244 km/klst í landi, þar sem fólk verður að venja sig við 50 km hámarkshraða!

Þegar ég fór í fyrstu löngu kvikmyndatökuferð mína um Noreg gerði ég áætlun um að verða 14 daga á svæði sem var allt frá syðsta hluta landsins norður til Alta-árinnar. 

En það leið ekki langur tími þar til það kom í ljós, að sé seinkeyrt um íslenska vegakerfið, má telja það eins og hraðbraut miðað við það norska. 

Á löngum, löngum köflum var leyfður hámarkshraði 50km/klst og fljótlega fauk ferðaáætlunin út í veður og vind.

Á tveimur stöðum milli tveggja stærstu borganna, Oslóar og Björgvinjar, með samtals meira en milljón íbúa, voru einbreiðar brýr, og á E6 til suðaustur frá Osló, var hægt að nota eina akrein.

Á þriðja degi var eins gott að segja við sjálfan sig: Slappaðu af, sættu þig við það sem þú getur ekki breytt, því að annars eyðileggurðu ferðina í stressi. 

Þegar komið var norður til Alta var útilokað að komast í tæka tíð til Oslóar, ekki einu sinni með því að aka fljótkeyrðustu leiðina, yfir til Finnlands, þaðan suður með Kirjálabotni Svíæþjððarmegin og loks þvert til vestur yfir Svíþjóð til Oslóar.

Bílnum var því skilað í Alta og flogið í staðinn. Ég frétti af Íslendingi sem ók frá Osló til Þrándheims en varaði sig ekki nógu vel á hraðamyndavélunum og fékk 11 sektir á leiðinni!

Hámarkshraðinn er talsvert meiri í Svíþjóð en í Noregi en samt er slysatíðnin lægri.

Vegna fjöllótts landslags lögðu Norðmenn mikla áherslu á það áratugum saman að grafa jarðgöng og malbika sem fyrst allt vegakerfið.  

Eftir þessi kynni af norska vegakerfinu undrast ég það hvað þeir hjá Top gear komust upp með. 

Það var þáttur um daginn með Jeremy Clarckson á Bugatti Veyron, en mig minnir að framleiðandinn gefi það upp að sá bíll geti farið úr kyrrstöðu upp í 200 kílómetra hraða á álíka löngum tíma og venjulegur bíll er að fara upp í 100. 

Hámarkshraði Veyron er 416 km/klst svoo að 244 km hraði þar ekki að vera ósennilegur ef tryllitækið er nógu öflugt. 


mbl.is Toppgírungar bannfærðir í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gildi áskorunarinnar í náttúrunni.

Nú er haldið málþing í Trékyllisvík um virkjun Hvalár og hefur verið innihaldsríkt.Árnes í Trékyllisvík

Sunnudagsmorguninn var dýrlegur þegar birti upp eins og sést á þessari mynd.  

Eitt af því sem haldið er fram er gamalkunnugt stef um að því stærri og meiri nýir vegir sem lagðir séu um verðmæt náttúrusvæði, því betra. 

Með virkjuninni komi vegur um víðerni Ófeigsfjarðarheiði sem geri fólki kleyft að fara á bílum sínum til að skoða stíflur og miðlunarlón og önnur virkjanamannvirki. 

Samkvæmt þessu væri bráðnauðsynlegt að leggja bílfæran veg um hina vinsælu gönguleið Laugaveginn. Árnes, - málþing

Í Ameríku væri talað um að leggja hraðbraut að frægasta náttúruvætti Utah ríkis, steinbogann "Viðkvæma boga" ("Delicate Arch") í Arches-þjóðgarði. 

Boginn er það mikils metinn, að hann prýðir skjaldarmerki Utah-ríkis. 

Og er einnig á framhlið bandaríska náttúrupassans, sem veitir aðgang að öllum þjóðgörðum Bandaríkjanna.  

En þar vestra er hins vegar talið mest um vert, að hver og einn fái að öðlast sem líkasta upplifun og fyrsti landneminn fékk. 

Þess vegna liggur sama gönguleiðin núna að Viðkvæma boga nákvæmlega eins og hún hefur legið frá öndverðu. 

Hún liggur að mestu á sléttum klöppum eða nógu föstu landi, að það veðst ekki upp. Náttúrupassi í heild

Hjólastólafólk hefur ekki amast við þessu, því að það er mögulegt að fara alla þessa leið á hjólastólum. 

Auðvitað er það áskorun fyrir hreyfihamlaðan að fara að Viðkvæma boga á þennan seinfarna hátt, en þess meiri er ánægjan. Hjarta landsins framhlið

Ánægjan og upplifunin við að ganga Laugaveginn er líka aðalatriðið varðandi hið stórbrotna landslag, sem leiðin liggur um, - upplifun sem ekki næst á annan hátt.  

Og þegar upp er staðið er niðurstaðan sú, - ef endilega þarf að reikna allt í peningum, - að orðspor landsins á heimsvísu vegna ósnortinnar, einstæðrar náttúru, að síðustu árin hefur þetta orðspor gefið þjóðinni mestu uppgangstíma í langan tíma.hjarta-vestfjarda

Í framhaldi af gerð 72ja laga hljómdiskaalbúmsins "Hjarta landsins - náttúran og þjóðin", - sem ætlað er að vekja athygli á hugmyndinni um stóran þjóðgarð á miðhálendi landsins, - bað ég Karl Örvarsson, hönnuð albúmsins, að útfæra á táknrænan hátt hugmynd um stóran þjóðgarð á Vestfjarðakjálkanum eftir lýsingu minni.  

Hann yrði beggja vegna Ísafjarðardjúps og teygði sig yfir innsta hluta Djúpsins°og næði norður á Hornstrandir.

Ljóst er að svona hugmynd yrði lemstruð með því að gera viðfeðma virkjun á Ófeigsfjarðarheiði, því að á okkar tímum er það klárt, að útilokað er að reisa slík virkjanamannvirki inni í þjóðgarði.

P.S.  Hinn nafnlausi Hábeinn sem stanslaust segir mig fara með rangfærslur, sem er annað orð yfir lygar, verður til þess að ég birti hérna nokkrar myndir.

Efst er mynd af heimasíðu Vesturverks þar sem upplýst er að H.S. orka eigi það stóran hlut í Vesturverki að það geti lagt í öll sín stóru verkefni á hálendi Vestfjarða, sem önnur mynd á heimasíðu fyrirtækisins sýnir.  70% hlutur er langt umfram það sem þarf til að eiga ráðandi hlut í fyrirtæki. HS orka-Vesturverk

Neðar er mynd er úr frétt af visir.is á sínum tíma um það hvernig kanadískt stórfyrirtæki stofnaði sænskt skúffufyrirtæki til að komast í gegnum EES í að eignast ráðandi HS orku.

Sænska skúffufyrirtækið var með enga aðra starfsemi en að vera leppur. 

Þar er talað um 98% hlut, og hafi sá hlutur minnkað síðan, hefur það ekki verið gert til að missa tangarhald á H.S. orku.

Ég á eftir að sýna Hábeini frekari gögn, svosem um Ross J.Beaty og um 500 megavatta virkjunina í Krýsuvík, sem ég hef ekki tök á að á taka mynd af fyrr en að fundi loknum. Krýsuvík virkjunKrýsuvík 


mbl.is Gekk einfættur á Hvannadalshnjúk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband