Handhæg millistig í orkuskiptunum.

Þótt rafbílar eða bílar sem brenna ekki mengandi jarðefnaeldsneyti séu æskilegt takmark, hafa þeir sín takmörk, þegar kemur að því að fólk kaupi þá. 

Kostirnir liggja í augum uppi en ókostirnir eru takmarkað drægi og tafir við hleðsðu. 

Einni hafa ekki allir efni á því að festa kaup á rafbíl. 

En segjum að það sé leið númer eitt.  Hverjar eru þá aðrar leiðir?

Það er hægt að fara fleiri leiðir til að minnka kolefnisfótsporið verulega. 

Leið 2.  

Hún er sú að festa kaup á svonefndum tengiltvinnbílum, en þeir eru bæði með rafmótor og hreyfil knúinn jarðefnaeldsneyti og komast það langt á rafhleðslunni, að það dugar fyrir venjulegan daglegan akstur í þéttbýli. Ef aksturinn er óvenju langur eða ef farið er lengra en um það bil 30 kílómetra, er hægt að skipta yfir á jarðefniseldsneytið á keyrslu. 

Leið 3. 

Hún er algengust í Noregi, sem er í forystu í þessum efnum og byggir á að bílarnir á heimilinu séu tveir, venjulegur bíll og rafbíll. Í Noregi er reynslan sú að rafbíllinn verður aðalbíllinn á heimilinu. En það eru ekki allir sem hafa efni á þeirri fjárfestingu sem felst í þessari leið. 

Leið 4. 

Rafreiðhjól og venjulegur bíll. Rafreiðhjól er ódýr kostur, kostar yfirleitt frá 160 til 400 þúsund. En þessi leið þýðir það sama og leið 2, að allar ferðir utan þéttbýlis eru farnar með því að nota jarðefnaeldsneyti. 

Leið 5. 

Að eiga þrjú farartæki;  -  rafreiðhjól, létt 125cc vespuvélhjól, sem nær þjóðvegahraða,  og venjulegan bíl. Rafreiðhjólið er notað sem mest innanbæjar, en ef það þarf að fara hraðar yfir eða lengra, - ´eða að hafa talsverðan farangur með sér, er gripið í vespuvélhjólið, sem kostar um hálfa milljón króna nýtt, þannig að fyrir þann sem ekki er nægilega efnaður til að eiga rafbíl, er þetta, hvað mína reynslu varðar, álitlegur kostur. Á því ári sem ég hef reynt þessa leið fyrir mín not, hef ég ekið vespuhjólinu 9000 kílómetra, meirihlutann utan þéttbýlis, rafreiðhjólinu 2000 kílómetra og bíl 4000 kílómetra.  


mbl.is Audi tvinnbílar renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur húmor: Ákveðin hagræðing í því að eiga stutt eftir.

Ýmsar staðreyndir varðandi líf og dauða geta oröið jarðvegur fyrir svonefndan svartan húmor. 

Dæmi um slíkt eru ýmis atriði, sem hafa komið fram þegar ég hef með aðstoð vinar míns verið að kynna mér ýmis lögmál, sem varða réttindi aldraðra. 

Eitt af því merkilegra, sem komið hefur upp, er hve mikil "hagræðing" geti verið fólgin í því að fólk sé sem allra elst þegar það þarf að sækja réttindi sín. 

Til dæmis það, að eftir því sem aldraður er látinn bíða lengur eftir plássi eða aðgerð, aukast líkurnar á því að hann drepist á biðlistanum, og við það myndast sú hagræðing, að eftirlifandi á biðlistanum færast framar um eitt sæti, og að hinn nýdauði aldraði varð aldrei sú "byrði" á þjóðfélaginu með því að vera lifandi, að ég nú ekki tali um ef hann var flestum í kringum hann eða hana til yndisauka. 

Það er nefnilega til gamalt fólk, eins og hún móðuramma mín var, sem var hrókur alls fagnaðar vel fram á tíræðisaldur. 

Annað merkilegt atriði, en auðskiljanlegt, er línurit sem sýnir rétt fólks til slysabóta. 

Línuritið sýnir, að slysabæturnar fara ekki bara eftir örorkustigi, heldur að langmestu leyti eftir því hvað viðkomandi er gamall þegar slysið á sér stað.

Fyrningarfrestur vegna slysabóta ku vera fjögur ár, þannig að ef málareksturinn vegna slyssins tekur meiri tíma en fjögur ár, eru bótagreiðendur lausir allra mála. 

Sem þýðir það að sá möguleiki er fyrir hendi að það myndi borga sig að draga að greiða bæturnar í fjögur ár í þeirri von að bótaþeginn drepist áður en sá tími er liðinn. 

Auðvitað tíðkast ekki að nýta sér þennan möguleika en möguleikinn er fræðilega fyrir hendi. 

Og varðandi hrakvirðisflokkinn felur stórslasaður maður aldraður maður að þessu leyti í sér hagræði fjarhagslega fyrir þjóðfélagið, jafnvel þótt hann hafi ekki átt neina sök á slysinu. 

Ef hann hefði verið talsvert yngri hefði slysið orðið dýrara. 

Þegar býsnast er yfir því hve aldraðir séu mikil byrði á þjóðfélaginu vegna þess að það þurfi að borga þeim til baka drjúgan hluta af því fé sem þeir lögðu fyrir fyrr á ævinni í lífeyrissjóð í góðri trú um að það væri eign þeirra, geymd á góðum stað, er huggun fyrir "byrðina" að geta bent á að það felst hagræði í því að vera hæfilega langt komnir á biðlistanum eða slasast seint á ævinni. 

Ofnagreindur fróðleikur kann að sýnast kaldsranalegur og óviðeigandi en svona eru nú ýmsar hliðar hins stutta og stopula jarðlífs mannsins,sem stefnir á hærri leiðir eins og skáldið sagði. 


mbl.is 99 ára fékk „nei“ við plássi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband