Allur gangur á því hvernig ráðherrar bregðast við þingrofi og stjórnarslitum.

Allur gangur hefur verið á því í gegnum tíðina hvernig ráðherrar bregðast við stjórnarslitum eða þingrofi.

Á lýðveldistímanum hafa verið myndaðar fjórar minnihlutastjórnir eftir að stjórnir sprungu, Sjálfstæðisflokksins 1942, Sjálfstæðisflokksins 1949, Alþýðuflokksins 1958-1959, Alþýðuflokksins 1979 og Alþýðuflokks og Vinstri grænna 2009. 

Þegar vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk 1974 og Ólafur Jóhannesson rauf þing með látum, voru ráðherrar Frjálslyndra og vinstri manna ekki samstíga í því að segja sig úr stjórninni og ganga út úr ráðuneytum sínum. 

Magnús Torfi Ólafsson ákvað að sitja áfram sem ráðherra í starfsstjórn og opnaði meira að segja hringveginn formlega um sumarið við hátíðlega athöfn. 


mbl.is Viðreisn verður í starfsstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstum tæmandi yfirlit. Oftast óánægja smærri flokka.

Í tengdri fréttaskýringu á mbl.is um misjafnt líf íslenskra ríkisstjórna vantar að tilgreina að vinstri stjórnir sprungu 1958, 1974 og 1979 áður en kjörtímabili var lokið.

Stjórnir, sem hafa setið heilt kjörtímabil á fullveldistímaum, eftir að "Hriflu-kerfi" stjórnmálaflokkanna komst á upp úr 1920, eru ekki margar, stjórnir Framsóknar og Krata 1934-42, Viðreisnarstjórnin þrjú kjörtímabil 1959-1971, stjórn Geirs Hallgrímssonar 1974-78, Steingríms Hermannssonar 1983-87 og stjórnirnar á Davíðstímanum 1991-2007. 

Það eina sem var sameiginlegt þessum ríkisstjórnum á lýðveldistímanum var, að Sjálfstæðisflokkurinn átti aðild að þeim öllum. 

Áberandi er, þegar litið er á tilefni til stjórnarslita, að oftast er það óánægja smærri stjórnarflokkanna með sinn hlut gagnvart stærri eðs stærsta stjórnarflokknum, sem er tilgreind ástæða.

Í stjórninni 1953-56 var þung undiralda í Framsóknarflokknum vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn sem knúði fram stjórnarslit. 

Oftast hafa hinir smærri samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins tapað fylgi í skoðanakönnunum í stjórnarsamstarfi við Sjallana, og má nefna að í aðdraganda kosninganna 1995 fór fylgi Alþýðuflokksins á tímabili niður í "pilsner-tölu".  

Svipað gerðist hjá smærri flokkum í samstarfi við Framsóknarflokkinn meðan hann var næststærstur íslenskra stjórnmálaflokka. 

Dæmi um slíkt er óróinn í röðum sósíalista eftir 1938, óánægja í ASÍ 1958, óánægja Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974 og óánægja og klofningur í Alþýðuflokksnum 1979. 

Og "villikettirnir" í stuðningsliði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á síðari hluta valdatíma hennar var fyrirbrigði svipaðs eðlis. 


mbl.is Aftur tími óstöðugleikans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband