Skriftin á veggnum um annað bankahrun?

"Manneskjur gera mistök og græðgi mun leiða til slæmra ákvarðana." Sennilega er þetta í fyrsta skipti sem setning af þessu tagi hrekkur úr munni manns sem er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. 

Í aðdraganda Hrunsins var þrætt fyrir mistök og orðið græðgi hafði á sér blæ nauðsynlegs drifkrafts í þjóðlífinu.  

"Sjálfstæðismenn vilja sterka leiðtoga til þess að geta verið í friði við að græða á daginn og grilla á kvöldin" hrökk úr munni eins helsta talsmanns þess að hafa sem minnst eftirlit og "hömlur." 

Undirtónninn í tilvitnuðum ummælum Bjarna Benediktssonar í viðtali við Sky news er að íslenska leiðin út úr Hruninu, að grafast fyrir um orsakir ófaranna og draga þá til ábyrgðar, sem brotið hefðu lög, hefði átt að vera farin í öðrum löndum. 

Bjarni spáir öðru bankahruni, væntanlega erlendis, en mörg einkennin frá því fyrir 2007 eru í skriftinni á veggnum hér heima. 

Áhættusækni og sambland fjárfestingabanka og viðskiptabanka eru í þessari skrift auk ofurlauna helstu ráðamanna á banka- og efnahagssviðinu. 

Ferðamannasprengjan er fóður fyrir græðgi sem skýtur upp kollinum hvert sem litið er. 

"Það verður önnur bankakreppa í framtíðinni" segir Bjarni, og bara skuldir sumra öflugustu þjóða heims eru geigvænlegar. 

En hættan vofir líka yfir hér á landi á meðan upphafsorð þessa bloggpistils hrjóta af munni valdamesta manns Íslands. 


mbl.is Það verður önnur bankakreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú njóta hjólin sín.

Nú er í aðsigi eitt allra mesta rask í umferðinni í Reykjavík sem orðið hefur.2011-Yamaha-EC-03-EU-Basic-White-Studio-001

Margir undrast tímasetninguna og sjá fátt til ráða.

Þó er til ódýr möguleiki til að bregðast við svona uppákomum, svo sem ódýr reiðhjól, rafreiðhjól og létt rafhjól og vélhjól.

Myndin hér við hliðina er af einu af ódýrustu og léttustu rafhjólunum.

Það er af Yahama gerð, nær 45 kílómetra hraða og myndi kosta innan við hálfa milljón nýtt.    

En það má heyra það út undan sér að þau ummæli falla ekki í góðan jarðveg hjá öllum að fólki skuli hjóla meðan verið er að nota óheppilegasta tíma ársins til að valda stórfelldum umferðatöfum í miðborg Reykjavíkur. kawasaki-j300-640x408-620x395

Það eiga ekki allir reiðhjól, rafreiðhjól eða nett og létt vélhjól. 

Og það er ekki alltaf heppilegt veður til að nota slíka fararskjóta. 

En það er samt ekki vitlaus fjárfesting sem felst í að eiga þessi tæki, því að hún er sáralítil miðað við að eiga bíl.  Og mín reynsla er sú að slæmt veður er stórlega ofmetið í hugum fólks varðandi ferðir á tvíhjólum af ýmsum gerðum. 

Sömuleiðis er ofmetið að það að eiga heima í útjaðri borgarinnar geri notkun hjóla of seinlega. DSCN8766

Með því að eiga minnsta og sparneytnasta vélhjól, sem kemst á þjóðvegahraða er reynsla mín þvert á móti sú, að því meiri umferðarteppur og tafir sem eru í bílaumferðinni, því meiri yfirburðir komi í ljós í notkun lítils, lipurs og létts vélhjól með 125cc hreyfli og eyðslu upp á 2,2 lítra á hundraðið. 

Eftir rúmlega árs reynslu af því að nota svona hjól og spara mikil útgjöld hefur reynslan af því að eiga það tíu þúsund kílómetra akstri, meiriparturinn út um allt land, langt umfram væntingar. Hjól Skóla-vörðustíg

Og rafreiðhjólið, sem mér áskotnaðist fyrir rúmum tveimur árum, hefur líka reynst raunhæfur kostur eftir fjögur þúsund kílómetra að baki í innanbæjarumferð, þótt heimilisfang þess sé austast í Grafarvogshverfi. 

 


mbl.is Mun gerbreyta umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina Evrópulandið sem er langt frá öðrum löndum.

Ísland er eyja og það eru 1320 kílómetrar frá Keflavíkurflugvelli til flugvalla í öðrum Evrópulöndum. 

Í öllum öðrum Evrópulöndum er hægt að velja á milli fjölda varaflugvalla í margfalt styttri fjarlægð. 

Þegar ýmsar af þotum íslenskra flugfélaga fara í loftið á Keflavíkurflugvelli í veðurskilyrðum, sem eru nógu góð fyrir flugtak, geta skilyrðin oft verið of léleg fyrir lendingu. 

Oft eru skilyrðin betri í Reykjavík í suðlægum og suðaustlægum áttum og þá er hægt að nota hann sem varaflugvöll ef til dæmis hreyfill missir afl eftir flugtak. 

Hins vegar er ekki hægt að nota Akureyrarflugvöll eða Egilsstaðaflugvöll, Akureyri vegna fjalla, sem eru of há fyrir hlaðna þotu á einum hreyfli, og Egilsstaði vegna of mikillar fjarlægðar.  

Ef slys verður á flugbrautum Keflavíkurflugvallar lokast viðkomandi flugbraut oft, og völlurinn lokast alveg ef biluð eða löskuð flugvél er á brautarmótum eða ef mjög hvass vindur lokar þeirri braut sem annars væri opin.

Á Oslóarsvæðinu eru þrír flugvellir og fjórir á Stokkhólmssvæðinu. Nálægt miðborg Lundúna er alþjóðaflugvöllur og fjórir flugvellir eru í Los Angeles svo að dæmi séu tekin. 

Þegar borgarstjóri talar um stækkandi þotur má geta þess að Icelandair er nýbúið að festa kaup á þotum, sem eru aðeins minni en núverandi þotur félagsins. 

Þar að auki er auðvelt að lengja austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar, sem best liggur við ríkjandi hvössum vindi af suðaustri og er með sjó í að- og fráflugi að vestanverðu en auð svæði í Fossvogsdal að austanverðu.

Þessi lenging yrði kærkomin vegna þess að við hana myndi flug á norður-suðurbrautinni verða brot af því sem það er nú.  

Aftur og aftur koma menn fram með að hægt sé að færa allt sjúkraflug yfir á þyrlur, vegna þess að þær hafi yfirburði yfir flugvélar.

Þær geta að vísu lent víðar en flugvélar en að öllu öðru leyti hafa flugvélar vinninginn, fljúga miklu hraðar og ofar veðrum og eru margfalt dýrari og tímafrekari í viðhaldi en flugvélar af sömu stærð.  


mbl.is Þarf tvo flugvelli á Suðvesturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að samstaða náðist.

Það var skynsamlegt hjá stjórninni í Washington að slá aðeins af ítrustu kröfum um refsiaðgerðir en ná fram einhug um hertar aðgerðir. 

Með því að herða jafnt og þétt að Norður-Kóreumönnum til að fá þá til að taka sönsum eru meiri líkur á að þeir geri, líkt og Kim Il-sung gerði 1994,  þegar Carter fékk hann að samningaborði. 

Kúbudeilan endaði ekki með kjarnorkustríði þrátt fyrir að tæpt stæði, heldur með því að Sovétmenn hættu við að setja upp eldflaugapalla þar gegn því að Bandaríkjamenn lofuðu því að gera ekki innrás inn í landið. 

Vonandi er að harkan, sem Norður-Kóreumenn hafa sýnt, sé frekar merki um það að þegar að samningum komi, geti þeir samið úr sem sterkastri stöðu, heldur en að þeir ætli sér að fara í stríð. 


mbl.is Hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband