sé eða hve langt hann komist í að efna kosningaloforð sín.

5. Að gæta þess að enginn geti ógnað valdsmanninum, hvorki næst honum né fjær. Allt hjá Ceausescu-hjónunum miðaði að þessu. Hún var varla læs, en til þess að geta komist lengra en dæmi eru um í því að verða meðal virtustu vísindamanna á sínu sviði, bæði innan lands sem utan, og ráða öllum í háskóla- og vísindasamfélagi Rúmeníu, valdi hún samstarfsfólk sem var jafnvel enn verr menntað en hún sjálf til að tryggja stöðu sína og það, að þetta fólk ætti henni allt að þakka. Hann valdi sér jábræður, sem urðu að skríða fyrir honum. 

Þetta er svipað fyrirbæri og tíðkast hjá sumum eigendum eða forstjórum risafyrirtækja. Til þess var tekið á tímum Henry Fords yngra, að hann reyndi að lokka til sín sem færasta yfirmenn deilda eða meðstjórnenda, en um leið og honum þótti þeir verða orðnir of áhrifamiklir, rak hann þá og leitaði að öðrum í staðinn. 

Trump hefur raðað í kringum sig jábræðrum, sem margir eru svo slæmir, að þeir eru þegar farnir að hrökklast í burtu eða gera arfamistök. 

Þetta einkenni loforða hans og hegðunar hingað til, talar sínu máli og hafa ekki fara ekki leynt, hvernig sem framhaldið verður.

 


mbl.is Óttast fangelsun og alræðisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband