Ekki í fyrsta skiptið og ekki í það síðasta.

Sumir segja að Donald Trump hafi komið með hressandi andblæ inn í steingelda og spillta stjórnmálaumræðu.

Eftir hálft ár í embætti verður vart komið tölu á þau skipti, þar sem hann hefur hraunað yfir áheyrendur sína með því að gera sjálfan sig og sína harkalegu pólitík að algeru aðalatriði við tækifæri þar sem enginn hefur áður tíðkað slíkt. 

Má þar nefna gusuna sem hann lét vaða yfir starfsfólk leyniþjónustunnar þegar hann hélt ræðu af þessu tagi yfir henni strax eftir embættistöku sína. 

Þar var að vísu ekki um að ræða mjög fjölmenna samkomu en öðru máli gegnir um meira en aldargömul milljóna fjöldasamtök ópólistískra mannbótarhreyfinga, sem ávallt hafa rakt ríka áherslu á að halda sig utan við pólitískt vopnaskak.

En enginn ætti að verða hissa á því þótt hann muni halda þessu áfram, svo að skátauppákoman verði hvorki fyrsta skiptið né það síðasta þar sem hann hagar sér svona.

Maðurinn er nefnilega svo sannfærður um ágæti ruddalegrar hegðunar sinnar að hann mun snúa laginu "My way", sem hann lét leika við innsetningu sína í embætti, upp í réttlætingu á hverju einu sem hann gerir.

Raunar var hann dálítið óheppinn í innsetningunni með þann hluta lagsins, sem heyrðist greinilegast í útsendingunni og fjallar um að endalokin séu nærri þegar hann stendur andspænis falli leiktjaldanna í síðasta sinn.  


mbl.is Skátar biðjast afsökunar á Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Belgískur snúður segir sögu.

Við hjónin keyptum snúð hér í Brussel í gærkvöldi. Fyrir mann, sem átti föður sem var bakarameistari og afa sem líka var bakaarameistari, sagði þessi snúður talsverða sögu. 

Tilhlökkunin til að snæða þennan belgíska snúð var snarlega kæfð þegar bragðað var á honum. 

Hann var á alla lund óráveg frá snúðunum heima bæði hvað snerti bragð og stinnleika. 

Þegar pabbi var í bakstrinum fékk maður langan fyrirlestur um það, hvers vegna snúðarnir og vínarbrauðin hans og afa voru jafn góð og raun bar vitni. 

Ekkert mátti til spara til að gera afurðirnar eins góðar og mögulegt væri. 

Það byggðist á ströngu efnisvali og verkferli, nákvæmu í smáatriðum, meðal annars bandarísku gæðahveiti, nákvæmu vali á vali og meðferð annarra efna og smámunasemi í meðhöndlun á bakstursborðinu, þar sem til dæmis vínabrauðslengjan var "opnuð" með því að slá bakarahnífnum í hana og mynda ótal raufar í deigið. 

Bragðið, þetta sæta bragð hins volga snúðs eða vínarbrauð, varð að vera ósvikið. 

Ekkert af þessu var til staðar í hinum belgíska snúð, sem lait svo vel út, en var gersneyddur bragði og mýkt. 

Skýringarnar gætu verið nokkrar.

Kannski var einhver hollustureglugerð búin að eyðileggja snúðinn. Kannski hafði einhvern tíma verið fyrir hendi þekking og geta til þess að gera almennilegan snúð. 

Næst þegar ég kem til Danmerkur, ef til þess kemur, verður hægt að bragða á dönskum snúð til að sannreyna hvort Danirnir kunna þetta enn og fá að gera það á sinn einstaka hátt. 

Við vitum svo sem að hvítasykursfíkn er talin mikil vá í nútímasamfélagi, en það á ekki að verða til þess að sykurkennt bragð sé bannfært, - magnið sem innbyrt er, hlýtur að skipta mestu máli. 

Það var aldrei ætlun okkar hjónanna hér í Brussel að liggja í snúðaáti, - heldur aðeins að fá smá bragð. 

En aðalatriðið gæti verið að eitt af því sem dönsk yfirráð og áhrif á Íslandi innleiddi, var afburða þekking og reynsla í matar- og kökugerð. 

Það á við um fleiri iðngreinar. 

Hinn afi minn múrari og kunni upp á hár að handleika múrsteina og hvaðeina upp á danskan máta. 

Á heimili hans hékk mynd af honum standandi við "sveinsstykkið", myndarlegan múrvegg, hlaðinn á danska mátann. 

Hugsanlega eina múrvegginn sem hann hlóð á ævinni. 


Bloggfærslur 27. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband