Góð landkynning á Youtube?

Ísland fær þessa fínu auglýsingu á Youtube á fyrsta degi ársins. Heimsfræg "flugeldamenning" Íslendinga birtist með frábæru myndbandi af því þegar "risaterta" springur á miðri umferðargötu og bæði akandi og gangandi vegfarendur mega þakka yfir að sleppa óskaddaðir frá tiltækinu.

Nú er að sjá hvort fleiri krassandi fréttir geti fylgt í kjölfarið, svo sem ný rannsókn, sem bendir til þess að í fáar klukkustundir í nótt hafi svifryksmengun með arseniki, blýi, kvikasilfri, brennisteinsvetni og fleiri eiturefnum orðið jafn mikil eða meiri en alla 354,8 aðra daga ársins samanlagt. 

Einnig að flugeldasalan hafi vaxið hröðum skrefum ár frá ári að undanförnu. 

Skyggnið í Reykjavík fór niður í 700 metra í svækjunni. 

Í fréttinni um þessa skaðlegu mengun fylgdi að rekja mætti furðu mörg ótímabær dauðsföll til þessarar mengunar. 

Fer þá að verða spurning hvort björgunarsveitirnar geti komið í veg fyrir nógu mörg ótímabær dauðsföll til að vega upp á móti því. 

Í einni frétt í vikunni kom fram að helst mætti ekki verða stórt slys á milli jóla og nýárs, vegna þess að þá væri björgunarsveitarfólk upptekið við flugeldasölu, og lægi fjárhagslegt líf sveitanna við.  

Þar sem ég átti áður heima, byrjuðu skotdrunurnar daginn fyrir Þorláksmessu og linnti ekki fyrr en meira en hálfum mánuði seinna. 

Snema í gærmorgun byrjuðu sprengingarnar og þeim linnti ekki í nótt fyrr en komið var undir morgun. 

Nú er ár þar til aftur verður lagt upp í þetta sérstæða árlega átak í flugeldanotkun hér á landi. 

Á þessu ári, sem er til stefnu til næsta flugeldaæðis, ætti að vera tími til þess að svara fjölmörgum spurningum sem hljóta að koma upp. 

Ég hef ævinlega verið fylgjandi því að vanrækja ekki að gera sér dagamun, en engu að síður má alveg velta upp spurningum hvar mörkin liggja. 

Hve margar borgir erlendis eru "keppinautar" okkar í þessum efnum?

Í hve mörgum öðrum löndum eru almannavarnir og björgunarsveitir algerlega háðar þessu fjárhagslega?

Hve góð landkynning er eindæma svifryks- og loftmengun fyrir Reykjavík sem "hreinustu borg í heimi"? 

Og síðan er spurningin, hvort björgunarsveitirnar okkar eigi það skilið að þurfa að vera fjárhagslega algerlega háðar flugeldaæðinu. 

 


mbl.is Risaterta sprakk í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu hliðar mannsins og sagnfræðingsins.

Árið byrjar vel. Afburða gott og vel flutt ávarp forseta Íslands laðaði fram bestu hliðar hæfileikaríks og góðs manns, sem nýtir sér færni sína sem sagnfræðings til að hitta á rétta tóninn, ekkert vansagt og ekkert ofsagt.Öræfajökull sigk. Hnúkurinn

Það er dýrmætt fyrir þjóð, sem á aðeins einn þjóðkjörinn embættismann, að forseti okkar get sameinað okkur öll eins og vel og Guðni Th. Jóhannesson gerði í nýársávarpi sínu í dag. 

Raunar var hófstillt, blátt áfram, en markvisst ávarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær, einnig til sóma. Öræfajökull sigk. RAX 


mbl.is Guðni minntist Birnu og annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband