Ekki gott afspurnar fyrir Icelandair í Vesturheimi.

Í Kanada og Bandaríkjunum er ríkjandi afar djúp virðing fyrir arfleifð landnemanna og þjóðanna, sem þeir voru hluti af. 

Fyrir 20 árum voru íbúar "Íslendingabæjarins" Spanish Fork búnir að gera fullkomið ættfræðisafn með nöfnum 132 þúsund Íslendinga. Voru jafnvel á undan Kára Stefánssyni og fleirum hér á landi. 

Í bænum blakta bandaríski fáninn og íslenski fáninn hlið við hlið og þar er stór kirkjugarður með gröfum látins fólks af íslenskum ættum auk veglegs og fallegs vita í líkingu við vitana sem "brenna" ljósi sínu á útnesjum ættarlandsins. 

Auk þjóðlegrar ættrækni byggist Mormónatrú á djúpri virðingu og tengslum milli kynslóðanna. 

Á leiðum landnemanna eru sérstök gyllt heiðursmerki með áletruninni "Faith in every footstep" eða trúfesti í hverju spori"  ofan á legsteinum þeirra Íslendinga sem gengu síðustu 2400 kílómetrana yfir sléttur, auðnir og Klettafjöllin sjálf. 

Mér skilst að Icelandair standi að baki hervirkinu í Víkurkirkjugarði. 

Nú er ljóst að ferðamannastraumurinn til Íslands hefur náð hámerki og að Icelandair hefur betra við peningana að gera eftir að hafa keypt Wow air heldur en að standa að einum hótelkassanum enn í hjarta Reykjavíkur. 

Icelandair nýtur virðingar og velvildar í Vesturheimi. 

Til er peninganlegt verðmæti sem nefnt er viðskiptavild. 

Ég er sannfærður um að fólkið, sem telur sig jafn mikla Íslendinga og Bandaríkjamenn vestra muni verða brugðið ef það frétti af framferði félagsins með nafni landsins og afkomenda Íslendinga hér á landi og erlendis. 


mbl.is „Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf jafn hissa í meira en hálfa öld.

Síðan stríðsgróðinn mikli byrjaði á þeirri umbyltingu þjóðfélagsins, sem falist hefur í stórum vaxandi þjóðartekjum og tilsvarandi stórfjölgun fæðinga, er eins og að ráðamenn þjóðfélagsins hafi orðið og verði alltaf jafn hissa á afleiðingunum. 

Síðasti kreppuárgangurinn, 1940, skilaði sér í innan við hundrað nýstúdentum 1940. 

Næstu ár á eftir varð sprenging í stúdentafjöldanum og þetta virtist koma mjög á óvart. 

Samt hafði orðið sprenging í grunnskóla- og leikskólakerfinu 10-15 árum fyrr. 

Og eftir þetta hafa þessir árgangar stríðsáranna og eftirstríðsáranna alltaf komið ráðamönnum á óvart. 

Nú skilja þeir ekkert í því af hverju "útskriftarvandi aldraðra sé í áður óþekktum hæðum." 

Það voru stóru árgangarnir sem skópu möguleikana á því að leggja grunn að nútíma uppbyggingu og velsæld á þeim tíma sem ekki var hægt að flytja inn vinnuafl í þeim mæli sem hefur verið á þessari öld. 

Nú linnir ekki neikvæðum fréttum af þessum sömu stóru árgöngum, sem eðlilega eldast og þurfa á lífeyris- og heilbrigðiskerfinu að halda, sem þeir byggðu upp með striti sínu. 

Og alltaf verða menn jafn hissa á "áður óþekktum hæðum" sem voru fyrirsjáanlegar fyrir um 70 árum. 


mbl.is 25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar auðlindirnar þverra fer hverfur hagvöxturinn sjálfkrafa.

Helstu auðlindir sem nútíma hagvöxtur og orkubúskapur byggir á, eru takmarkaðar auðlindir. Olía, fosfór og úraníum eru dæmi um það. 

Af því leiðir að kjarnorkan getur ekki tekið við af olíunni, sem sífellt dýrara verður að vinna úr æ óhagkvæmari lindum. 

Notkun fosfórs hefur verið eins konar leyndarmál í efnahagsbúskapnum, svo víða sem það kemur þó við sögu. 

Það eina sem getur viðhaldið velferð jarðarbúa þegar auðlindirnar þverra er ný naumhyggjuhugsun, sem flestum virðist vera í nög við, en er þó heillandi. 

Nærtækt dæmi er það að grenna sig. Út af fyrir sig getur verið ákveðin nautn og vellíðan fólgin í því að njóta matar eins og enginn sé morgundagurinn. 

Og ofát og offita kallar fram hagvöxt í gegnum vaxandi matarframleiðslu og aukna orkuvinnslu í samgöngum við að flytja milljónir aukatonna af mannakjöti um heiminn. 

En að sama skapi flýtir sá hagvöxtur fyrir því að ganga á auðlindirnar. 

Offita er að verða stærsta böl og vandamál mannkynsins. Og afleiðingarnar af því fyrirbrigði eru ekki aðeins fólgnar í verri lífsgæðum, sjúkdómum og styttra lífi og verri líðan síðustu æviárin, heldur líka í bruðli með auðlindirnar. 

Og það er gaman og gefandi að taka af sér aukakíló með bættu mataræði og aukinni hreyfingu, - finna hvernig því fylgir vellíðan af nýju og jákvæðu tagi. 

Nýr leiðtogi Brasilíumanna ætlar að leggja niður umhverfis- og auðlindaráðuneytið og láta ryðja Amazonskóginn til að búa til rými fyrir nautakjötsframleiðslu.

Röksemdin fyrir þessu er að með þessu aukist hagvöxtur í Brasilíu.  

EN framleiðsla nautakjöts er einhver mesta sóun á byggðu bóli, því að átta sinnnum fleiri hitaeiningum er eytt við að gefa nautunum maísinn og láta þá næringu fara í gegnum nautin heldur er hægt að fá beint úr maísnum sjálfum. 

Amazonskógurinn hefur verið nefndur lungu jarðar, því að hann tekur upp koltvísýring sem nemur meira en samanlögðum útblæstri allra farartækja á landi, sjó og í lofti í heiminum.

Auk þess mun eyðing hans auka á hlýnun andrúmsloftins, sem Borlango kallar "gróðurhúsabull".

Um þetta segir meðal annars í ljósmyndaljóðabókinni "Hjarta landsis - náttúran og þjóðin.":

 

"Aðeins ein jörð. 

Það er ekki úm fleiri að ræða. 

Takmörkuð er á alla lund

uppspretta lífsins gæða...

 

...Aðeins ein jörð. 

Um hana stormar næða. 

Auðlindir þverra ef að þeim er sótt

aðeins til skamms tíma að græða."... 

 

 


mbl.is Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband