Síendurtekið stef sem hefur ekki dugað.

Sósíalismi hefur birst í mörgum myndum frá því fyrir 150 árum og langoftast ekki virkað vegna þess að hann kallaði fram miðstýringu sem endaði í alræði og kúgun. 

Hrun Sovétríkjanna og kommúnismans í Austur-Evrópu er dæmi um þetta. 

En það hefur líka mistekist margt í löndum Vestur-Evrópu. Þegar Verkamannaflokkurinn tók við völdum í Bretlandi 1945 fór hann út í róttæka þjóðnýtingu. 

Hvort sem hrun nýlenduveldisins hafði einhver á framgang þess máls eða ekki, mistókst þessi tilraun að miklu leyti og Íhaldsflokkurinn náði völdum og hélt þeim um nokkra hríð eftir það. 

Á Íslandi var gerð víðtæk tilraun til að þjóðnýta útgerðarfyrirtækin, og stóð hún í nokkra áratugi. 

Að lokum var ljóst að hún hafði mistekist með öllu og þessi þjóðnýting leið því undir lok. 

Gylfi Þ. Gíslason var einn merkasti leiðtogi sósíaldemókrata eða jafnaðarmanna hér á landi.

Hann horfði mjög til hinna Norðurlandanna um þjóðskipulagið, sem þar var og kallaði það oft blandað hagkerfi þar sem leitast var við að laða fram skástu kosti kapítalisma og sósíalisma, einkaframtaks og félagshyggju í svonefndu velferðarþjóðfélagi.

Í meira en hálfa öld hefur þetta norræna módel reynst það skásta, sem fundist hefur þótt sífellt þurfi að því að laga það að breyttum aðstæðum.

Jafnaðarstefna af þessu tagi er það skýr, að ef flokkur, sem heldur henni fram, fer halloka, er það ekki stefnunni að kenna, heldur þeim sem boða hana, líkt og þegar gott lag og ljóð í Júróvisionkeppni getur liðið fyrir það að það er ekki nógu vel flutt.

Listinn yfir nýja flokka, sem áttu að "sameina jafnaðrmenn" en dóu samt drottni sínum er orðinn mjög langur síðan 1938.  Það er búið að reyna þetta í tæpa átta áratugi. 

1938: Sameiningarflokkur alþýðu - sósíalistaflokkurinn.  

1956: Alþýðubandalagið.

1970: Samtök frjálslyndra og vinstri manna.

1987: Bandalag jafnaðarmanna.

1994: Þjóðvaki.

1999: Tveir nýir flokkar, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin, grænt framboð.

2013: Björt framtíð.

Þetta eru átta flokkar á áttatíu árum. Fimm þeirra löngu látnir og þrír þeir síðustu hafa farið upp og niður eins og jójó í skoðankönnunum, þótt Vg sé í uppsveiflu eins og er. 

Nú er verið að tala um að byrja á því sama og gert var 1938: Sósíalistaflokkurinn.

Og hvað svo?

Aftur 80 ára tímabil með myndun átta jafnaðarmannaflokka, sem öllum verður ætlað að sameina jafnaðarmenn og allir hljóta örlög og orða mætti í svipuðum orðum og sungin eru í Þjóðsöngnum: "Eitt eilífðar smálblóm með titrandi tár, sem tilbiður hinn pólitíska guð sinn og deyr"? 


mbl.is Möguleiki á sósíalistaflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. apríl gabb?

Í dag hefur mikið verið fjallað um svokallaðar falsfréttir og að þær leynist víðar en margur hyggur. Þurfi fólk að hafa á sér vaxandi vara gagnvart því sem birt er í auglýsingum og alls konar efni í fjölmiðlum. 

Discovery 2017 (2)

Þessa dagana hefur mikil aðsókn verið að sýningum á dýrum og mögnuðum bílum, og einn þeirra, sem hefur fengið mjög góða dóma, er nýr Land Rover Discovery. 

Sagt er í heilsíðuauglýsingum í dag að hann hafi verið léttur um 490 kíló með því einu að nota ál í yfirbygginguna. 

Þegar ég sá þetta hnykkti mér við, því að aldrei fyrr hef ég séð nefnda viðlíka tölu um léttingu, auk þess sem yfirbyggingin er einfaldlega ekki nógu þung til að hægt sé að létta haa svona mikið. Discovery 2017

Bíllinn nýi er um 2,2 tonn að þyngd, sem samkvæmt orðanna hljóðan í auglýsingunni ætti að þýða að hann hafi áður verið um 2,7 tonn. 

En það var eldri gerð hans ekki, fjarri því. 

Þegar flett er upp í tveimur erlendum bílablöðum, Autokatalog þýska blaðsins Auto motor und sport fyrir árið 2017, og danska blaðinu Bilrevyen 2017, kemur líklegri tala í ljós, eins og sést á ljósmynd af einni síðu þýska blaðsins. 

Léttingin er þar sögð vera á milli 220 og 310 kíló eftir því hve mikið tillit er tekið til léttingar vélbúnaðar, en á hann er ekki minnst íslensku auglýsingunni. 

Þetta er ekki lítil skekkja, sumir sem halda að þeir séu að kaupa bíl, sem hefur verið léttur um 490 kíló, kaupa bíl, sem hefur verið léttur um 220 kíló. 

Nú skiptir þetta svo sem ekki miklu máli þegar í hlut á jafn frábær bíll og Land Rover Discovery og þeir, sem hafa ráð á því, kaupa hvort eð er. 

En á þeim degi sem jafn mikið er talað um lúmskar falsfréttir og núna, og að fólk þurfi að fara vara sig á að trúa nokkrum hlut, er bagalegt að svona mikil ónákvæmni sé birt, einkum þegar vandað og virt bílaumboð á í hlut. 


mbl.is Magnað Mercedes-Benz teiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin mikla ganga Guðmundar Eyjólfssonar.

Um síðustu aldamót fór fjallafarinn Guðmundur Eyjólfsson einsamall gangandi á skíðum af stað á útmánuðum úr Hornvík á Hornströndum og gekk þaðan eftir vatnaskilum allt suður á Holtavörðuheiði, en hélt síðan ferðinni áfram þaðan austur eftir hálendinu og létti ekki fyrr en komið var niður í Vopnafjörð. 

Það gerði gönguna erfiðari og lengri að fara ekki af stað frá Reykjanesvita, heldur frá Hornvík. 

Samkvæmt minnis- og dagbók minni hóf hann gönguna í Hornvík 15. mars 2001 og lauk henni 13. apríl í Vopnafirði. 

Þess ganga var mikið afrek, bæði líkamlega og andlega, og hefur enginn árætt að leika þetta eftir síðan. 


mbl.is Á gönguskíðum yfir Sprengisand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband