Alþjóðlegur brandari breyttist í virtan framleiðanda.

Skodaverksmiðjurnar í Tékklandi eiga langa og marka sögu. Fyrstu rúmu hálfa öldina var Skoda virt vörumerki, þekkt fyrir vöruvöndun og góðar framleiðsluvörur. Skoda 46

Hitler vissi hvað var í húfi þegar hann hernam Tékkóslóvakíu veturinn 1938-39. Skoda framleiddi mikilvæg hergögn, og ári síðar, þegar þýski herinn réðst á Niðurlönd og Frakkland voru meira en 10 prósent skriðdrekanna, sem sköpum skiptu, Skoda-skriðdrekar. 

Skoda framleiddi ágæta bíla allt fram yfir 1960.Skoda 440

Efsta myndin er af Skoda ´46 en nokkrir slíkir bílar voru fluttir til Íslands.

Einnig fluttu Strætisvagnar Hafnarfjarðar inn  Skoda vagna.

Fólksbílarnir voru með ágætar vélar en þverfjaðrir að framan og aftan þóttu hastar þótt hægt væri að segja með stolti að billinn væri einn fárra bíla á markaðnum þá, sem væri með sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum líkt og sjálfur Benz.

Þegar kommúnistar tóku einræðisvöld Tékkóslóvakíu 1948 var haldið áfram að framleiða bíla sem voru í grunninn óbreyttir næstu tólf árin, þótt yfirbyggingum væri breytt. 

"Blöðruskódinn" var svipaður útlits og Kaiser-Frazier höfðu verið í Ameríku en var með þverfjaðrir bæði að framan og aftan. Blöðruskódi

Skoda 440 hélt þverfjöðrinni að aftan og þótt því hastur. 

Vélarnar voru það góðar, að þær lifðu langleiðina út öldina.

En meðan verð var að framleiða tæknilega óbreytta bíla hrakaði vinnubrögðum og framleiðslugæðum, og enda þótt Skoda 1000MB væri alger nýsmíði með svipaða tækni og Renault 8, Simca 1000 og Hillman Imp, vatnskælda vél að aftan, sjálfstæða gormafjöðrun og afturdrif, varð þessi bíll upphafið á slæmu niðurlægingartímabili Skoda.Skoda-1000_MB-1964-1600-0e 

1995 var svo komið, að þrátt fyrir ítalska hönnun á Skoda Favorit og 538 endurbætur eftir að Volkswagen keypti verksmiðjurnar, var talað um Skoda sem "alþjóðlegan brandara" í bilabókum.

Skoda Farvorit/Felicia var síðasti "ekta" Skódinn því að nú var ljóst, að mjög róttæka aðgerða var þörf til að bjarga þessum öldnu og fyrrum virtu verksmiðjum frá algerri niðurlægingu eða dauða. 

Umskiptin urðu þegar farið var inn á þá braut, að allir Skodar deildu undirvagni og vélbúnaði með Volkswagenbílum, og fengju síðan að þróa útlit og séreinkenni út frá því. 

Vegna þess að Volkswagen frumseldu nýjar gerðir fyrst undir eigin nafni, en Skoda fengi síðan að vinna úr þeim, einni "kynslóð" á eftir, gerðist ákeðið undur: Smám saman tók Skoda forystu af Volkswvegen í gæðum, endingu og lágri bilanatíðni. Skoda Favorit

Skoda gat líka farið nýjar leiðir, svo sem með framleiðslunni á Skoda Superb, sem var í raun lengdur Passat og átti enga samsvörun í línunni hjá Volkswagen. 

Það segir sína sögu um gott gengi Skoda, að innrás þeirra inn í afar krefjandi markað lúxusbíla skuli hafa tekist jafnvel og raun ber vitni. 

Skoda Superb

Brandarinn hafði snúist við; nú var gantast með það að Skoda væri betri bíll en Volkswagen af því að það væru Tékkar sem settu Skoda saman, en Tyrkir, sem settu Wolkswagen saman.

Tuttugumilljónasti bíllinn hjá Skoda og gott orð af Skoda er engin tilviljun, Tékkarnir, með þýskri hjálp, eiga þetta skilið. 

P.S. Í athugasemdir við þennan pistil eru þegar komnar tvær Skodasögur. 


mbl.is 20 milljónir Skoda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmalausir vatnavextir? Forsmekkur að meiru?

Síðan einangrun Öræfasveitar á landi var rofin að austanverðu á sjöunda áratug síðustu aldar með byggingu brúar yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi minnist ég þess ekki, að önnur eins flóð hafi orðið jafn víða á leiðinni um Suðausturland og nú hafa orðið. Lettir við Jökulsárlón

Vestan við þetta flóðasvæði bíður brúin hjá Jökulsárlóni eftir óhjákvæmilegum örlögum sínum þegar sjórinn brýtur endanlega niður símjókkandi haftið, sem er á milli lónsins og sjávarins. 

Þá mun lónið breytast í fjörð með fljótandi ísjökum og þjóðvegur eitt endanlega rofna nema farið verði áður í mótvægisaðgerðir. 

Komið hafa fram hugmyndir um varnarmannvirki til að stöðva landbrotið, en þá gleyma menn því að þarna eru 200 metrrar niður á fast undir sandinum. 

Til að minnka rofið og kraftana sem eru í gangi í straumunum í ósnum þyrfti að búa til nýtt afrennsli fyrir Jökulsá það fjarri núverandi ós, að hið eyðandi samspil verði afnumið.  

 


mbl.is Sumar bílaleigur rukka strandaglópa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband