Ekki spurning um hvort heldur hvenær

Hafið býr yfir hundrað hættum var einu sinni sungið í sjómannalagi.  Og hið sama á auðvitað um íslenska náttúru með sínum hengiflugum, fossum og gljúfrum.  Margt getur farið úrskeiðis eins og t.d. það að þessi bloggpistill er óvenju seint á ferðinni vegna erfiðleika sem upp komu á ferðalagi mínu í dag á mjög afskekktum stað.  Nú rétt í þessu var verið að hjálpa örmagna fólki sem hafði gefist upp á göngu sinni.  Og þrátt fyrir allar unaðstundirnar sem hægt er eiga á ferðum um Ísland þá leynast óvæntir erfiðleikar og áföll við hvert fótmál.  Og þótt enn skortir talsvert á að búið sé að búa þannig um hnúta að fyllsta öryggis sé gætt verður aldrei hægt að girða fyrir það að slys á borð við það sem varð við Gullfoss gerist.  En af svona atburðum verður að læra og vegna gríðarlegs fjölda ferðamanna á Íslandi að spara ekkert til svo að slysahættan sé minnst.


mbl.is Ferðamaður féll í Gullfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsun hugans og sjálfvirk áfallahjálp.

Það hefur löngum þótt hið rétta viðbragð við áföllum, að bera harm sinn í hljóði og sleikja sár sín í einrúmi. Bara konur megi gráta. 

En nú sjáum við hvernig hugurinn er hreinsaður með tárum í beinni útsendingu og með slíku viðbragði lagður grunnur að því að geta byrjað strax að nýju með hreint borð, tilbúin í slaginn sem bíður á næsta leiti. 

Öll þátttaka kvennalandsliðsins í EM hefur verið einstaklega gefandi fyrir okkur öll sem þjóð og einstaklinga. 

"Það gengur betur næst" er gott kjörorð. Felur í sér viðurkenningu á því sem ekki hefur gengið vel og einlægan ásetning um að læra af því og gera betur. 


mbl.is „Nei ég er að gráta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband