Óháða rannsókn á skemmdafaraldri í tiltölulega nýjum húsum?

Kársnesskólinn í fréttunum í dag,  Orkuveituhúsið í síðustu viku o. s. frv.

Orkuveituhúsið eitt af furðulega mörgum húsum sem lenda á aftökulista. 

Er hægt að útskýra það að tiltölulega ný hús hér á landi, jafnvel innan við 20 ára gömul, hrynji niður vegna rakaskemmda og myglu á sama tíma og margfalt eldri hús, stór og smá, 80 ára gömul, standa af sér íslenska veðurfarið óskemmd og með miklum sóma?

Síðuhafa hafa borist til eyrna kenningar kunnáttumanna um að síðustu áratugi hafi verið farið framhjá ákvæðum laga og reglugerða um byggingar í stórum stíl og að þar kunni að leynast orsök þess að eins konar faraldur hefur farið um hundruð bygginga sem eru tiltölulega nýjar og orðið annað hvort stórskemmdar eða ónýtar, líkt og Kársnesskóli og Orkuveituhúsið. 

Hugsanlega þyrfti að leita til óháðs erlends aðila um að halda utan um svona rannsókn, því að umfangið er slíkt, að afar margir kunna að vera flæktir í þetta mál. 

Þetta er ekkert smámál, tjónið ekki bara tugir milljarða í allt, heldur talið í mörg hundruð þúsund milljörðum. 


mbl.is Byrjað að rífa Kársnesskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bárðarbunga og Grímsvötn koma?

Bárðarbunga, Dyngjujökull, Kverkfjöll"Katla kemur" segja margir Skaftfellingar um þennan ógnvald þeirra og Rangæinga, sem getur sent hamfaraflóð allt vestur í Landeyjar og austur í Álftaver. 

Og á áhrifasvæði hennar hafa komið tvö stærstu hraunflóð á sögulegum tíma mannkyns.

Raunar er Katla ógnvaldur allra landsmanna,því að á Suðvesturlandi er 4 sentimetra þykkt öskulag úr gosi í Kötlu fyrir nokkur þúsund árum.

Falli slíkt öskulag á vori eða snemmsumars getur það haft miklar afleiðingar fyrir allan jarðargróður og Katla getur stöðvað flug í Evrópu hvenær sem er. 

Bárðarbunga hefur hins vegar ákveðna sérstöðu um það, að gos á áhrifasvæði hennar geta valdið hamfarahlaupum á mörgum vatnasviðum, allt frá vatnasviði Tungnaár og Þjórsár austur til Hverfisfljóts og norður til Skjálfandaflóa og Öxarfjarðar, auk þess sem hraun frá áhrifasvæði Bárðarbungu hafa runnið allt til sjávar í Flóanum. 

Og af því að Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins, koma þau að sjálfsögðu, og fer meira að segja að verða komin tími á næsta gos þar. 


mbl.is Stórir skjálftar við Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sömu málin og dugðu vel 2016.

Tvð atriði hafa löngum reynst stjórnmálamönnum vel í aldanna rás. 

1. Skammtímagróði í veskinu á kosningadag. "Gerum Ameríku mikla á ný" sagði Trump 2016 og nú heitir hann 10% skattalækkun á sama tíma og hallinn á ríkisstjóði er í öllu góðærinu 779 milljarðar dollara ( um 100 þúsund milljarðar íslenskra króna) Á sama tíma ætlar hann að stórefla herinn og stofna sérstakan geimher, sem færi Bandaríkjamönnum alræðisvald í öllum geimnum, hvorki meira né minna. Ekki veitir af þegar hann er byrjaður að rifta afvopnarsamningum út og suður.   

2. Utanaðkomandi ógn. 

Hann notaði þetta síðara með góðum árangri í kosningunum 2016 og stigvaxandi ógn sem jafn vænisjúkur valdamaður, Pútin, hótar að stofna til við riftun afvopnunarsamninga mun sækja fylgið og völdin í svipaðan minnihluta Bandaríkjamanna og hann sótti 2016.  

Hann segir að stór hluti göngumannanna sem ógni Bandaríkjunum séu múslimskir hryðjuverkamenn komnir frá Miðausturlöndum, væntanlega til þess að rústa Bandaríkjunum. Engin gögn hefur hann um þetta en nógu margir trúa þessu og því að hann muni senda herlið á móti göngufólkinu og jafnvel lýsa yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum. 

Hann segir að þegar sé byrjað að skera niður þróunaraðstoð við Hondúras þótt reyndin sé raunar sú, að það mál er ekki á hans valdsviði. En nógu margir munu trúa þessu. 

 


mbl.is Mörg þúsund á leið að landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband