Minnir svolítið á Hillary Clinton og Bernie Sanders.

Enginn átti von á öðru en að Hillary Clinton þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að eldgamall karl eins og Bernie Sanders ætti nokkra möguleika til að hagga við henni í forkosningunum síðatliðið haust. 

En sá gamli hreif unga sem aldna með kröftugum og líflegum málflutningi þótt hann lyti í lægra haldi á endanum fyrir vel smurðri kosningavél Clinton. 

Sanders skynjaði vaxandi óánægjustrauma og nýtti sér það, og þegar Hillary hafði ýtt honum til hliðar sótti Donald Trump inn á svipað svið. 

Hvernig sem bresku kosningarnar fara núna er ljóst, að það sem kemur mest á óvart er að fyrirfram álitinn vonlaus keppninautur Theresu May, hinn grámyglulegi Jeremy Corbyn með Verkamannaflokkinnn og fylgi hans í henglum, skyldi með kröftugri og líflegri kosningabaráttu ná að hrista svo upp í kosnningaslagnum, að nú bíða menn spenntir eftir því hvort May missi meirihlutann sem hún hefur þó haft fram að þessu. 

Cobyn virtist njóta þess að berjast á sama tíma sem May var hikandi, tók rangar ákvarðanir og veigraði sér við að nýta hvert tækifæri sem gafst til að sanna fyrir kjósendum, að hún ætti það skilið að auka meirihluta sinn á þingi.

Hún var líka óheppin að hryðjuverkið í London skyldi gerast einmitt á versta tíma fyrir hana, því að upplýsingarnar um stórfelldan niðurskurð hennar á framlögum til lögreglunnar og fréttirnar af andvaraleysinu gagnvart höfuðþaurunum í ódæðunum hafa áreiðanlega tekið af henni fylgi.   


mbl.is May missir meirihluta samkvæmt spám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur í áhættuhópi.

Þegar ég var strákur, nýbúinn að lær að lesa, las ég um það í æskuminningum Hendriks Ottósonar um Gvend Jóns og hann, að franskir sjómenn hér við land hefðu löngum sóst eftir að krækja í rauðhærða strákar og nota þá í beitu. 

Af því að ég var með einstaklega stóran, þykkan og eldrauðan hárbrúsk, fannst mér ekki þægilegt að lesa um þetta og vera hugsanlega í áhættuhópi hvað þetta varðaði. 

Síðan þetta var tilgreint á prenti eru liðin tæp sjötíu ár og rauða hárið löngu horfið af hausnum en glampandi skalli kominn í staðinn. 

Og af því að ég hef verið í Mósambík nauðasköllóttur er það óþægileg tilhugsun að hafa verið í nýjum áhættuhópi þessa daga sem ég dvaldi þar.  


mbl.is Sköllóttir menn ekki óhultir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjall leikur við myndun meirihlutans.

Þegar núverandi meirihluti var myndaður í borgarstjórn 2014 hefði ekki endilega þurft alla þá flokka í meirihlutasamstarf sem gengu að því borði.  

Með því að sleppa einum flokki úr hefði meirihlutinn oltið á einu atkvæði, og slíkt gerir stöðu hvers aðila sterka hvað varðar það að hafa oddaaðstöðu. 

En ákveðið var að hafa meirihlutann stærri og hvað varðaði hættuna á samstarfsslitum var það snjall leikur, því að þá var enginn einn borgarfulltrúi í meirihlutanum með oddaaðstöðu, heldur þurfti tvo til. 

Gallinn við þessa tilhögun gat hins vegar verið sá að staða hvers og eins fulltrúa í meirihlutanum veiktist hvað oddaaðstöðuna snerti. 

En hvað samstarfið innan meirihlutann snertir, hefur hann siglt nógu lygnan sjó til þess að vera með svipað fylgi og í kosningunum 2014. 

Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Sjálfstæðiflokkurinn værí síðan 2010 aðeins með í kringum 25% fylgi í skoðanakönnunum í borginni í stað 40-50% sem var nokkuð föst tala Sjálfstæðisflokksins og Íhaldsflokksins í 90 ár þar á undan. 


mbl.is Sterk staða meirihlutans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Votta þér samúð en þú getur sjálfum þér um kennt."

Samúðarummæli Donalds Trumps verða að teljast óvenjuleg sem opinberar samúðarkveðjur, þótt ekki sé dýpra tekið í árinni. 

Innihaldið er nokkurn veginn þetta: "Ég votta þér að vísu samúð en það er þér sjálfum að kenna að þessi hryðjuverk voru framin og skammastu þín." 

Trump er nýkominn úr ferð til Sádi-Arabíu til vinskapar við spillta ráðamenn alræðis, mannréttindabrota og stuðnings við hryðjuverkahópa í "heilögu stríði" við Írani. 

Ekki er hægt að finna neina skárri skýringu á því af hverju Trump styður Sáda gegn Írönum en en beina peningalega hagsmuni vegna olíuauðs Sádanna og ítaka þeirra í krafti þessa auðs. 

 


mbl.is Segir ummæli Trump „viðbjóðsleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálslón: 50 milljón tonn á ári? Ónýtt eftir 50 ár? Vanræksla í Andakíl?

Nú hefur komið í ljós að aurset í inntakslóni Andakílsárvirkjunar var margfalt meira en áætlað hafði verið. Má það furðu gegna, því að áin er skilgreind sem bergvatnsá en ekki jökulsá eins og árnar sem virkjaðar voru fyrir Kárahnjúkavirkjun. Leirfok, Kárahnjúkar

Tölur um aurset Kárahnjúkavirkjunar sýna best hvað 15-18 þúsund tonnin, sem fóru úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar voru í raun lítið magn miðað við það aurmagn sem áætlað er í mati á umhverfisáhrifium að fari í Hálslón Kárahnjúkavirkjunar á hverju ári. 

Þar er um að ræða um 10 milljón tonn árlega og að lónið fyllist upp af auri á bilinu 150 til 300 árum.

Á efstu myndinni sést dæmigert leirfok úr þurru lónstæði Hálslóns snemmsumars meðan lágt er í lóninu. Það rétt grillir í Kárahnjúka en stíflurnar eru á kafi í leirfokinu. Þetta gerist þegar hreyfir vind í hlýjum og þurrum sunnan þey.  

En miðað við reynsluna af uppfyllingu gilsins sem Kringilsá féll um fyrir virkjun, er um stórkostlega vanáætlun að ræða.Töfrafoss í maíFólk í sandi v.Kringilsánar loftslags er aurburður Jöklu og Kringsilsár vafalaust miklu meiri en áður var og reiknað var með í áætlunum um virkjunina.

Reiknað var með að gilið fyrir neðan Töfrafoss, sem sést hér á mynd tekinni í júníbyrjun fyrir átta árum, myndi ekki fyllast upp fyrr en eftir 100 ár. 

En á myndinni sést, að aursetið hefur þegar á aðeins tveimur árum fyllt gilið upp að fossinum og sökkt í aur öllu gilinu fyrir neðan fossinn og fossunum þar að eilífu. 

Á næstu mynd þar fyrir neðan gengur fólk eftir þurrum sandflákum þar sem áður var þykkur, gróinn jarðvegur. 

Það ætti ekki að koma á óvart að miðlunargetan og þar með afl Kárahnjúkavirkjunar fari að dvína þegar eftir um hálfa öld og afl virkjunarinnar jafngilda því að hún verði ónýt á innan við öld.

Fari á þann veg felast ekki aðeins mestu mögulegu óafturkræfu neikvæðu umhverfisáhrif í þessari virkjun, heldur er gortið af "endurnýjanlegri orku" og "sjálfbærri þróun" marklaust.

Ef reynt verður að opna "botnrás" stíflunnar til að skola aurnum niður í Jökuldal, verður að gera það eftir tiltölulega stuttan tíma, því að þessi "botnrás" er í 85 metra hæð yfir botninum! Og á meðan yrði að skrúfa fyrir rennslið yfir í hverflana að miklu eða öllu leyti.  

Af hverju liggur botnrásin svona hátt?

Það er af því að botn lónsins verður svo fljótt að fyllast af aur. Og aurskolun yrði í raun aðeins piss í skóinn um skamma stund, því að svo yfirgengilega mikill er þessu aur, að ef reynt verður að skola sem mestu af honum niður í Jökuldal og út í Héraðsflóa, myndi það valda óviðunandi afleiðingum alla leið til sjávar.  

Hvað Andakílsárvirkjun áhrærir er líklegt, að vanrækt hafi verið að mæla hæð setsins fyrir útskolun, því að með slíkri mælingu hefði komið í ljós að setið var orðið margfalt hærra og meira en reiknað hafði verið með og þess vegna ekki verjandi að láta allt gossa.  


mbl.is Set í Andakílsá meira en áður talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband