Sér varla högg á vatni.

Í kringum Donald Trump er stór hirð manna sem taka mjög alvarlega það sem forsetinn segir, sama hve fráleitt það er á stundum. 

Þessi átrúnaður hefur gripið milljónir manna bæði heima í Bandaríkjunum og erlendis, og eins og oft vill verða, fá þeir helst trúnað, störf og náð hjá forsetanum, sem standa sig best í því að halda fram svonefndu sannlíki, (alternate truth) sem felst í því að enda þótt staðreyndir liggi fyrir, búi forsetinn og menn hans yfir öðrum sannleika sem er sá eini rétti, en hinar staðreyndirnar séu hins vegar rangar, tilbúnar og falsfréttir.

Þessi hirð, bæði hjá Trump og allt heim til hirðar hans hér á landi, hefur til dæmis blákalt haldið því fram að niðurstaða skoðanakannana síðastliðin 75 ár hafi allar verið falsfréttir, en hins vegar réttar þær niðurstöður, að Trump glansi um þessar mundir svo mjög í skoðanakönnunum að niðurstöður kannana, jafnvel langt aftur í tímann, séu augljóslega rangar.

Þótt Sean Spicer sé sagt upp, er vart við því að búast að það sjái högg á vatni varðandi þennan málatilbúnað, því að nóg er til af trúföstum aðdáendum Trumps til að stunda af kappi þessa tegund rökræðna og meðferðar á gögnum af flestu tagi.  


mbl.is Sean Spicer búinn að segja upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgiathöfn landnáms Ingólfs. Nú tekin upp hótelatrú?

Fáir búa yfir meiri þekkingu um trúarathafnir í upphafi byggðar í Reykjavík og séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur. 

Áður hefur verið lýst hér á síðunni hvernig hann telur að sérstök trúarathöfn hafi farið fram þegar Ingólfur Arnarson friðmæltist við landvættina með því að láta öndvegissúlur sínar, heimilisguði sína, fljóta upp í fjöruna þar sem nú er Tryggvagata og láta síðan bera þær að stað skammt frá fyrir sérstaka athöfn. 

Þetta rímar vel við alla söguna af landnámi Ingólfs og Hjörleifs, en Ingólfur taldi Hjörleif hafa goldið fyrir það með lífi sínu að vera trúlaus og vingast ekki við landvættina á sama hátt og gert var í Reykjavik. 

Rétt eins og Íslendingar virtust taka upp áltrú á sjöunda áratug síðustu aldar, hefur verið tekin upp nokkurs konar hótelatrú í Reykjavík, þar sótt er að öllum mögulegum og ómögulegum reitum í Reykjavík til að reisa þar hótel, helst svo stór á stundum, að yfirskyggi allt í kringum þau. 


mbl.is Liggur á að koma upp enn einu hótelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband