Gamli söngurinn um óverðuga hefst einu sinni enn.

Ég er að velta því fyrir mér hvort í nágrannalöndum okkar hefjist ævinlega mikill hneykslunarsöngur þegar listafólk ber eitthvað úr býtum vegna verka sinna.  

Ég hef ekki haft fregnir af því en sú undra margir hér á landi finni listafólki flest til foráttu, þetta séu ómagar og afætur á þjóðinni og samansafn ónytjunga. 

Hæstur verður söngurinn við úthlutun listamannalauna. 

"Það getur hver sem er farið út í bílskúr og raulað og glamrað eitthvað á gítar" voru ein af mörgum ummælum, sem heyrðust í síðdegisþætti í útvarpi, þegar rætt var um listafólk. 

Gefið er í skyn að þetta séu ölmusugjafir fyrir verk, sem engin eftirspurn sé eftir. 

Það er nefnilega það. Rétt áðan heyrði ég auglýstar aukasýningar á Bláa hnettinum, sem hefur verið gríðarlega vinsæll í leikhúsinu. Engin eftirspurn? 

Síðustu árin hefur orðið hrein sprenging í umfangi og veltu í kringum "skapandi greinar", sem laðar tugþúsundir ferðamanna til landsins og leggur tugi milljarða króna í þjóðarbúskapinn.

Engin eftirspurn? 

En samt heldur söngurinn um afæturnar og ónytjungana áfram. 


mbl.is 369 fá listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óteljandi dæmi um nauðsyn nafnleyndar heimildarmanna.

Réttur og skylda fjölmiðla til þess að afla upplýsinga sem varða almenning og birta þær er hvorki meira né minna en grunnstoð vestræns lýðræðis. 

Eins og bandaríski sjónvarpsmaðurinn Walter Cronkite orðaði það:

"Afl (power) fjölmmiðla er ekki of mikið, því að frumskylda þeirra er að afla nauðsynlegra upplýsinga og staðreynda og viðra þær og mismuandi skoðanir til þess að fólkið geti notað sitt afl (power).  

(The power of media is not to much, because it´s mission and duty is to publish necessary intformation, facts and different wiews so the people can us their power.")

Hluti af því er nafnleynd heimildarmanna, sem annars hefðu vegna stöðu sinnar ekki möguleika á að gefa nauðsynlegar upplýsingar og staðreyndir. 

Dæmi um þetta eru óteljandi svo sem mál á borð við Watergatemálið í Bandaríkjunum og mál "litla Landssímamannsins" hér heima.  


mbl.is Tekist á um vernd heimildarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband