17 ár frá komu Bob Zubrin.

Bob Zubrin, hver er eða var hann og hvað með það hvað hann var að gera á Íslandi árið 2000?800px-Robert_Zubrin_by_the_Mars_Society

Jú, hann kom hingað vegna þess að hann var forystumaður alþjóðlegra samtaka áhugafólks Mars Society, um ferðir til mars og hann var að hefja leit samtakanna af heppilegasta svæði jarðar til rannóskna og æfingar vegna komandi ferða til mars.  

Og viðbrögð flestra voru sennilega þau að þetta væri "geimóramaður" og samtökin geimórasamtök. 

Þremur árum síðar kom sendinefnd frá samtökunum til Íslands til þess að velja æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í stíl við Öskju og tunglfarana. 

Þetta vakti sáralitla athygli enda marsferðir enn bara eitthvað fjarlægt rugl í huga flestra. 

Þó hafði tímaritið Time verið með margra blaðsíðna umfjöllun um málið með viðtali við Zubrin og þar var ekkert verið að skafa utan af því að rétt eins og ferðir til tunglsins þóttu "geimórar" alveg fram undir 1960, væru marsferðir og byggð manna á mars engir geimórar.

Og nú eru menn komnir enn lengra í hugsun, allt til ístungla Satúrnusar og Júpíters.

 


mbl.is Líf undir jökli auðveldar geimveruleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins hillir undir nýja hugsun.

Eftir því sem fleiri möguleikar í samgöngum ryðja sér til rúms eykst þörfin á að horfa út fyrir bílaumferðina hvað merkingar snertir. 

Þótt ég hafi nú hjólað um hjólastíga borgarinnar í meira en tvö ár minnist ég þess varla að hafa séð eitt einasta skilti, þótt ekki væri nema skilti með örvum sem vísi skástu leið í helstu höfuðáttir. 

Vegna miklu hægari ferðahraða er hjólreiðamanni refsað rækilega ef hann velur ekki rétta leið. 

Sama er að segja almennt um göngustíga og hestastíga og merkingar sem sýna stystu leið til flugvalla landsins. 

En þetta er vonandi allt að koma.


mbl.is Nýbreytni í merkingum á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið "ómögulega" afrek Vilhjálms Einarssonar.

Það er undantekning frá reglunni að menn setji met í íþróttum án þess að aðdragandi og undirbúningur hafi verið eftir kúnstarinnar reglum. 

Eitt besta dæmið um það er það, þegar Vilhjálmur Einarsson jafnaði gildandi heimsmet í þrístökki með meti sem stendur enn í dag 56 árum síðar og ekki er hægt að sjá að verði jafnað í fyrirsjáanlegri framtíð.

Vilhjálm misminnti um það um hvorki meira né minna en tvær klukkustundir hvenær keppnin ætti að hefjast og kom því til leiks aðeins fimm mínútum áður en keppni ætti að hefjast.

Aðdragandi að keppni er venjulega notaður til skipulegs undirbúnings varðandi smátt og stórt, mataræði og nákvæmri upphitun.

Vilhjálmur lenti því í erfiðleikum við að láta allt of stuttan undirbúning ganga upp.

Hann varð því að sleppa fyrstu stökktilrauninni, sem hann átti, vegna tímaskorts.

Það kom því bæði honum og öllum á óvart þegar þetta stórkostlega afrek sá dagsins ljós, 33 sentimetrum lengra en næstbesti árangur hans á ferlinum.  

Á stigatöflunni á þessum tíma samsvaraði 16,70 m þrístökk 9,8 sekúndum í 100 metra hlaupi. 


mbl.is Bætti metið eftir brúðkaup fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband