Einsdæmi meðal lýðræðisþjóða?

Guðbjörn Guðbjörnsson lýsir því í grein á dv.is hvernig flokkurinn, þar sem hann var innsti koppur í búri, raðaði sinum mönnum í helstu stöður í stjórnkerfinu. 

Hér skal bætt við grein Guðbjörns hvernig eitt sker sig úr í því efni; dómskerfið, þar sem Ísland hefur á lýðveldistímanum nálgast það að vera með svipað kerfi og í Sovétríkjunumm sálugu, þar sem það var skilyrði fyrir dómara að vera félagar í Kommúnistaflokknum.  

Slíkt þótti mikill ljóður á kommúnistaríkjunum þótt auðvitað kæmi það ekki í veg fyrir ágætis menn veldust í einstaka embætti. 

Á 73ja ára tímabili, frá 1944 til 2017, hefur engu verið líkara en að það væri skilyrði, að dómsmálaráðherrar væru helst félagar í Sjálfstæðisflokknum. 

Undantekningar, sem ég man eftir, eru vinstri stjórnirnar 1956-1958, 1971-1974, 1988-1991 og 2009-2013, og minnihlutastjórnir Alþýðuflokksins 1958-1959 og 1979-1980. 

Þetta eru aðeins 10 ár af 73 og hlýtur að vera einsdæmi meðal lýðræðisþjóða að það hafi næstum því verið eins og að það að hafi verið skilyrði að yfirmenn dómsmála væru félagar í ákveðnum stjórnmálaflokki.

Hér er hefur Sjálfstæðisflokkurinn að vísu ekki einn komið því þannig fyrir að þegar hann hefur verið í stjórn fái hann ævinlega dómsmálaráðuneytið.

Hann hefur gert þetta í gegnum stjórnarmyndunarviðræður við aðra flokka sem hefa leyft honum að komast upp með þetta. 

Það er þekkt vandamál víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, að framkvæmdavaldið hafi áhrif á dómsvaldið í gegnum val á hæstaréttardómurum. Í Bandaríkjunum hefur þetta stundum reynst dragbítur á þrískiptingu valdsins, jafnvel þótt dómsmálaráðherrarnir hafi verið sitt á hvað úr Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum. 

Rétt eins og í Sovétrikjunum hefur gríðarlegur lýðræðishalli á skipan dómskerfisins ekki komið í veg fyrir að ágætlega hæfir menn hafi valist í einstök embætti. 

En þetta getur aldrei verið til góðs þegar á heildina er litið. 

 


mbl.is Birgitta vill ekki kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í annað skiptið ónothæf mynd af megineldstöð.

Eftir Holuhraunsgosið 2014 til 2015 og fleiri gos síðustu áratugi hefur eðli og staða Bárðarbungu, þessarar fyrrum lítt þekktu eldstöð hjá almenningi skýrst hjá jarðvísindamönnum. 

Nú fylgjast þeir grannt með henni og hafa svo margfalt betri gögn en áður, að þeir geta metið hvað er að gerast þegar skjálftar um 4 stig á Richterkvarða eru þar eins og gerðist til dæmis í dag. 

Í viðbót við það að þar sé líklegt að Bárðarbunga stjórni eldgosum til suðvesturs allt suður í Friðland að Fjallabaki, þykir ljóst að áhrifasvæði hennar nær lengra til norðausturs en talið var áður. 

Hún er næst því af megineldstöðvum landsins að liggja beint upp af öðrum af tveimur stærstu möttulstrókum jarðar, en hinn er undir Hawai. 

Grímsvötn eru að vísu virkasta eldstöðin hvað tíðni gosa snertir, en Bárðarbunga átti líklega alveg eins mikinn þátt í gosinu í Gjálp, sem olli hlaupinu stóra niður á Skeiðarársand 1996. 

Af þessum sökum er það ekki boðlegt hve íslenskir fjölmiðlar eru slappir við það að birta nothæfar  eða réttar myndir af Bárðarbungu. 

Nú hefur til dæmis tvívegis birst mynd á mbl.is sem sögð er af Bárðarbungu, en með því að bera hana saman við réttar myndir af Bárðarbungu sést, að á mynd mbl.is er þetta ekki Bárðarbunga frekar en kötturinn, eins og stundum er sagt. 

 


mbl.is Tveir skjálftar í Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband