Móðir jörð og íslenska konan.

Hvílíkan mannauð á okkar þjóð í íslensku konunum.  Á það þarf mæðradagurinn að minna okkur og líka á móður allra mæðra, móður jörð. Helga og dætur

Ef konur á barneignaaldri eru fáar í samfélögum, visna þau upp og deyja. 

Í athyglisverðri doktorsritgerð Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur, sem ég sá í fyrsta skipti í gær, kemur glöggt í ljós hve nauðsynlegt er fyrir okkur Íslendinga að sinna breyttum þjóðfélagsháttum varðandi þjónustu, heilbrigðismálum, samgöngum, verslun, afþreyingu, menningu og menntun á sem fjölbreyttastan hátt úti á landi, einkum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem snerta konur og börn. Helga og dætur (2)n beinist að vísu réttilega að því þegar framleiðslufyrirtæki flytja frá landsbyggðinni, en þjónusta eins og leikskólar og aðrir skólar og aðstaða til framhaldsmenntunar og aðgangur að verslun, eru stórlega vanmetin. 

Sláandi er hvernig ein helsta stoð atvinnulífsins úti á landi, sjávarútvegurinn, er karllægasta atvinnugrein landsins. 

Þegar dæturnar heimsóttu móður sína í dag var sannarlega gefandi að upplifa þá gleði, ánægju og fjör, sem fylgir því þegar þær koma saman.  

Myndirnar á síðunni í dag eru af þessum fimm konum, sem hafa komið 24 börnum samanlagt í heiminn. 

Lengi lifi móðir jörð og íslenska konan!


mbl.is Gengið til stuðnings rannsókna á brjóstakrabbameini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóminn sem fylgir því að vera í vinningsliði.

Það blundar líklega í öllum að baða sig í ljóma sigurvegara og vinningsliða. Það þarf því ekki að vera nein mótsögn fólgin í því að fleira breskt verkafólk fylgi nú um stundir Íhaldsflokknum en Verkamannaflokknum og segir kannski meira um ástandið hjá Verkamannaflokknum en flest annað. 

Bryndís Schram greindi nýlega frá því sérkennilega fyrirbrigði fyrir rúmum 80 árum, að þegar búið var að berjast árum saman gegn íhaldi þess tíma að hinir lakast settu í þjóðfélaginu svo sem "þurfalingar" og vinnuhjú og atvinnulaust fólk fengi kosningarétt, brá svo við að margir þeirra, sem bjuggu þá í Pólunum svonefndu við lakan kost, fóru í sparifötin í fyrstu kosningunum eftir að þeir fengu kosningarétt og kusu, - ja hvað haldið þið, - íhaldið. 

Það var nefnilega svo ljúft að geta notað einu flottu sparifötin sín til þess að sýna sig og sjá aðra á kjörstað og segjast ætla að kjósa þá, sem höfðu andæft nýfengnum réttunum hins fátæka fólks. 

Nú var þeim tíma lokið og nýr tími runninn upp hjá því hvað kosningaréttinn varðaði.

Nú þurfti það ekki lengur að þola þá niðurlægingu að hafa hann ekki, og því kannski engin þörf fyrir að kjósa þá sem höfðu barist fyrir þessum réttindum öllum til handa. 

Það gat verið munur að vera maður með mönnun og lýsa því jafnvel yfir, að nú væri hægt að taka þátt í velgengni hinna ríku og haga sér í sem flestu eins og þeir, þótt peningana og jafnvel atvinnuna vantaði. 


mbl.is Íhaldið vinsælla á meðal verkafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband