"Fljúgandi bíll" hjá YD í KFUM fyrir 68 árum.

Ég minnist þess enn þegar ég var strákur, að Baldur Bjarnasen, flugvélstjóri hjá Loftleiðum kom á fund hjá Y.D., Yngri deild, í KFUM til að segja okkur frá nýjustu uppfinningunu í Bandaríkjunum. flugbíll

Hann sagði okkur að búið væri að finna upp bíl sem gæti flogið og héti Aerocar og hefði þegar flogið eftir að honum hafði verið ekið á jörðu niðri. 

En Aerocar væri bara byrjunin, því að verið væri að hanna loftför og þyrlur sem væru miklu handhægari og gætu flutt menn á milli staða eins og þeir væru fuglar. Flugbíll á jörðu

Við blasti framtíð, þar sem menn ættu sitt einkaflygildi og að umferðin yrði lík því sem er hjá fuglum í fuglabjörgum. 

Við göptum af hrifningu yfir þessari glæsilegu framtíð, sem við ættum í vændum. 

Þetta var lang skemmtilegast og eftirminnilegasti barnasamkoma sem ég man eftir frá æskuárum mínum. 

Aerocar var þannig hannaður, að hann var í þrennu lagi, skrokkur, vængir og bolur með stéli. 

Skrokkurinn var með fjögur hjól eins og bíll, og með hjóladrif, sem tengt var við vélina, einnig var hægt að láta vélina knýja loftskrúfu.Transition-Terrafugia-thumb

Hina hlutana dró bíllinn á eftir sér í akstri eftir götum eða vegum. 

Ef ætlunin var að fljúga, var fundinn flugtaksstaður, hlutarnir settir saman, svo að úr varð heilleg flugvél, og síðan farið í loftið. 

Þetta var tveggja sæta vél, álíka stór og þung og einshreyfils fjögurra sæta vélar af Cessna gerð, með venjulegan 4 strokka flugvélamótor og fór langt með að ná sama fljúga jafn hratt á jafn hagkvæman hátt og vinsælustu einkaflugvélarnar.Terrafugia á vegi

En draumurinn um Aerocar sem almenningseign rættist aldrei og ekki heldur talsverður fjöldi af flugvélum á borð við Terrafugia o.fl. með fellanlega vængi, sem hefur verið hannaður og framleiddur síðan.

Nýjasta drónatæknin líkist kannski helst hinni heillandi framtíðarsýn Baldurs Bjarnasen.

En það viðfangsefni að smíða dróna sem ber einn eða tvo menn, er líklega ekki það erfiðasta við að breyta umferð nútímans í eitthvað í líkingu við fuglabjarg, heldur aðskilnaður loftfara og flugumferðarstjórn.Terrafugia (2)

Ætli að það verði ekki skynsamlegast að bíða og sjá hvernig það gengur að gera bílaumferð sjálfstýrða og sjálvirka áður en fuglabjargsdæmið verður leyst.  


mbl.is Toyota styður þróun fljúgandi bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koffín og hvítasykur, ágeng fíkniefni og ógn.

Það er engin tilviljun hve drykkurinn kaffi var fljótur að setja áberandi mark á þjóðlíf í Evrópu þegar þessi drykkur barst þangað. 

Þegar áhrif koffíns og hvítasykurs, sem sett er út í kaffið, eru lögð saman, getur slík blanda falið í sér ógn við heilsuna ef neyslan er mikil. Því bæði efnin vekja fíkn sem veldur oft óhóflegri neyslu. 

Undrafljótt var farið að gefa ákveðnum tímum sólarhringsins heiti eftir þessum drykk; morgunkaffi, kvöldkaffi, kaffiboð, o. s. frv.

Í kjarasamningum sömdu verkalýðsfélög síðar meir um lengd og jafnvel tímasetningu kaffitíma.

Voru slík ákvæði furðu flókin á þeim tíma sem ég vann verkamanavinnu í den. 

Kaffið nýtur virðingar, - það felst virðingarvottur í því "að bjóða í kaffi" og þar af leiðandi næstum því níska, durtsháttur og dónaskapur að bjóða gesti ekki kaffi.

Hins vegar hafa coladrykkir sótt mjög á í raun hvað magn og tíðni snertir eftir að þeir komu til sögunnar.

Íblöndun hvítasykurs í kaffi eykur svo mjög á nautnina og fíknina, sem fylgir kaffidrykkju og drykkju coladrykkja, að það getur orðið að böli. 

Og er reyndar lúmskt böl hjá furðu mörgum og ágengni þessara fíkniefna þekki ég vel. 

Ýmislegt bendir til að skipting yfir í "sykurlausa" drykki með sætuefnum hafi lúmska óhollustu í för með sér, sem er smám saman að koma í ljós eftir því sem árunum fjölgar sem þessi efni hafa verið notuð. 

Má nefna það nýjasta, áhrif á heilann, jafnvel aukin hætta á alzheimer, en líka hefur verið bent á að sykurfíkn fíkilsins auki neyslu hans á annarri fæðu, sem innilheldur hvítasykur, auk þess sem áhrif sætuefnanna á framleiðslu insúlins geti kallað fram áunna sykursýki. 

Neyslan getur verið sláandi mikil og næstum tákn fyrir suma. 

Ég minnist til dæmis hljóðfæraleikara sem ég vann mikið með hér á árum áður, þó ekki píanóleikari, sem fór létt með að drekka úr heilum kassa af kók á þeim fimm klukkustundum sem skemmtun og ball tóku.

Þetta kostaði fjóra kassa af kók fyrir hann í ferð með skemmtunum og balli fjóra daga í röð. 

Þetta voru glerflöskurnar litlu með 175 millilítra í hverri flösku, ef ég man rétt, en heill kassi var, að mig minnir, 24 flöskur, þannig að magnið í kassainum hefur verið um fjórir lítrar og kaloríurnar 1600, sem fer langleiðina í að vera það sem fullorðinn maður þarf á sólarhring.

Um magn koffínsins skal ég ekki segja, ekki hefur það heldur verið hollt, jafnvel enn óhollara, - en um ógn sykursins þarf ekki að deila, hún felur í sér einhverja mestu ógn sem steðjar að heilsu meirihluta jarðarbúa. 

 

 

 

 

 


mbl.is Koffínneysla olli dauða tánings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband