Mannréttindasagan endurskrifuð? Lengi skal manninn reyna.

"Sökin er hjá báðum fylkingum". Jæja, þurfum við þá að endurskrifa söguna af réttindabaráttu blökkumanna á á sjöunda áratugnum?

Þá voru líka framin morð svipuð þeim, sem framið var í Charlottesville. 

Blökkumenn hurfu og fundust síðar dauðir. Fylgismenn Ku-Kux-Klan og kynþáttamismunar drápu blökkumenn. 

Skotið var á mótmælafundi og blökkumenn drepnir í kirkju, ráðist á ofbeldisfullt fólk að dómi þeirra, sem litu á aðgerðir hins vopnlausa fólks sem "ofbeldisaðgerðir." 

Martin Luther King var meðal þeirra sem var drepinn. Hann var helsti leiðtogi fylkinga sem stóð fyrir fjðlmennustu mótmælaaðgerðunum á þessum tíma. 

Nú er sest að skrifborðinu og í loftinu liggur að niðurstaðan skuli verða sú að "sökin hafi verið hjá báðum fylkingunum".

Sökin hafi að því leyti verið hjá mótmælendum, að þeir hafi ekki haft leyfi til að koma þarna saman og að sumir þeirra hefðu ekki verið tómhentir, heldur með lausamuni eins og úðabrúsa og prik. 

Þó virðist liggja fyrir að vopnabúnaður nýnasistanna og Ku-Kux-Klan manna hafi verið miklu meiri og hernaðarbragur á skipulagi þeirra. 

Færum þetta í íslenskt samhengi.

Ef einhver hefði sest upp í stærsta skriðdreka Íslands og ekið honum inn í hóp mótmælenda í Gálgahrauni 13. október 2013, drepið einn og sært tuttugu, hefði mesti valdamaður landsins haldið því fram í tvígang, að sökin hefði legið jafbt hjá mótmælendum og stjórnanda ýtunnar af því að mótmælendurnir hefðu ekki verið búnir að hlýða skipunum lögreglu um að færa sig. 

Aldrei hefði maður trúað því hér um árið, að æðsti embættismaður Bandaríkjanna myndi setja fram röksemdafærslu af þessu tagi og hrinti með því af stað endurmati á borð við þetta. 

En lengi skal manninn reyna. 


mbl.is Sökin hjá báðum fylkingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband