Ég man þá tíð þegar þeir voru þúsund sinnum færri.

Bílaleigan Falur var fyrsta bílaleigufyrirtækið hér á landi, sem ég man eftir. Þeir voru með nokkrar Volkswagen Bjöllur á sjöunda áratugnum og Land Rover. 

Þótti mikil nýlunda og vafasamt uppátæki og þessi starfsemi gekk brösuglega á köflum, þegar bílaleigur fóru að spretta upp eins og gorkúlur og urðu of margar á tímabili. Þótt þær væru varla nema á annan tug var notað orðalagið um að spretta upp eins og gorkúlur.  

Síðan komu Kennedy-bræður á Akureyri og efnuðust vel á því að leigja bíla meðan á framkvæmdum við Kröflu stóð. 

Þráinn Jónsson á Egilsstöðum var eftirminnlegur eigandi bílaleigu og rak jafnframt veitingasölu í flugstöðinni. Þráinn var helblár kapítalisti og afar skemmtilegur. 

Hann sagði það erfiðast í bílaleigunni að þurfa sem sannfærður kapítalisti að hagnast mest á því að leigja út rússneska kommúnistabíla af Lada-gerð. 

"Það er verstur fjandinn að þeir skuli vera svona ódýrir en samt sterkir" sagði Þráinn.f

"Það sýnir vel hvað rússnesku kommarnir eru slappir að þeir skuli láta mig og Bifreiðar og landbúnaðarvélar græða á lélegu vegakerfi í Rússlandi og kuldunum í Síberíu" bætti Þráinn við. 

Nú eru bílaleigubílar landsins þúsund sinnum fleiri og bílalegurnrar orðnar um 200. 

Og allt í blússandi uppgangi, 20 prósenta fjölgun á einu ári. Gríðarlegt framboð af notuðum bílaleigubílum hefur sett mikið mark á bílasölumarkaðinn og lækkað verðið í átt að því sem hefur verið erlendis, en verð á notuðum bílum hér á landi hefur löngum verið allt of hátt. 

Og framundan hillir undir kerfi, þar sem fólk skiptir notkun á bílum á milli sín, jafnvel daglega, og í gangi verður eignarhald, sem er blanda af einkaeign og sameiginlegri eign. 


mbl.is Aldrei fleiri bílaleigubílar í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2 af 45 mestu náttúruundrum heims: Hinn eldvirki hluti Íslands og norsku firðirnir.

Í vandaðri bók um 100 mestu undur heims, eru um 45 náttúruundur. Af þeim eru sjö í Evrópu og aðeins tvö þeirra á Norðurlöndum: Hinn eldvirki hluti Íslands og norsku firðirnir. 

Ákveðinn markhópur ferðamanna þarf að velja á milli þessara tveggja undra á norðurslóðum 3r hqnn vill uppfylla sínar óskir um upplifun af náttúruperlum. 

Sunnar úr álfunni er styttra til norsku fjarðanna en Íslands. Ef gengi gjaldmiðla er þar að auki þannig að verðmunurinn verði enn meiri, mun þeim fjölga sem fara til Noregs og þeim fækka, sem fara til Íslands. 

Á móti kemur að þessi tvö fyrirbæri eru svo ólík, að það verður helst að upplifa þau bæði til að hafa nýtt í botn möguleika Evrópu á þessu sviði. 

Afar margir hafa mært gríðarlegt fall islensku krónunnar 2008-2009 fyrir það að það, ásamt gosinu í Eyfjallajökli, hafi gert Ísland samkeppnisfært sem ferðamannaland á heimsmælikvarða og þar með skapað möguleika til að sprenging í ferðaþjónustu kæmi okkur út úr eftirköstum Hrunsins. 

En hið lofaða bjargræði gengisfallsins fól reyndar í sér stórfelldustu kaupmáttar- og kjaraskerðingu almennings í manna minnum. 

Nú hækkar gengið svo mikið að gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir kikna undan og er þá krónan lofuð fyrir besta kaupmátt og kjarabót í manna minnum. 

Yndislegt. 

Nýjasta kenningin hjá aðdáendum krónunnar er sú, að þessi minnsti gjaldmiðill heims sé stöðugasti gjaldmiðill heims.  Hennar gengi sé öruggt og jafnt, en allir hinir gjalmiðlarnir sveiflist upp og niður!

Ekki síður yndislegt. 


mbl.is Taka Noreg fram yfir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðaldafyrirkomulag sægreifa og leiguliða í sjávarútvegi.

Að hluta til ríkir miðaldakerfi í sjávarútvegi á Íslandi þar sem eru orðnar til stéttir aðalsmanna og leiguliða, annars vegar sægreifanna, sem eru handhafar auðlindarinnar, og hins vegar þeirra sem verða að leigja kvóta af þeim á uppsprengdu verði. 

Einhvern veginn verður að að byrja að losa um þessar viðjar sem eiga ekki heima á 21. öld. 

Þorsteinn Pálsson á að baki mikla reynslu en jafnframt það að hafa staðið nógu lengi til hliðar við  pólitískt argaþras til að geta laðað fram í krafti traustvekjandi persónuleika síns sátt eða í það minnsta löngu tímabærar útbætur á vettvangi sjávarútvegsmála. 


mbl.is Þorsteinn Pálsson leiðir nefndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband