Þetta svæði gerir útslagið.

Þótt Hlíðarendasvæðið verði byggt upp í fulla hæð, yrði samt hægt að gera SV-NA braut með því að hnika henni örlítið til og lengja hana til suðvesturs.

En íbúðabyggð í Skerjafirði, sem áformað er að reisa, girðir endanlega fyrir gerð slíkrar brautar.

Ef ríkisvaldið svíkur ákvæði samnings um brautina varðandi opnun svipaðrar brautar á Keflavíkurflugvelli, verður engin nothæf braut fyrir innanlandsflug til að nota í hvassri suðvestanátt á suðvesturhorni landsins.  

Þau rök, að þetta byggingarland sé nálægt þungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu, halda ekki vatni, því að 6,5 kílómetra akstursvegalengd er þaðan inn að þessari miðju, sem er austarlega í Fossvogsdal. 


mbl.is 800 nýjar íbúðir í Skerjafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um rafvæðingu fiskveiði- og dráttarvélaflotans?

Það er gott og blessað að eiga sex mánaða birgðir af heilnæmum mat og ómenguðu neysluvatni á hverjum tíma eins og kemur fram sem markmið stjórnvalda í dag. 

En það gæti líka komið fyrir, að fæðuöryggi verði ógnað vegna skorts á olíu til að knýja þau tæki, sem afla okkur fæðu. 

Á sjó er það fiskiskipaflotinn, sem allur er knúinn olíu. 

Á landi er það landbúnaðurinn sem stendur og fellur með dráttarvélum, sem eru olíuknúnar. 

Í seinni heimsstyrjöldinni sáu frumstæðar aðstæður til heyskapar til þess að við bjuggum við fæðuöryggi á því sviði. 

Að stærstum hluta var heyja aflað með því að nota hesta og handafl til að slá og heyja. 

Nú eru þessi tæki, hestasláttuvélar, hestarakstrarvélar, hestvagnar og aktygi á hestana, öll löngu horfin sem og orfin og ljáirnir, sem menn gátu slegið með. 

Þegar ég fór í sveit 1950 voru þessi tæki enn notuð eingöngu á bænum, sem ég var á og var svo að mestu næstu fimm árin. 

Í landinu er nóg af hestum til að nota við heyöflun, ef skortur verður á olíu, en engin tæki. 

Ofanritað er ekki skrifað í gríni, heldur í fúllri alvöru. 

Annað hvort ræða menn af fullri alvöru um fæðuöryggi út í hörgul eða sleppa því. 

Augljósasta leiðin væri að kanna möguleikana á því að rafvæða dráttarvélaflotann. 

Við erum eina þjóðin, nema kannski að Norðmönnum undanskildum, sem þurfum ekki að hengja okkur endalaust á jarðefnaeldsneyti, hvorki á samgöngu- og fæðuöflunartækin sjálf, né á orkuver, til að nýta hreinan, innlendan orkugjafa til fæðuöflunar.

Þetta er þeim mun mikilvægara, að við erum eyþjóð, langt frá öðrum þjóðum, og erum þess vegna berskjölduð, ef samgöngur til landsins teppast.  


mbl.is Sex mánaða matarbirgðir séu á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband