Gatnamótin sem viku fyrir Álftanesveginum.

Svæðið við gatnamót Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar hefur lengi verið til vandræða í umferðinni, ekki aðeins vegna þess að þau anna henni ekki svo að umferðarteppur myndast í allar áttir, heldur líka vegna margra óhappa og slysa. 

Lengi hafði verið rætt um að lagfæra þessi óláns gatnamót og bent var á að til þess þyrfti ekki að eyða mörgu milljörðum i plássfrek mislæg gatnamót í öllum atriðum, heldur fyrst og fremst að gera vinstri beygjuna frá Bústaðavegi yfir á Reykjanesbraut til norðurs hindrunarlausa. 

Í kjölfar Hrunsins drógust nýframkvæmdir saman að undanteknum Álftanesvegi, sem að þarflausu var settur í forgang fram yfir 22 aðra hliðstæða vegarkafla, sem voru með hærri tíðni alvarlegra slysa. 

Þingmenn Reykjavíkur létu það ganga yfir sig að engar svona framkvæmdir yrðu í Reykjavík næstu tíu ár. Og nú versnar ástandið einfaldlega ár frá ári.

Raunar stóðu margfalt stærri vegaframkvæmdir til í og við Gálgahraun 2013, en eftir Gálgahraunsdeiluna og gerð Álftanesvegarins sjálfs, var hætt við þessi stórkarlalegu áform. 

Að því leyti má segja, að deilan hafi þó borið einhvern árangur, þótt viðureignin sjálf 21. október fyrir tæpum fimm árum færi eins og hún fór. 


mbl.is Lengra bann við Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna liggja bílarnir beinast við.

Þegar orð Sigurðar Reynis Gíslasonar eru lesin um það gríðarlega verkefni að fanga kolefnin, sem annars berast út í andrúmsloftið, eru það viðfangsefni enn eitt dæmið um ástæðu þess að alþjóðasamfélagið hefur ákveðið að hefjast þegar handa við að minnka kolefnisfótspor landsamgönguflota jarðarbúa. 

Fjöldi fólksbíla í heiminum er nefnilega að nálgast 1000 milljónir og af einstökum tegundum  farartækja menga þeir samtals langmest, - menga mun meira alls en þúsund sinnum færri flugvélar.

Auk þess er eins og er, ekki tæknilega mögulegt að rafvæða flugvélarnar nema að létta rafhlöðurnar margfalt. 

Nú þegar er hægt að hefjast handa við að skipta bílunum´út eftir föngum, og leitun er að þjóð sem það gefur eins mikið og Íslendingum, - á svipaðan hátt og þegar við skiptum út kolum og olíu fyrir jarðhitavatn á síðustu öld. 

Stærsti vandinn við að minnka útblástur koltvísýrings liggur í því hve brýnt það er að ná sem mestum árangri sem fyrst. 

Að skipta úr eldsneytisknúnum bíl yfir í rafbíl tekur einn dag. Ekkert annað virkar svona fljótt því að vöxtur trjáa tekur tíma og drekking framræsts lands tekur meiri tíma en útskipting á farartæki. 

Það geta langflestir gert strax og langflestir geta fundið ráð til þess, þótt efnahagur og aðstæður séu misjöfn. 

 


mbl.is „Langt á eftir með að fanga kolefnin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband