Hannes Hólmsteinn í dag: "Hrunið ófyrirsjáanlegt og engum að kenna."

Í "fróðleiksmola" í Mogganum í dag segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson að bankahrunið 2008 hafi ekki verið neinum að kenna, heldur hafi það verið gersamlega ófyrirsjáanlegt. 

Fyrir hreina tilviljun gerði margt smátt allt í einu eitt stórt, öllum á óvart. 

Þetta er merk útkoma úr stóru skýrslunni Hannesar um Hrunið, þar sem keppst er við að stroka þennan atburð í sögu þjóðarinnar út. 

"Ófyrirsjáanlegt"?  Jæja, það stangast á við það, að komið hefur fram að það munaði hársbreidd haustið 2006 að bankakerfið félli þá. 

Það voru býsna margir sem vöruðu við, en voru almennt afgreiddir sem fólk með sérvisku, öfund, fýlu eða tapsærindi. 

Rök hinna efagjörnu voru samt oft mjög vel rökstudd og er til dæmis fróðlegt að sjá nokkur dæmi sem Gunnar Tómasson hefur vitnað í, allt frá 1982. 

Í einni athugasemdanna við pistil um hrunið hér á síðunni í gærkvöldi er því haldið fram, að peningarnir, sem hurfu eða voru í umræðunni, hafi aldrei verið til.  

Og ef þeir voru ekki til hurfu þeir auðvitað ekki, eða hvað?

Hannes Smárason lýsti því eftirminnilega í viðtali í ársbyrjun 2007 hvernig honum tókst að búa til tugi milljarða úr nánast engu með braski og notkun viðskipavildar. 

En eins og metfjöldi byggingarkrana og allar verklegu framkvæmdirnar, nýju húsin og tækin í uppsveiflunni voru raunverulega til, og að sama skapi öll þau áþreifanlegu verðmæti sem þúsundir fólks missti í Hruninu, var stærstur hluti tjónsins áþreifanlegur. 

Þessi verðmæti má meta á mörg hundruð milljarða króna. 

Það hentar kannski vel til að gera sem allra minnst úr þessum tíu ára gamla viðburði að fullyrða að hrunið hafi verið algerlega ófyrirsjáanlegt og engum að kenna, - og einnig að það hafi ekki orðið neitt hrun, af því að verðmæti, sem hafi ekki verið til, geti ekki hafa horfið í raun. 

En sú áberandi staðreynd að allar efasemdir og ábendingar í aðdraganda hrunsins voru kaffærðar eftir föngum ætti kannski að verða okkur lærdómur í stað þess að aftur og áfram verði haldið á sömu braut.   


Mannréttindaeftirlit í skötulíki er ekki bjóðandi í "mannréttindaþjóðfélagi".

Erlent vinnuafl hér á landi er svo víðtækt og viðamikið, að það er auðséð á upplýsingum um eftirlit með því, að þetta eftirlit er ófullnægjandi og verður að taka þar til hendinni. 

Stundum kosta lýðræðisfyrirkomulag með sanngirni og mannréttindum peninga, og þá verður bara að hafa það. 

Og það hefur komið á daginn í gegnum tíðina, að enda þótt haft sé á orði að á Norðurlöndunum séu frelsi, mannréttidi og samfélag í fremstu röð í heiminum, hefur mátt finna á því ljótar undantekningar.

Má sem dæmi nefna meðferðina á "þýsku börnunum" í Danmörku, 

Hinn áhrifamikli þáttur Kveikur um þessi mál hreyfði við mörgum og það var ekki vonum fyrr.

Meðal þeirra sem efni þáttarins stjakaði við, var síðuhafi, sem hrökk við og gerði nýtt erindi í gamalt fjöldasöngslag, sem varð til þess að textinn var endursaminn með tveimur nýum erindum, lagið tekið upp og sent út á ljósvakann. 

Erindið, sem Kveikur kveikti, er svona: 

 

Erlent vinnuafl okkur bjargar 

svo allir græði hér vel

en láti þrælana líða´oft við það

að lepja dauðann úr  skel. 

 

(Viðlag:) 

 

Svona gengur það. 

Svona er það. 

Allir vita það 

en enginnn sér það.  

 

Skutla kannski laginu aftur inn á facebook síðu mína. 

 

 


mbl.is Vill sérsveit gegn launasvikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband