Hrist rækilega upp í viðskiptalífinu?

Það er að ýmsu leyti meiri hreyfing á viðskiptalífinu hér á landi alveg ofan í grunninn en verið hefur lengi, kannski sú mesta síðan veldi Kolkrabbans var ógnað af Bónusi og Hagkaupum á sinni tíð, jafnvel enn meiri. 

Mikill vöxtur netverslunar og innreið Costco eru dæmi um það. 

Það fer eftir umfangi verslunarvörunnar og viðbrögðum keppnauta og almennings hve víðtæk og mikil þessi áhrif verða.

En sjá má þegar ýmis merki um það að byrjað er að bregðast við þessu og verður fróðlegt að sjá framhaldið. 


mbl.is Costco ákveður opnunardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins ein hugsanleg skýring: Ég er til alls vís.

Undanfarinn sólarhring hefur verið velt upp alls kyns hugsanlegum skýringum á því, að eftir að Donald Trump hafði gagnrýnt fyrirrennara sinn í forsetaembætti harðlega fyrir afskipti hans af málefnum Sýrlands undanfarin sex ár, stigmagnar sá sami Trump afskiptin með fyrstu beinu árás Bandaríkjahers á Sýrlandsher og fer þar með framúr Obama í þessum efnum. 

Það eitt að Rússar skuli í kjölfarið hafa rift samningi þeirra og Bandaríkjamanna um samráð og samvinnu í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu eru alvarleg tíðindi sem auka líkurnar á því að eitthvað fari úrskeiðis í hinum flókna valdatafli staðgenglahernaðar í Sýrlandi. 

Tvær skýringar sitja helst eftir: 1. Þetta er fljótræðisleg og vanhugsuð aðgerð. 2. Skilaboð til Kínverja, Norður-Kóreumanna, Rússa og annarra: Ég er til alls vís. Gerið þið ráð fyrir því. 

Ekki er þess að minnast að nokkur Bandaríkjaforseti hafi gefið slík skilaboð og fordæmið er orðið ansi gamalt. Þegar Douglas McArthur yfirhershöfðingi reifaði þann möguleika að Bandaríkjamenn beittu kjarnorkuvopnum í Kóreustríðinu 1950-53 rak Harry S. Truman forseti hann úr embætti. 

Það voru skilaboð hans til allra um að hann vildi ekki rasa um ráð fram og stefna heimsöryggi í tvísýnu með óyfirveguðum skyndiákvörðunum. 


mbl.is Sex létust í árásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekið: Umboðsmaður komandi kynslóða!

Engin kynslóð Íslandssögunnar hefur haft jafn mikil neikvæð áhrif á umhverfið og náttúru landsins á kostnað komandi kynslóða eins og sú sem nú lifir hér á landi.

Við erum rúmlega 300 þúsund, en komandi kynslóðir skipta milljónum. Margfaldur meirihluti þeirra, sem gjörðir okkar skipta máli, hefur ekki atkvæðisrétt þegar þetta mikla misrétti milli kynslóða fær að leika lausum hala í rányrkju og óafturkræfum neikvæðum áhrifum á landið, hafið og auðlindir lands og sjávar. 

Við erum með umboðsmann lifandi barna. En þau sem eiga eftir að koma, eru margfalt fleiri. 

Þau þurfa rödd, sem túlkar hagsmuni þeirra ekkert síður en núlifandi börn, sem þurfa sin talsmann og hafa hann. 


mbl.is 9 ára í mál við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband