Herraþjóðin og skítaþjóðirnar.

Sagan af herraþjóðum og þrælaþjóðum/skítaþjóðum er ekki ný, hefur skotið upp kollinum í gegnum mannkynssöguna og kannski aldrei meira en á síðustu öld. 

Velgengni stórs hluta Bandaríkjanna byggðist fram á síðustu öld á því að herraþjóðin bandaríska notaði vinnuafl þrælaþjóðanna eða "skítaþjóðanna" í Afríku óspart. 

Þetta fólk, "skítaholufólk" ef reynt er að þýða með hrárri þýðingu, var þó flest flutt nauðungarflutningum til lands verðandi herraþjóðar

Meira að segja afreksfólk eins og Jesse Owens mátti ekki gista á sömu hótelum og hvítir bandarískir afreksmenn. 

Á fyrri hluta síðustu aldar voru "skítaþjóðirnar", "skítaholuþjóðirnar" eða skítapakkið slavnesku þjóðirnar í austanverðri Evrópu og raunar allar þjóðir, sem ekki voru af kynþætti yfirburða, sem vísindamenn í þjónustu herraþjóðarinnar höfðu rannsakað til að sanna mismuninn á kynþáttunum. 

Í draumaríki herraþjóðarinnar áttu slavneskar þjóðir að verða auðmjúkir og þægir þjónar. 

Hegðun Japana í seinni heimsstyrjöldinni passaði vel inn í þessa ímynd. 

Nú hefur hugtakið "skítaþjóð" eða "skítaholuþjóð", heilf heimsálfa af rumpulýð, verið stimplað rækilega inn á ný, og sjá má þau viðbrögð hjá einstaka íslenskum bloggara, að Trump sé að segja það sem svo margir hugsi, að sumar þjóðir séu skítapakk og eigi því ekkert gott skilið. 

Það sé eðlileg hugsun hjá okkur, þessum kynhreinu, að finnast við vera yfir hafið yfir "skítaþjóðir." 

Og að taka undir með Trump að allir Haítibúar séu með alnæmi og því eigi að hafa sem minnst samskipti við það skítapakk. 

Hann virðist vera búinn að gleyma því hvaða þjóð byrjaði á því að smita aðrar með alnæmi án þess að vera stimpluð sem "skítaholuþjóð" auk þess sem það er ótrúleg fáviska og fordómar fólgnir í því að alhæfa svona án þess að hafa kynnt sér neinar staðreyndir. 

Svo er að sjá að undir skilgreininguna um skítapakk falli allar Afríkuþjóðir og þar með þjóður Nelson Mandela og Desmond Tutu. 

Nú hefur skilgreiningin meira að segja verið negld þannig, að skítapakkið í þessum löndum eigi ekki skilið að því sé veitt neyðarhjálp þegar náttúruhamfarir verða. 

Næsta skref gæti verið að láta Rauða krossinn flokka þjóðir og hætta allri aðstoð við "skítaþjóðirnar" og skítapakkið. 

Raunar virðist skilgreiningin á mismunandi þjóðum eða kynþáttum vera þríþætt, því að slagorðið "make America great again!" á aðeins við um Bandaríkjamenn en ekki Kanadamenn, sem eru beittir refsiaðgerðum ef þeir framleiða betri vörur en Bandaríkjamenn. 

Kanadamenn virðast vera óæðri Ameríkanar en hinir einu sönnu, mitt á milli þess að vera sannir Ameríkanar eða skítaþjóð. 

Ég hlustaði á Trump tala um ógnina af annarri, þriðju og fjórðu kynslóð innflytjenda. 

Þar með er ekki óhugsandi að næsta skref hjá honum verði að flokka Obama og aðra afkomendur innflytjenda frá Afríku sem skítapakk, algera andstæðu snillingsins og gáfumannsins, sem situr í Hvíta húsinu. 

Trump hefur neitað að hallmæla samtökum hægri öfgamanna og nýnasista í Bandaríkjunum og talið félaga í þessum samtökum upp til hópa hið vænsta fólk. 

Hafa þessi samtök þó drepið miklu fleiri blökkumenn og innflytjendur en nemur drápum, sem öfgamúslimar hafa staðið fyrir. 

 


mbl.is „Þetta fólk frá þessum skítalöndum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband