Eiga "40 þúsund fífl" að fara aftur til Parísar?

Andtstæðingar aðgerða í umhverfismálum segja að allur hinn mikli undirbúningur Parísarfundarins 2015 og fundurinn sjálfur hafi falist í að 40 þúsund fífl hafi farið þangað til að ljúka vinnunni. 

Ef það er skoðun Trumps og þessara fylgismanna hans í umhverfismálum að vinnan við Parísarsamkomulagið hafi verið unnin af 40 þúsund fíflum, er augljós mótsögn í því að það eigi að fara að byrja á öllu upp á nýtt til þess að þjóna hagsmunum umhverfisafturhaldsmanna í Bandaríkjunum. 

Rússland er mjög háð framleiðslu og sölu á olíu og gasi. Því er ekki furða að Pútín lýsi yfir skilningi á afstöðu Trumps og vilja til að skera þetta samkomulag "fíflanna" niður við trog. 


mbl.is Hvetur ríki heims til að vinna með Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta "loforðið", að skipta vísindamönnunum út.

Hér á landi og víðar finnast furðu margir sem lofa Donald Trump fyrir að að vera ný og þörf tegund stjórnmálamanna, sem standa við það sem þeir hafa sagt. 

Skoðum þá næsta skrefið hjá Trump. Hann fullyrðir að Kínverjar og menn sem græði á aðgerðum gegn loftslagsbreytingum standi að baki heimslygi víndasamfélag þjóða jarðar um þær. 

Og hann hefur lýst því yfir hver hans viðbrögð muni verða við þessu: "Að skipta út vísindamönnum, reka þá "fúskara" sem haldi fram fölsuðum og röngum niðurstöðum og ráða í staðinn "alvöru vísindamenn" sem muni fletta ofan af heimslyginni og komast að réttu niðustöðunni, þeirri niðurstöðu, sem Trump hefur telur sig hafa komist að. 

Já, við lifum á svona tímum, og ættum kannski að líta örlítið í eigin barm varðandi það að afneita upplýsingum vísindamanna.  

Því að hér á landi er í gangi síbylja allt frá æðstu mönnum niður í manninn á götunni um það að hér sé eingöngu stunduð nýting á "hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum." 

Einstaka sinnum birtast fréttir sem sýna fram á hið gagnstæða, hreina rányrkju og óhreina orkunýtingu, en fyrirbæri, sem kalla má "áunna fáfræði" nær ævinlega yfirhöndinni. 

Síðustu "litlu" fréttirnar, af sökkvandi túnum í Staðarhverfi vestur af Grindavík, eru dæmi um þetta.

Enginn virtist hafa áhuga á því að koma því rækilega til skila, að þetta er eitt dæmið um hvernig virkjanasvæðin á Hellisheiði og á Reykjanesi hafa fallið niður um allt að 18 sentimetra á örfáum árum.

 

Reynt hefur verið að beita þöggun á þessa staðreynd, en sem betur fer var það óháður aðili sem fann þetta út með mælingum. Kannski tilefni til að loka því fyrirtæki og fá í staðinn "alvöru" mælingar.  

Þetta stórfellda landssig á sér stað vegna þess að á þessum svæðum á sér stað stórfelldasta rányrkja landsmanna um þessar mundir.

Þar er í gang svo ágeng orkuöflun fyrir gufuaflsvirkjanir, að orkan á báðum svæðum hefur þegar minnkað um 20% eða meira og á eftir að falla áfram niður þangað til svæðin verða ónýt eftir örfáa áratugi og enginn möguleiki á að standa við orkusölusamninga við stóriðjufyrirtæki marga áratugi fram í tímann nema að brjóta ný og ný svæði fyrir virkjanir, - eða, - og takið eftir því, þetta er engin fjarstæða, - að reisa kolaorkuver til að anna orkuþörfinni. 

Fráleitt?  Ekki fráleitara en það að nú þegar er verið að koma á stóriðju á Bakka og hér syðra sem mun þarfnast innflutnings á hundruðum þúsunda tonna af kolum til brennslu á hverju ári. 

Það grátlega við þetta er, að hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir rányrkjuna með því fara varlega af stað í orkuöfluninni og tryggja að hún væri í jafnvægi.  


mbl.is Sakaður um að hafna framtíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband