Eins og þeytispjöld.

Veturinn 2015-2016 gerðist það nokkrum sinnum á Landsspítalanum, að vegna aðstæðna varð að koma mér fyrir um nokkra hríð á göngunum inn af móttökuborðinu á bráðavaktinni. 

Í öll þrjú skiptin var áberandi hve álagið á starfsfólkinu var mikið til þess að leysa mörg og misjafnleg viðfangsefni hinna slösuðu. 

Þetta var stanslaust streitustarf og blessað fólkið eins og þeytispjöld. 

Þó var ekki í neitt þessara skipta um einhverja bylgju slysa að ræða, svo sem vegna hálku. 

Þetta var lærdómsríkt að sjá og hafa um leið í huga umræðuna utan spítalans þar sem sumir gerðu lítið úr þeim aðstæðum, sem starfsfólkið býr við og töluðu jafnvel um "leiksýningar" í því efni. 


mbl.is „Landspítalinn er á hnjánum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hann rignir alltaf..." kvað Shakespeare.

Þrú lög í diskasettinu "Hjarta landsins - náttúran og þjóðin", eru samin við ljóð eftir óumdeilanleg stórskáld. 

Það er lögin "Ferðalok" við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, "Hallormsstaðaskógur" við ljóð Halldórs Laxness og "Hann rignir alltaf" eftir við ljóð Williams Shakespeare, sem hann setti í lok leikritsins Þrettándakvöld.

Fyrir því lagi sem höfundar, eins og það birtist á plötunni, teljast Halldór Haraldsson og ég.

Þetta var fyrsta lagið, sem ég söng á leiksviði 1959 í uppsetningu Herranætur M.R. í Iðnó. 

Veðrið kemur mjög við sögu í sambúð þjóðarinnar við náttúru landsins og gerir það einnig í mörgum laganna.  

Eitt lagið heitir meira að segja "Rok og bylur." 

Lagði "Hann rignir alltaf" hefur átt ansi oft við í vor með viðlagi sínu, "Hann rignir alltaf dag eftir dag."

Aðeins á Íslandi og í Færeyjum er jafn svalt í Evrópu um hásumar og á Íslandi. 

Á móti kemur að júní og júlí bjóða upp á mestu birtuna á árinu. 

Það vorar seinna hér á landi og haustar fyrr en annars staðar í Evrópu. 

Þegar framangreint er lagt saman er útkoman sú að við ættum að reyna að vera hér heima á skerinu yfir hásumarið. 

En það rekst svolítið á aðal sumarleyfatímann. 

Besti tíminn til utanferða er auðvitað í janúar, en þá verður hins vegar að fara svolíti langt til að krækja sér í nógu hlýtt veður. 


mbl.is Íslendingar flykkjast út úr landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er eðlileg bilanatíðni, viðhald og rekstraröryggi?

Í borgarstjóratíð Birgis Ísleifs Gunnarssonar var farið út í mjög kostnaðarsamt og metnaðarfullt verkefni varðandi frárennslismál í Reykjavík.  

Þetta var það stórt verkefni að það þurfti átakk til að koma því í gegn. 

Eins og títt er um fjárfestingar í nýjum búnaði og tækjum bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum, var aldrei minnst á rekstrarkostnað hreinsistöðvanna, endingu og eðlilegt og nauðsynlegt viðhald. 

Hvaða kröfur þarf að gera um búnað og viðhald til þess að svipað gerist ekki aftur í svona miklum mæli?

En það er erfitt að dæma um nýjustu uppákomuna í þessum skólpmálum, nema að fara rækilega ofan í saumana á þessum nauðsynlega þætti í nútíma hreinlætismálum. 


mbl.is „Þurfum að fara yfir þetta frá A til Ö“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband