Veðjuðu eigendur "snjóhengjunnar" með eða á móti Íslandi?

Eftir aðdraganda Hrunsins er eðlilegt að sett sé spurningarmerki við stórar erlendar fjárfestingar í íslenskum bönkum og efnahagslífi. 

Þessi spurning er eðlileg í ljósi þess, að þegar hagstætt vaxtaumhverfi og hátt gengi krónunnar síðustu árin fyrir Hrun lokkuðu erlenda "vogunarsjóði" og aðra erlenda fjárfesta til þess að kaupa sér efnivið í það, sem átti eftir að fá nafnið "snjóhengjan" var mikið gumað að því hve það væri mikil viðurkenning fyrir Ísland og íslenska efnahagsstjórn að sjóðirnir "væru að veðja með bönkunum og Íslandi." 

Nú væri gott að fá vandaða útskýringu á því af hverju þetta sé á ný orðið það jákvætt, að svipaðar fullyrðingar og hafðar voru á lofti frá 2005-2008 séu svo góðar og gildar að þeim beri að fagna nú.

Ef sjóðirnir voru að veðja á móti Íslandi 2005-2008, af hverju var hinu gagnstæða haldið fram á þeim tíma?  


mbl.is Veðja nú með Íslandi en ekki á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gildir það, sem Spicer útskýrari "heldur"?

Sean Spicer fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta heldur áfram að gegna svipuðu hlutverki og Jóhannes útskýrari gegndi fyrir sinn forsætisráðherra hér á landi á sínum tíma.

Þegar fjölmiðlar forvitnast um gjörðir og orð forsetans, svo sem það, að hann hafi, þegar hann var spurður um það hvort hann vildi ekki taka í hönd Angelu Merkel ekki viljað gera það, segir útskýrarinn: "Ég held að hann hafi ekki heyrt spurninguna."

Þar með er það mál afgreitt endanlega, þótt Spicer útskýrari "haldi" þetta en hafi ekki spurt forsetann sjálfan né heldur að Trump sjálfur hafi sagt frá því af hverju þetta atvik gerðist. 


mbl.is Neitaði ekki að taka í hönd Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ragnar Stefánsson stofnaði Skaftafellsþjóðgarð.

Ragnar Stefánsson, sem var af ætt, sem hafði átt og byggt jörðina Skaftafell um aldir, gekkst fyrir því ásamt Laufeyju konu sinni og með atbeina Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings að Skaftafell yrði að þjóðgarði.

Ragnar varð fyrsti þjóðgarðsvörðurinn í Skaftafelli. 

Sá þjóðgarður hefur síðan verið stækkaður margfalt upp í að verða Vatnajökulsþjóðgarður, stærsti þjóðgarður í Evrópu, og verður vonandi sem fyrst að ennþá stærri þjóðgarði sem nær yfir allt miðhálendi Íslands.  


mbl.is Milljarðamæringur gaf land undir þjóðgarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband